Það er Verkmenntaskóli Austurlands sem stendur að Tæknideginum með stuðnings víða að. Dagskráin hófst núna klukkan 12:00 og stendur til 16:00 í dag en hún fer bæði fram inn í skólanum og í íþróttahúsinu. Birgir Jónsson, gæða- og verkefnisstjóri hjá Verkmenntaskóla Austurlands veit allt um tæknidaginn.
„Meginmarkmiðið er að sýna hvað við erum að gera, skólinn og fyrirtæki og stofnanir, bæði hér í nærsamfélaginu og svo líka koma til okkar vísindasmiðja Háskóla Íslands, Háskólinn á Akureyri og fleiri stofnanir, sem koma lengra að. Þannig að, já við hlökkum bara til að taka á móti fólki í allan dag,” segir Birgir.
Þetta er virkilega flott framtak hjá ykkur.
„Já, þetta er bara ótrúlega gott og við njótum styrkja til að láta þetta verða að veruleika.”

Fjölbreytt dagskrá verður í allan dag en gestum verður meðal annars boðið að prófa ýmsar tilraunir með rafmagn, skoða smáhýsi sem er í smíðum við skólann, gera litríkar tilraunir, kynnast frumkvöðlum framtíðarinnar í nýsköpunarkeppninni, prófa bragðlaukana, móta landslag í sandkassa, kynna sér ýmsar iðngreinar og möguleika sem nám í þeim færir og fá „heilsufarsskoðun svo eitthvað sé nefnt.
„Við hlökkum gríðarlega til að fá fólk hingað til okkar, þannig að ég hvet fólk að koma og heimsækja okkur og prófa allt sem hér er hægt að prófa. Þetta er bara gríðarlega spennandi fyrir fólk á öllum aldri,” segir Birgir.