„Svona leikir eru leikir andans“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. apríl 2024 21:16 Kjartan Atli var líflegur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Vilhelm Álftnesingar unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni efstu deildar í kvöld þegar liðið lagði Keflavík nokkuð örugglega, 77-56. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness var afskaplega stoltur í leikslok, bæði af sínu liði og körfuboltasamfélaginu á Álftanesi. „Ég er mjög ánægður með strákana og varnarleikinn hjá okkur sérstaklega. „Svona leikir eru leikir andans“, þú þarft að koma með svolítið „spirit“ inn í leikinn, ef við slettum, og við gerðum það í kvöld.“ Það gerist ekki á hverjum degi að Keflavík skori aðeins sex stig í heilum leikhluta eins og liðið gerði í fyrsta leikhluta í kvöld, en Kjartan sagðist þó velta því mikið fyrir sér. „Við svo sem kannski pælum ekki endilega í því. Þetta snýst bara einhvern veginn um að vera í augnablikinu og halda okkur inni í okkar leikskipulagi. Þeir eru frábært sóknarlið og við erum að leggja okkur alla fram í vörn. Það er einhvern veginn það eina sem kemst að hjá okkur.“ Álftnesingar hittu ekki vel fyrir utan í kvöld, en Kjartan hafði ekki áhyggjur af því. „Eftir áramót erum við búnir að skjóta 38,5 prósent sem er það besta í deildinni, ég veit ekki hvað þú vilt meira? 45?“ Blaðamaður benti honum á að nýtingin hefði aðeins verið um 25 prósent í kvöld, en Kjartan var fljótur að gefa skýringar á því. „Já, það er bara þannig. Þetta eru bara svona „grind“ leikir ef við slettum. Þar sem taugarnar eru þandar og þú sérð menn koma fljúgandi að þér. Þetta er einn leikur, við vorum í 36 prósentum síðast. Stundum fer hann ofan í, stundum ekki og körfuboltaguðirnir þurfa bara að ákveða það.“ Það var ekki hægt að ljúka þessu viðtali án þess að ræða öfluga stuðingsmannasveit heimamanna, en í hvert sinn sem Keflvíkingar reyndu að gefa frá sér hljóð yfirgnæfðu Álftnesingar þá algjörlega og létu vel í sér heyra allan leikinn. „Eitt af stóru atriðunum fyrir okkur er að virkja samfélagið og búa til körfuboltasamfélag. Svona leikir eru liður í því. Nú er bara að fá allt þetta fólk með okkur til Keflavíkur og halda áfram að hvetja okkur. Við erum mjög stoltir og þakklátir að þau styðji við bakið á okkur.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með strákana og varnarleikinn hjá okkur sérstaklega. „Svona leikir eru leikir andans“, þú þarft að koma með svolítið „spirit“ inn í leikinn, ef við slettum, og við gerðum það í kvöld.“ Það gerist ekki á hverjum degi að Keflavík skori aðeins sex stig í heilum leikhluta eins og liðið gerði í fyrsta leikhluta í kvöld, en Kjartan sagðist þó velta því mikið fyrir sér. „Við svo sem kannski pælum ekki endilega í því. Þetta snýst bara einhvern veginn um að vera í augnablikinu og halda okkur inni í okkar leikskipulagi. Þeir eru frábært sóknarlið og við erum að leggja okkur alla fram í vörn. Það er einhvern veginn það eina sem kemst að hjá okkur.“ Álftnesingar hittu ekki vel fyrir utan í kvöld, en Kjartan hafði ekki áhyggjur af því. „Eftir áramót erum við búnir að skjóta 38,5 prósent sem er það besta í deildinni, ég veit ekki hvað þú vilt meira? 45?“ Blaðamaður benti honum á að nýtingin hefði aðeins verið um 25 prósent í kvöld, en Kjartan var fljótur að gefa skýringar á því. „Já, það er bara þannig. Þetta eru bara svona „grind“ leikir ef við slettum. Þar sem taugarnar eru þandar og þú sérð menn koma fljúgandi að þér. Þetta er einn leikur, við vorum í 36 prósentum síðast. Stundum fer hann ofan í, stundum ekki og körfuboltaguðirnir þurfa bara að ákveða það.“ Það var ekki hægt að ljúka þessu viðtali án þess að ræða öfluga stuðingsmannasveit heimamanna, en í hvert sinn sem Keflvíkingar reyndu að gefa frá sér hljóð yfirgnæfðu Álftnesingar þá algjörlega og létu vel í sér heyra allan leikinn. „Eitt af stóru atriðunum fyrir okkur er að virkja samfélagið og búa til körfuboltasamfélag. Svona leikir eru liður í því. Nú er bara að fá allt þetta fólk með okkur til Keflavíkur og halda áfram að hvetja okkur. Við erum mjög stoltir og þakklátir að þau styðji við bakið á okkur.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti