Harðari orðræða um útlendinga stilli VG upp við vegg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. apríl 2024 20:05 Frá kynningu nýrrar ríkisstjórnar í Hörpu. vísir/vilhelm Harðari orðræða formanns Sjálfstæðisflokksins í garð útlendinga, sér í lagi hælisleitenda, stillir Vinstri grænum upp við vegg. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor að loknum opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnar. Í þeim hrókeringum situr Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins uppi sem forsætisráðherra. Á fundinum í dag lagði hann mikla áherslu á útlendingamálin og boðar raunsæja stefnu og harðari reglur. Eiríkur ræddi þessi mál í kvöldfréttum Stöðar 2. „Við erum á leiðinni inn í kosningar, hvort sem stjórnin lifir út kjörtímabilið eða það slitni upp úr þessu fyrr. Það er að minnsta kosti kosningabragur að færast yfir alla pólitíkina í landinu.“ Ómögulegt sé að segja til um hvort ríkisstjórnin lifi út kjörtímabil. „Hvernig Vinstri grænir muni finna sig í samstarfinu undir nýrri forystu verður bara að koma í ljós. Það er líklegt að það komi upp mál sem reynast erfið. Það kannski þarf minna að koma upp, eftir því sem lengra dregur, til að valda vandræðum.“ Eftirtektarverð orðræða Bjarni lagði eins og áður segir mikla áherslu á útlendingamál. Eiríkur segir formanninn hafa fært flokkinn markvisst í átt að harðari orðræðu í garð innflytjenda, sér í lagi hælisleitenda. „Hann virðist líta svo á að þetta sé stórt mál í stjórnmálum dagsins. Það hefur að vísu ekki verið mikil umræða undanfarið, nokkuð meiri fyrir einhverjum mánuðum síðan. En þetta er mjög eftirtektarvert og setur Vinstri græna upp við vegg, myndi ég halda,“ segir Eiríkur Bergmann. Hægrimenn ánægðir með útspil Katrínar Um 36 þúsund manns hafa nú skrifað undir undirskriftalista á island.is þar sem skiptingu Bjarna í forsætisráðuneytið er mótmælt. Eiríkur var spurður hvort leið Katrínar úr stjórnmálunum geti haft áhrif á gengi hennar í komandi forsetakosningum. „Ég hugsa að það geti haft áhrif. Það eru allaveg tvær hliðar á þessu máli. Önnur er sú að fylgisfólk hennar vinstra megin, sér í lagi Vinstri grænum, kann að vera ósátt við það að hún hafi leitt, þann sem er hefðbundinn höfuðandstæðingur flokksins, til forsætis í landinu. Það gæti skaðað hana þeim megin. Á hinn bóginn sækir hún verulegt fylgi til hægri vængsins og til kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Þeir hljóta að vera ánægðir með þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. 13. apríl 2024 18:30 „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Í þeim hrókeringum situr Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins uppi sem forsætisráðherra. Á fundinum í dag lagði hann mikla áherslu á útlendingamálin og boðar raunsæja stefnu og harðari reglur. Eiríkur ræddi þessi mál í kvöldfréttum Stöðar 2. „Við erum á leiðinni inn í kosningar, hvort sem stjórnin lifir út kjörtímabilið eða það slitni upp úr þessu fyrr. Það er að minnsta kosti kosningabragur að færast yfir alla pólitíkina í landinu.“ Ómögulegt sé að segja til um hvort ríkisstjórnin lifi út kjörtímabil. „Hvernig Vinstri grænir muni finna sig í samstarfinu undir nýrri forystu verður bara að koma í ljós. Það er líklegt að það komi upp mál sem reynast erfið. Það kannski þarf minna að koma upp, eftir því sem lengra dregur, til að valda vandræðum.“ Eftirtektarverð orðræða Bjarni lagði eins og áður segir mikla áherslu á útlendingamál. Eiríkur segir formanninn hafa fært flokkinn markvisst í átt að harðari orðræðu í garð innflytjenda, sér í lagi hælisleitenda. „Hann virðist líta svo á að þetta sé stórt mál í stjórnmálum dagsins. Það hefur að vísu ekki verið mikil umræða undanfarið, nokkuð meiri fyrir einhverjum mánuðum síðan. En þetta er mjög eftirtektarvert og setur Vinstri græna upp við vegg, myndi ég halda,“ segir Eiríkur Bergmann. Hægrimenn ánægðir með útspil Katrínar Um 36 þúsund manns hafa nú skrifað undir undirskriftalista á island.is þar sem skiptingu Bjarna í forsætisráðuneytið er mótmælt. Eiríkur var spurður hvort leið Katrínar úr stjórnmálunum geti haft áhrif á gengi hennar í komandi forsetakosningum. „Ég hugsa að það geti haft áhrif. Það eru allaveg tvær hliðar á þessu máli. Önnur er sú að fylgisfólk hennar vinstra megin, sér í lagi Vinstri grænum, kann að vera ósátt við það að hún hafi leitt, þann sem er hefðbundinn höfuðandstæðingur flokksins, til forsætis í landinu. Það gæti skaðað hana þeim megin. Á hinn bóginn sækir hún verulegt fylgi til hægri vængsins og til kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Þeir hljóta að vera ánægðir með þetta.“
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. 13. apríl 2024 18:30 „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. 13. apríl 2024 18:30
„Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent