Ekki nýjar fréttir að Bjarni sé umdeildur stjórnmálamaður Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2024 18:38 Diljá Mist Einarsdóttir kippir sér ekki upp við undirskriftalista gegn Bjarna Benediktssyni. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar gefur ekki mikið fyrir undirskriftalista gegn Bjarna Benediktssyni, nýjum forsætisráðherra. Það séu ekki nýjar fréttir að hann sé umdeildur stjórnmálamaður. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata voru gestir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar ræddu þau ýmis mál en byrjuðu á umræðu um undirskriftalista sem hátt í þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar hafa skrifað undir gegn Bjarna Benediktsyni. „Ég veit ekki hvað skal segja,“ sagði Diljá Mist aðspurð um hvernig hún túlki undirskriftalistann. „Það eru ekki nýjar fréttir að Bjarni Benediktsson sé umdeildur stjórnmálamaður. Raunar eru formenn Sjálfstæðisflokksins jafnan frekar umdeildir. Það er örugglega auðvelt að safna nokkrum undirskriftum og það er auðvitað orðið mjög auðvelt í dag. Reyndar ekki svo auðvelt fyrir alla forsetaframbjóðendur, en það er miklu auðveldara ferli að safna undirskriftum i dag.“ Björn Leví telur hins vegar að það sé auðveldara að safna undirskriftum í Kringlunni heldur en rafrænt á Ísland.is, og að það sé ekki sjálfsagt að safna svo mörgum undirskriftum rafrænt. Þá segir hann að yfirleitt sé ástæða fyrir því að fólk sé umdeilt og í tilfelli Bjarna sé það meðal annars vegna þess að fyrir hálfu ári hafi hann hrökklast úr embætti í kjölfar spillingar. Björn Leví sagðist var við ólgu í samfélaginu, og að skilaboð sem honum hafi borist á samfélagsmiðlum væru mörg hver ekki falleg. Vísir/Vilhelm Diljá Mist brást ekki vel við þessum orðum og spurði Björn Leví hvort hann væri að„bera það upp á umboðsmann Alþingis að hafa sakað Bjarna Benediktsson um spillingu?“ Björn Leví fullyrti að það hefði verið niðurstaðan en þá leiddu þáttastjórnendur talið að öðru. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan, en á meðal þess sem rætt var voru komandi þingmál, skipulagsmál og biðlaun Katrínar Jakobsdóttur auk aðstoðarmanna hennar. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Píratar Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata voru gestir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar ræddu þau ýmis mál en byrjuðu á umræðu um undirskriftalista sem hátt í þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar hafa skrifað undir gegn Bjarna Benediktsyni. „Ég veit ekki hvað skal segja,“ sagði Diljá Mist aðspurð um hvernig hún túlki undirskriftalistann. „Það eru ekki nýjar fréttir að Bjarni Benediktsson sé umdeildur stjórnmálamaður. Raunar eru formenn Sjálfstæðisflokksins jafnan frekar umdeildir. Það er örugglega auðvelt að safna nokkrum undirskriftum og það er auðvitað orðið mjög auðvelt í dag. Reyndar ekki svo auðvelt fyrir alla forsetaframbjóðendur, en það er miklu auðveldara ferli að safna undirskriftum i dag.“ Björn Leví telur hins vegar að það sé auðveldara að safna undirskriftum í Kringlunni heldur en rafrænt á Ísland.is, og að það sé ekki sjálfsagt að safna svo mörgum undirskriftum rafrænt. Þá segir hann að yfirleitt sé ástæða fyrir því að fólk sé umdeilt og í tilfelli Bjarna sé það meðal annars vegna þess að fyrir hálfu ári hafi hann hrökklast úr embætti í kjölfar spillingar. Björn Leví sagðist var við ólgu í samfélaginu, og að skilaboð sem honum hafi borist á samfélagsmiðlum væru mörg hver ekki falleg. Vísir/Vilhelm Diljá Mist brást ekki vel við þessum orðum og spurði Björn Leví hvort hann væri að„bera það upp á umboðsmann Alþingis að hafa sakað Bjarna Benediktsson um spillingu?“ Björn Leví fullyrti að það hefði verið niðurstaðan en þá leiddu þáttastjórnendur talið að öðru. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan, en á meðal þess sem rætt var voru komandi þingmál, skipulagsmál og biðlaun Katrínar Jakobsdóttur auk aðstoðarmanna hennar.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Píratar Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira