Baldur og Katrín halda forystunni Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2024 12:32 Það skal ósagt látið hvort Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er hér að benda á næsta forseta Íslands eða ekki. Hann lætur hins vegar af embætti 31. júlí næst komandi. Vísir/Vilhelm Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. Töluverður munur er á niðurstöðum nýjustu könnunarinnar sem Prósent gerði fyrir Morgunblaðið og birt er í dag og tveggja annarra kannana sem Maskína og Gallup gerðu í síðustu viku. Munurinn liggur fyrst og fremst í því að fylgi tveggja efstu frambjóðendanna er minna í Prósent könnuninni en hjá hinum tveimur könnunar fyrirtækjunum. Af þeim sem taka afstöðu hjá Prósenti fær Baldur Þórhallsson 29,5 prósent en Katrín Jakobsdóttir 25,3 prósent. Ekki er marktækur munur á fylgi þessarra tveggja. Hins vegar vekur athygli að Katrín mældist með hærri prósentur en Baldur bæði hjá Gallup og Maskínu. Hún fékk 30 prósent hjá Gallup í könnun sem birt var á laugardag á móti 26 prósentum Baldurs, þar sem munurinn var heldur ekki marktækur. Það munaði hins vegar fleiri prósentustigum á Katrínu og Baldri í könnun Maskínu sem birt var hinn 8. apríl. Þá fékk Katrín 32,9 prósent og Baldur 26,7 prósent. Það vekur einnig athygli að Jón Gnarr er með svipað fylgi í þriðja sæti hjá öllum þremur könnunarfyrirtækjunum. Hann mældist með 19,6 prósent hjá Maskínu, 18 prósent hjá Gallup og 19,3 prósent hjá Prósenti. Þá mætir Halla Hrund Logadóttir, einn af nýrri forsetaframbjóðendum, óvænt til leiks með 12,1 prósenta fylgi. Allir aðrir frambjóðendur en þeir sem hér hafa verið nefndir mælast með 5 prósent, Halla Tómasdóttir, eða minna í könnun Prósents. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir ekki hægt að fullyrða á þessari stundu að baráttan muni snúast um Baldur og Katrínu.Vísir/Vilhelm Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingum segir öllum þessum könnunum bera vel saman. Helstu tíðindi nýjustu könnunar Prósents væri að Halla Hrund mælist með yfir tíu prósentum og fari upp fyrir Höllu Tómasdóttur. „Þannig að það verður mjög fróðlegt að sjá í næstu könnunum hvort þarna er um raunverulega fylgisaukningu hjá Höllu Hrund að ræða. Því ef það er tilvikið eru það merkileg tíðindi." Er hægt að segja á þessari stundu þegar framboðsfrestur er ekki einu sinni runnin út, að baráttan verði fyrst og fremst á milli Baldurs og Katrínar? „Ég held að það sé of snemmt að segja til um það. Á þessu augnabliki er það auðvitað líklegast. En það er allt of snemmt að fullyrða eitthvað um það. Það getur mikið breyst í kosningabaráttunni," segir Ólafur Þ. Harðarson. Athugið að tölurnar í könnun Prósents eru aðrar hér en eins og könnunin birtist í Morgunblaðinu og mbl í dag. Hér er aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu í könnuninni til að auðvelda samanburð á milli kannana. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40 Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32 Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52 Katrín afsalar sér biðlaunum á meðan forsetaslag stendur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ákveðið að afsala sér biðlaunum sínum sem forsætisráðherra á meðan hún er í kosningabaráttu. Bergþóra Benediktsdóttir, kosningastjóri hennar, gerir það líka en hún starfaði sem aðstoðarmaður Katrínar á meðan hún var forsætisráðherra. 12. apríl 2024 08:55 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Töluverður munur er á niðurstöðum nýjustu könnunarinnar sem Prósent gerði fyrir Morgunblaðið og birt er í dag og tveggja annarra kannana sem Maskína og Gallup gerðu í síðustu viku. Munurinn liggur fyrst og fremst í því að fylgi tveggja efstu frambjóðendanna er minna í Prósent könnuninni en hjá hinum tveimur könnunar fyrirtækjunum. Af þeim sem taka afstöðu hjá Prósenti fær Baldur Þórhallsson 29,5 prósent en Katrín Jakobsdóttir 25,3 prósent. Ekki er marktækur munur á fylgi þessarra tveggja. Hins vegar vekur athygli að Katrín mældist með hærri prósentur en Baldur bæði hjá Gallup og Maskínu. Hún fékk 30 prósent hjá Gallup í könnun sem birt var á laugardag á móti 26 prósentum Baldurs, þar sem munurinn var heldur ekki marktækur. Það munaði hins vegar fleiri prósentustigum á Katrínu og Baldri í könnun Maskínu sem birt var hinn 8. apríl. Þá fékk Katrín 32,9 prósent og Baldur 26,7 prósent. Það vekur einnig athygli að Jón Gnarr er með svipað fylgi í þriðja sæti hjá öllum þremur könnunarfyrirtækjunum. Hann mældist með 19,6 prósent hjá Maskínu, 18 prósent hjá Gallup og 19,3 prósent hjá Prósenti. Þá mætir Halla Hrund Logadóttir, einn af nýrri forsetaframbjóðendum, óvænt til leiks með 12,1 prósenta fylgi. Allir aðrir frambjóðendur en þeir sem hér hafa verið nefndir mælast með 5 prósent, Halla Tómasdóttir, eða minna í könnun Prósents. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir ekki hægt að fullyrða á þessari stundu að baráttan muni snúast um Baldur og Katrínu.Vísir/Vilhelm Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingum segir öllum þessum könnunum bera vel saman. Helstu tíðindi nýjustu könnunar Prósents væri að Halla Hrund mælist með yfir tíu prósentum og fari upp fyrir Höllu Tómasdóttur. „Þannig að það verður mjög fróðlegt að sjá í næstu könnunum hvort þarna er um raunverulega fylgisaukningu hjá Höllu Hrund að ræða. Því ef það er tilvikið eru það merkileg tíðindi." Er hægt að segja á þessari stundu þegar framboðsfrestur er ekki einu sinni runnin út, að baráttan verði fyrst og fremst á milli Baldurs og Katrínar? „Ég held að það sé of snemmt að segja til um það. Á þessu augnabliki er það auðvitað líklegast. En það er allt of snemmt að fullyrða eitthvað um það. Það getur mikið breyst í kosningabaráttunni," segir Ólafur Þ. Harðarson. Athugið að tölurnar í könnun Prósents eru aðrar hér en eins og könnunin birtist í Morgunblaðinu og mbl í dag. Hér er aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu í könnuninni til að auðvelda samanburð á milli kannana.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40 Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32 Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52 Katrín afsalar sér biðlaunum á meðan forsetaslag stendur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ákveðið að afsala sér biðlaunum sínum sem forsætisráðherra á meðan hún er í kosningabaráttu. Bergþóra Benediktsdóttir, kosningastjóri hennar, gerir það líka en hún starfaði sem aðstoðarmaður Katrínar á meðan hún var forsætisráðherra. 12. apríl 2024 08:55 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40
Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32
Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52
Katrín afsalar sér biðlaunum á meðan forsetaslag stendur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ákveðið að afsala sér biðlaunum sínum sem forsætisráðherra á meðan hún er í kosningabaráttu. Bergþóra Benediktsdóttir, kosningastjóri hennar, gerir það líka en hún starfaði sem aðstoðarmaður Katrínar á meðan hún var forsætisráðherra. 12. apríl 2024 08:55