Um 800 manns mættu á Stóðhestaveislu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2024 20:30 Frænkurnar, Viktoría Huld (t.h.),11 ára og Una Björt, 12 ára, sem stálu senunni á sýningunni í gærkvöldi á hestunum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um átta hundruð manns mættu í Ölfushöllina á Ingólfshvoli í gærkvöldi til að sjá allra flottustu stóðhesta landsins spretta úr spori og kynna sig fyrir sumarið. Ellefu og tólf ára frænkur stálu hins vegar senunni á sýningunni þar sem þær gáfur ekki tommu eftir í reiðmennskunni. Á hverju vori eru stóðhestaveislur haldnar þar sem allir helstu stóðhestar landsins, sem eru í notkun það vorið eða sumarið eru kynntir. Ungir knapar sýndu líka snilli sína í gærkvöldi og boðið var upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá enda má maðurinn, sem á heiðurinn af stóðhestaveislunum vera ánægður með sig en það er Magnús Benediktsson. „Þetta er sextánda árið, sem við erum með þetta og bara alltaf jafn gaman og maður er svo þakklátur fyrir að það sé alltaf fullt hús hjá okkur. Hestamennska er bara skemmtileg og þetta er skemmtilegt sport, þannig að það er ástæðan fyrir vinsældum hestamennskunnar,” segir Magnús. Magnús Benediktsson umsjónarmaður Stóðhestaveislunnar 2024, sem fór fram í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi á Ingólfshvoli enda var uppselt og 200 manns á biðlista eftir miðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sýningunni var peningum safnað fyrir Einstök börn með sölu happdrættismiða, uppboðs á folatolli, sem seldist á fimm hundruð þúsund krónur og fleira og fleira. „Þessi stuðningur og velvild, sem við finnum hjá fyrirtækjum og fólki í samfélaginu er bara grundvöllur fyrir því að við getum rekið félagið okkar þar sem við erum með vel á áttunda hundrað fjölskyldur inn í félaginu,” segir Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstaka barna. Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstakra barna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sýning besta töltara landsins, Vísis frá Kagaðarhóli með Páli Braga Hólmarssyni knapa á baki vakti verðskuldaða athygli og ekki skemmdi fyrir að Bjössi Sax spilaði á saxófón í atriðinu. Loka atriði sýningarinnar var svo með þeim Olile Amble og Álfakletti frá Syðri Gegnishólum þar sem þau fóru bæði á kostum. Stóðhestaveislan 2024 tókst einstaklega vel og var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það sýningaratriði, sem stal senu kvöldsins var frá ellefu og tólf ára frænkum, sem voru algjörlega frábærar á sínum hestum en það eru þær Viktoría Huld Hannesdóttir, 11 ára og Una Björt Valgarðsdóttir, 12 ára. „Við gerðum okkar besta og það tókst mjög vel. Við förum mikið á hestbak saman og það er alltaf jafn frábært,“ segja vinkonurnar hæstánægðar með sýningu gærkvöldsins. Sérstök stóðhestabók hefur verið gefin út þar sem má sjá allar helstu upplýsingar um stóðhesta ársins 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Menning Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Á hverju vori eru stóðhestaveislur haldnar þar sem allir helstu stóðhestar landsins, sem eru í notkun það vorið eða sumarið eru kynntir. Ungir knapar sýndu líka snilli sína í gærkvöldi og boðið var upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá enda má maðurinn, sem á heiðurinn af stóðhestaveislunum vera ánægður með sig en það er Magnús Benediktsson. „Þetta er sextánda árið, sem við erum með þetta og bara alltaf jafn gaman og maður er svo þakklátur fyrir að það sé alltaf fullt hús hjá okkur. Hestamennska er bara skemmtileg og þetta er skemmtilegt sport, þannig að það er ástæðan fyrir vinsældum hestamennskunnar,” segir Magnús. Magnús Benediktsson umsjónarmaður Stóðhestaveislunnar 2024, sem fór fram í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi á Ingólfshvoli enda var uppselt og 200 manns á biðlista eftir miðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sýningunni var peningum safnað fyrir Einstök börn með sölu happdrættismiða, uppboðs á folatolli, sem seldist á fimm hundruð þúsund krónur og fleira og fleira. „Þessi stuðningur og velvild, sem við finnum hjá fyrirtækjum og fólki í samfélaginu er bara grundvöllur fyrir því að við getum rekið félagið okkar þar sem við erum með vel á áttunda hundrað fjölskyldur inn í félaginu,” segir Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstaka barna. Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstakra barna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sýning besta töltara landsins, Vísis frá Kagaðarhóli með Páli Braga Hólmarssyni knapa á baki vakti verðskuldaða athygli og ekki skemmdi fyrir að Bjössi Sax spilaði á saxófón í atriðinu. Loka atriði sýningarinnar var svo með þeim Olile Amble og Álfakletti frá Syðri Gegnishólum þar sem þau fóru bæði á kostum. Stóðhestaveislan 2024 tókst einstaklega vel og var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það sýningaratriði, sem stal senu kvöldsins var frá ellefu og tólf ára frænkum, sem voru algjörlega frábærar á sínum hestum en það eru þær Viktoría Huld Hannesdóttir, 11 ára og Una Björt Valgarðsdóttir, 12 ára. „Við gerðum okkar besta og það tókst mjög vel. Við förum mikið á hestbak saman og það er alltaf jafn frábært,“ segja vinkonurnar hæstánægðar með sýningu gærkvöldsins. Sérstök stóðhestabók hefur verið gefin út þar sem má sjá allar helstu upplýsingar um stóðhesta ársins 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Menning Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira