Bjóða ókeypis vín gegn því að símar séu læstir inni í skáp Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. apríl 2024 21:34 Veitingastaðurinn er staðsettur í borginni Verona á Ítalíu. EPA Á veitingastað í borginni Verona á Ítalíu býðst gestum ókeypis vínflaska með matnum gegn því að þeir læsi farsíma sína í skáp við komu á veitingastaðinn og afhendi þjóni lyklana. Angelo Lella, eigandi veitingastaðarins Al Condominio, segir markmiðið með tilrauninni að hvetja gesti til þess að spjalla saman í stað þess að horfa niður í símann í tíma og ótíma. „Við vildum opna veitingastað sem er svolítið öðruvísi en aðrir staðir,“ sagði Lella í samtali við blaðamann The Guardian, sem fjallaði um málið. „Þannig að við völdum þetta snið. Gestum stendur nú til boða að hafna tækninni meðan þau njóta stundarinnar saman. Sífellt fleiri vandamál stafa af tækninni. Það er engin þörf á að kíkja í símann á fimm sekúndna fresti, en fyrir sumum eru símarnir eins og fíkniefni. Svona fá gestir tækifæri til þess að leggja símann til hliðar og gæða sér á góðu víni,“ segir Lella. Gestum á veitingastaðnum Al Condominio býðst að koma símum sínum fyrir í læstum kassa við komu á veitingastaðinn. Lyklinum að kassanum afhenda þeir síðan þjóni sem færir þeim vínflösku í boði hússins. Lella segir tilraunina hafa fengið góð viðbrögð og að um níutíu prósent gesta hafi fallist á að læsa símana sína inni í skáp gegn ókeypis víni. Það sé fallegt að sjá fólk njóta félagskaps hvors annars í stað þess að hanga í símanum. Ítalía Veitingastaðir Tækni Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira
Angelo Lella, eigandi veitingastaðarins Al Condominio, segir markmiðið með tilrauninni að hvetja gesti til þess að spjalla saman í stað þess að horfa niður í símann í tíma og ótíma. „Við vildum opna veitingastað sem er svolítið öðruvísi en aðrir staðir,“ sagði Lella í samtali við blaðamann The Guardian, sem fjallaði um málið. „Þannig að við völdum þetta snið. Gestum stendur nú til boða að hafna tækninni meðan þau njóta stundarinnar saman. Sífellt fleiri vandamál stafa af tækninni. Það er engin þörf á að kíkja í símann á fimm sekúndna fresti, en fyrir sumum eru símarnir eins og fíkniefni. Svona fá gestir tækifæri til þess að leggja símann til hliðar og gæða sér á góðu víni,“ segir Lella. Gestum á veitingastaðnum Al Condominio býðst að koma símum sínum fyrir í læstum kassa við komu á veitingastaðinn. Lyklinum að kassanum afhenda þeir síðan þjóni sem færir þeim vínflösku í boði hússins. Lella segir tilraunina hafa fengið góð viðbrögð og að um níutíu prósent gesta hafi fallist á að læsa símana sína inni í skáp gegn ókeypis víni. Það sé fallegt að sjá fólk njóta félagskaps hvors annars í stað þess að hanga í símanum.
Ítalía Veitingastaðir Tækni Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira