Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2024 06:40 Katrín og Baldur mælast nú með mest fylgi í könnunum. Langt er hins vegar til kosninga og margt getur breyst. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 25,8 prósent ætla að kjósa Baldur en 22,1 prósent sögðust ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Þriðji í könnuninni var Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, með 16,8 prósent fylgi. Vert er að vekja athygli á því að munurinn á Baldri og Katrínu er ekki tölfræðilega marktækur. Könnunin var framkvæmd dagana 9. til 14. apríl. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl næstkomandi en samkvæmt skoðanakönnunum virðist sem baráttan verði, að öllu óbreyttu, á milli Baldurs, Katrínar og Jóns. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup sögðust um 30 prósent ætla að kjósa Katrínu, 26 prósent Baldur og um 18 prósent Jón. Þá var munurinn á milli Katrínar og Baldurs heldur ekki marktækur tölfræðilega. Samkvæmt könnun Prósents er Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri með um 10 prósent fylgi. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir,“ sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, við fréttastofu um helgina í kjölfar þess að niðurstöður Þjóðarpúlsins voru birtar. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“ Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 25,8 prósent ætla að kjósa Baldur en 22,1 prósent sögðust ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Þriðji í könnuninni var Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, með 16,8 prósent fylgi. Vert er að vekja athygli á því að munurinn á Baldri og Katrínu er ekki tölfræðilega marktækur. Könnunin var framkvæmd dagana 9. til 14. apríl. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl næstkomandi en samkvæmt skoðanakönnunum virðist sem baráttan verði, að öllu óbreyttu, á milli Baldurs, Katrínar og Jóns. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup sögðust um 30 prósent ætla að kjósa Katrínu, 26 prósent Baldur og um 18 prósent Jón. Þá var munurinn á milli Katrínar og Baldurs heldur ekki marktækur tölfræðilega. Samkvæmt könnun Prósents er Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri með um 10 prósent fylgi. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir,“ sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, við fréttastofu um helgina í kjölfar þess að niðurstöður Þjóðarpúlsins voru birtar. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira