Allir samningar í höfn til að koma upp neyslurými í Borgartúni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2024 20:31 Hafrún Elísa teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir málið mikið fagnaðarefni. Vísir/Arnar Ekkert er því til fyrirstöðu að koma upp neyslurými í Borgartúni, eins og stefnt hefur verið að um nokkra hríð. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum segir aðstæður vímuefnanotenda hafa versnað síðustu mánuði eftir að eina neyslurými landsins var lokað. Þetta sé því mikið fagnaðarefni. „Næstu skref eru að Terra einingar komi á staðinn og komi niður einingahúsunum og svo er boltinn hjá okkur að fara af stað með þjónustuna,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum í skaðaminnkun. Terra einingar hafa styrkt verkefnið með því að gefa húsnæði til eins árs. Verkefnið byggir á góðri reynslu sem fékkst úr Ylju, neyslurými Rauða krossins sem starfrækt var í bíl frá 2022 til 2023. Það verkefni var aðeins til eins árs og hefur því ekkert neyslurými verið starfrækt síðasta árið. „Við tökum eftir því að aðstæðurnar hjá þjónustuþegum okkar hafa versnað. Þau eru úti að nota vímuefni í óöruggum aðstæðum - á götunni, í bílakjöllurum og öðrum stöðum - þar sem heilsu þeirra er ógnað.“ Alvarlegum sýkingum og ofskömmtum hafi fjölgað á þessum tíma og segir Hafrún því nauðsynlegt að notendur geti neytt efna sinna undir eftirliti fagaðila. Húsnæðið sem opnað verður í Borgartúni verður rúmir hundrað fermetrar, og því mun stærra en bíllinn sem áður var notaður. „Þar var einn einstaklingur sem gat komið og notað rýmið. Við vonumst eftir því að í þessu rými getum við boðið upp á, í mesta lagi, átta manns að koma í einu,“ segir Hafrún. „Við fögnum þessu, þetta er mjög stór áfangi í skaðaminnkun á Íslandi og gríðarlega mikilvægt fyrir þjónustuþega Frú Ragnheiðar til dæmis og aðra. Þetta er mjög mikið og stórt fagnaðarefni.“ Reykjavík Fíkn Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48 Koma upp neyslurými í einingahúsum Rauði krossinn leggur nú lokahönd á umsókn til Reykjavíkurborgar um afnot af lóð í Reykjavík. Á lóðinni á að koma fyrir einingahúsum þar sem hægt verður að setja upp neyslurými. 21. nóvember 2023 07:01 Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. 4. október 2023 20:03 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Næstu skref eru að Terra einingar komi á staðinn og komi niður einingahúsunum og svo er boltinn hjá okkur að fara af stað með þjónustuna,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum í skaðaminnkun. Terra einingar hafa styrkt verkefnið með því að gefa húsnæði til eins árs. Verkefnið byggir á góðri reynslu sem fékkst úr Ylju, neyslurými Rauða krossins sem starfrækt var í bíl frá 2022 til 2023. Það verkefni var aðeins til eins árs og hefur því ekkert neyslurými verið starfrækt síðasta árið. „Við tökum eftir því að aðstæðurnar hjá þjónustuþegum okkar hafa versnað. Þau eru úti að nota vímuefni í óöruggum aðstæðum - á götunni, í bílakjöllurum og öðrum stöðum - þar sem heilsu þeirra er ógnað.“ Alvarlegum sýkingum og ofskömmtum hafi fjölgað á þessum tíma og segir Hafrún því nauðsynlegt að notendur geti neytt efna sinna undir eftirliti fagaðila. Húsnæðið sem opnað verður í Borgartúni verður rúmir hundrað fermetrar, og því mun stærra en bíllinn sem áður var notaður. „Þar var einn einstaklingur sem gat komið og notað rýmið. Við vonumst eftir því að í þessu rými getum við boðið upp á, í mesta lagi, átta manns að koma í einu,“ segir Hafrún. „Við fögnum þessu, þetta er mjög stór áfangi í skaðaminnkun á Íslandi og gríðarlega mikilvægt fyrir þjónustuþega Frú Ragnheiðar til dæmis og aðra. Þetta er mjög mikið og stórt fagnaðarefni.“
Reykjavík Fíkn Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48 Koma upp neyslurými í einingahúsum Rauði krossinn leggur nú lokahönd á umsókn til Reykjavíkurborgar um afnot af lóð í Reykjavík. Á lóðinni á að koma fyrir einingahúsum þar sem hægt verður að setja upp neyslurými. 21. nóvember 2023 07:01 Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. 4. október 2023 20:03 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48
Koma upp neyslurými í einingahúsum Rauði krossinn leggur nú lokahönd á umsókn til Reykjavíkurborgar um afnot af lóð í Reykjavík. Á lóðinni á að koma fyrir einingahúsum þar sem hægt verður að setja upp neyslurými. 21. nóvember 2023 07:01
Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. 4. október 2023 20:03