Íslenska Rocket League-deildin farin af stað Arnar Gauti Bjarkason skrifar 12. apríl 2024 12:01 Deildin ber heitið GR-deildin, en GR Verk eru styrkjendur deildarinnar. Áttunda tímabil GR Verk deildarinnar í Rocket League hófst á þriðjudaginn í síðustu viku þann 2. apríl á twitch rás íslenska Rocket League samfélagsins.Alls taka 6 lið þátt í mótinu en þetta eru liðin DUSTY, Þór, 354 Esports, OMON, Quick Esports og OGV. Notast er við þrefalt Round-Robin format á þessu átta vikna keppnistímabili og eru allir leikir BO5. 1.umferð Áttunda tímabilið hófst með 1. umferð deildarinnar þriðjudagskvöldið 2. apríl kl. 19:40 og voru spilaðar þrjár viðureignir. Voru þetta viðureginirnar DUSTY gegn Quick Esports, Þór gegn OMON og 354 gegn OGV. DUSTY komu sterkir inn í 1. umferð deildarinnar með 3-0 sigri gegn Quick Esports en fyrsti leikurinn fór 3-1, annar leikurinn einnig 3-1 og sá þriðji 6-0 allt DUSTY í hag. Viðureignin Þór gegn Omon fór 3-0 Þór í vil og komu Þórsarar því einnig afar sterkir inn í 1. umferðina. Fyrsti leikurinn fór 4-2, annar leikurinn 4-1 og sá þriðji 3-2. Þriðja viðureign kvöldsins var 354 gegn OGV. Hófst viðureignin með 4-1 sigri OGV í fyrstu tveimur leikjunum en 354 svöruðu andstæðingi sínum með 2-1 sigri í þriðja leiknum. Þó dugði það ekki til þar sem að OGV vann fjórða leikinn 3-1 og þar með lauk 1. umferðinni. 2. umferð Önnur umferð fyrstu vikunnar hófst fimmtudagskvöldið 4. apríl kl. 19:40. Þar mættust Quick Esports gegn OGV, DUSTY gegn OMON og Þór gegn 354. Kvöldið hófst með hnífjöfnum leik Quick Esport og OGV. Staðan var 1-1 þar til að tími leiksins rann út en sá leikur fór í framlengingu. Endaði barráttan með sigri Quick Esport 2-1 í fyrsta leik. Gæfan fylgdi þó ekki Quick Esports í þeim leikjum sem eftir voru af viðureigninni þar sem að OGV vann öruggan sigur gegn Quick Esports 3-0 í öðrum leiknum, 5-0 í hinum þriðja og 4-1 í þeim fjórða. Fór viðureignin því 3-1 OGV í vil. Jafnframt var hildarleikur DUSTY gegn OMON einkar spennandi. DUSTY unnu fyrstu tvo leikina örugglega 3-0 og 3-1 en OMON fengu loks vind í seglin í þriðja leiknum sem fór 3-1 fyrir OMON. Í fjórða leik viðureignarinnar var DUSTY 2 mörkum yfir en OMON náður að jafna metin í 2-2 en leikurinn fór í 14 sekúndna framlengingu sem endaði með sigri DUSTY 3-2 gegn OMON. Lokaniðurstaða þessarar viðureignar var þá 3-1 fyrir DUSTY. Bardagi Þórs og 354 endaði með 3-0 sigri í viðureigninni og mætti því taka svo til orða að Þór hafi unnið öruggan sigur gegn 354.Fyrsti leikurinn var frekar tæpur og fór í 20 sekúndna framlengingu en Þór unnu þann leik 3-2. Annar leikurinn fór síðan 1-0 og sá þriðji 2-0 Þórsurum í vil. Fylgjast má með deildinni á Twitch-rás íslenska Rocket-league samfélagsins og á Discord-servernum þeirra. Rafíþróttir Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn
1.umferð Áttunda tímabilið hófst með 1. umferð deildarinnar þriðjudagskvöldið 2. apríl kl. 19:40 og voru spilaðar þrjár viðureignir. Voru þetta viðureginirnar DUSTY gegn Quick Esports, Þór gegn OMON og 354 gegn OGV. DUSTY komu sterkir inn í 1. umferð deildarinnar með 3-0 sigri gegn Quick Esports en fyrsti leikurinn fór 3-1, annar leikurinn einnig 3-1 og sá þriðji 6-0 allt DUSTY í hag. Viðureignin Þór gegn Omon fór 3-0 Þór í vil og komu Þórsarar því einnig afar sterkir inn í 1. umferðina. Fyrsti leikurinn fór 4-2, annar leikurinn 4-1 og sá þriðji 3-2. Þriðja viðureign kvöldsins var 354 gegn OGV. Hófst viðureignin með 4-1 sigri OGV í fyrstu tveimur leikjunum en 354 svöruðu andstæðingi sínum með 2-1 sigri í þriðja leiknum. Þó dugði það ekki til þar sem að OGV vann fjórða leikinn 3-1 og þar með lauk 1. umferðinni. 2. umferð Önnur umferð fyrstu vikunnar hófst fimmtudagskvöldið 4. apríl kl. 19:40. Þar mættust Quick Esports gegn OGV, DUSTY gegn OMON og Þór gegn 354. Kvöldið hófst með hnífjöfnum leik Quick Esport og OGV. Staðan var 1-1 þar til að tími leiksins rann út en sá leikur fór í framlengingu. Endaði barráttan með sigri Quick Esport 2-1 í fyrsta leik. Gæfan fylgdi þó ekki Quick Esports í þeim leikjum sem eftir voru af viðureigninni þar sem að OGV vann öruggan sigur gegn Quick Esports 3-0 í öðrum leiknum, 5-0 í hinum þriðja og 4-1 í þeim fjórða. Fór viðureignin því 3-1 OGV í vil. Jafnframt var hildarleikur DUSTY gegn OMON einkar spennandi. DUSTY unnu fyrstu tvo leikina örugglega 3-0 og 3-1 en OMON fengu loks vind í seglin í þriðja leiknum sem fór 3-1 fyrir OMON. Í fjórða leik viðureignarinnar var DUSTY 2 mörkum yfir en OMON náður að jafna metin í 2-2 en leikurinn fór í 14 sekúndna framlengingu sem endaði með sigri DUSTY 3-2 gegn OMON. Lokaniðurstaða þessarar viðureignar var þá 3-1 fyrir DUSTY. Bardagi Þórs og 354 endaði með 3-0 sigri í viðureigninni og mætti því taka svo til orða að Þór hafi unnið öruggan sigur gegn 354.Fyrsti leikurinn var frekar tæpur og fór í 20 sekúndna framlengingu en Þór unnu þann leik 3-2. Annar leikurinn fór síðan 1-0 og sá þriðji 2-0 Þórsurum í vil. Fylgjast má með deildinni á Twitch-rás íslenska Rocket-league samfélagsins og á Discord-servernum þeirra.
Rafíþróttir Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn