„Þú þarft að vinna þrisvar og við þurfum núna að vinna tvisvar“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. apríl 2024 21:30 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti Álftanesi í 8-liða úrslitum í Subway deild karla. Það voru heimamenn sem tóku forystu í einvíginu með sjö stiga sigri, 99-92. „Þetta var nóg. Við vorum kannski líka búnir að gera nóg fyrstu þrjá leikhluta til þess að klúðra þessu ekki alveg. Við vorum pínu að leika okkur af eldinum í þessu í fjórða leikhluta.“ Sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Það mátti heyra á Pétri að hann væri ekki alveg sáttur með sína menn í fjórða leikhluta. „Nei við töpum honum með tíu stigum. Hinir þrír voru fínir en við hefðum helst þurft að klára þennan leik þegar við höfðum tækifæri á því.“ Aðspurður um hvort það hafi kannski komið smá værukærð í leik Keflvíkinga í fjórða leikhluta sagði Pétur að það væri alveg hugsanlegt. „Hugsanlega og við vorum kannski að fara reyna hægja á leiknum á meðan þeir voru að keyra hann upp og það gekk bara ágætlega hjá þeim á meðan við hefðum kannski bara átt að vera keyra þetta upp.“ Keflavík mættu af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og má segja að þar hafi leikurinn svolítið farið frá gestunum þegar Keflavík náði að keyra upp hraðann og hlaupa yfir Álftnesinga. „Já það var kannski nóg í þessum leik. Ef þú horfðir á bikarleikinn á móti Tindastól að þá komu þeir einmitt svona út og töpuðu svo leiknum þannig það svo þar byrjar ekkert endilega alltaf trixið. Það þarf að klára leikinn og ef að þessi leikur hefði verið 45 mínútur þá hefðu þeir hugsanlega unnið.“ Stigin dreifðust vel á leikmenn Keflavíkur í kvöld og voru þeir flestir sem spiluðu mjög jafnir á stigum. Pétur var þó ekki endilega sammála því að það hafi verið góður hlutur endilega. „Kannski erfiðara fyrir þá að finna einhverja til að dekka. En enginn hitti vel þannig það þarf einhver að stíga kannski betur upp í næsta leik.“ Pétur var sammála því að það væri mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það er gríðarlega mikilvægt og þetta verður svona einvígi, það verður barátta og þetta verður ekkert búið fyrr en eftir 40 mínútur hver leikur og þessar seríur verða aldrei búnar fyrr en eftir fimm leiki. Þú þarft að vinna þrisvar og við þurfum núna að vinna tvisvar. Þeir vöknuðu í morgun alveg eins og við og þurftu að vinna þrjá leiki og það hefur ekkert breyst núna.“ Leikur Keflavíkur er að spila hratt og hefur það reynst liðinu vel í vetur. „Okkar leikur er að spila hratt og reyna hitta vel. Það mun væntanlega vera það áfram. Það skilaði okkur bikarmeistara titlinum og það skilaði okkur 3.sæti í þessari sterku deild. Við erum að vona að það komi okkur svo áfram í næsta leik og við tökum svo næsta leik eftir það.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
„Þetta var nóg. Við vorum kannski líka búnir að gera nóg fyrstu þrjá leikhluta til þess að klúðra þessu ekki alveg. Við vorum pínu að leika okkur af eldinum í þessu í fjórða leikhluta.“ Sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Það mátti heyra á Pétri að hann væri ekki alveg sáttur með sína menn í fjórða leikhluta. „Nei við töpum honum með tíu stigum. Hinir þrír voru fínir en við hefðum helst þurft að klára þennan leik þegar við höfðum tækifæri á því.“ Aðspurður um hvort það hafi kannski komið smá værukærð í leik Keflvíkinga í fjórða leikhluta sagði Pétur að það væri alveg hugsanlegt. „Hugsanlega og við vorum kannski að fara reyna hægja á leiknum á meðan þeir voru að keyra hann upp og það gekk bara ágætlega hjá þeim á meðan við hefðum kannski bara átt að vera keyra þetta upp.“ Keflavík mættu af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og má segja að þar hafi leikurinn svolítið farið frá gestunum þegar Keflavík náði að keyra upp hraðann og hlaupa yfir Álftnesinga. „Já það var kannski nóg í þessum leik. Ef þú horfðir á bikarleikinn á móti Tindastól að þá komu þeir einmitt svona út og töpuðu svo leiknum þannig það svo þar byrjar ekkert endilega alltaf trixið. Það þarf að klára leikinn og ef að þessi leikur hefði verið 45 mínútur þá hefðu þeir hugsanlega unnið.“ Stigin dreifðust vel á leikmenn Keflavíkur í kvöld og voru þeir flestir sem spiluðu mjög jafnir á stigum. Pétur var þó ekki endilega sammála því að það hafi verið góður hlutur endilega. „Kannski erfiðara fyrir þá að finna einhverja til að dekka. En enginn hitti vel þannig það þarf einhver að stíga kannski betur upp í næsta leik.“ Pétur var sammála því að það væri mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það er gríðarlega mikilvægt og þetta verður svona einvígi, það verður barátta og þetta verður ekkert búið fyrr en eftir 40 mínútur hver leikur og þessar seríur verða aldrei búnar fyrr en eftir fimm leiki. Þú þarft að vinna þrisvar og við þurfum núna að vinna tvisvar. Þeir vöknuðu í morgun alveg eins og við og þurftu að vinna þrjá leiki og það hefur ekkert breyst núna.“ Leikur Keflavíkur er að spila hratt og hefur það reynst liðinu vel í vetur. „Okkar leikur er að spila hratt og reyna hitta vel. Það mun væntanlega vera það áfram. Það skilaði okkur bikarmeistara titlinum og það skilaði okkur 3.sæti í þessari sterku deild. Við erum að vona að það komi okkur svo áfram í næsta leik og við tökum svo næsta leik eftir það.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira