Önnur sjónarmið ráði en vilji íbúa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2024 11:56 Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness segir að þegar hafi verið ákveðið nýr staður fyrir bæjarskrifstofur á Skaganum. Ólafur Páll Gunnarsson formaður Miðbæjarsamtakanna Akratorgs bendir á að með því að nota gamla Landsbankahúsið sparist fjármunir og aukið líf færist í bæinn. Vísir/Bjarni Bæjarstjóri Akraness fagnar áhuga Miðbæjarsamtakanna á að auka líf í miðbænum en ráðhúsið verði ekki fært þangað í þeim tilgangi. Þegar sé búið að ákveða að byggja bæjarskrifstofur á öðrum stað og ráðgert að húsnæðið verði tilbúið eftir fimm ár. Miðbæjarsamtökin Akratorg héldu vel sóttan íbúafund á Akranesi í gærkvöldi. Þar voru kynntar hugmyndir um að, Gamla Landsbankahúsið sem er í eigu bæjarins og stendur við miðbæinn, verði nýtt ráðhús á Akranesi og með því færist aukið líf í bæinn. Þá var efnt til undirskriftasöfnunar á Island.is vegna málsins sem lauk í gær og skrifuðu tæplega níu hundruð manns undir áskorunina sem er um 25 prósent þeirra sem kusu í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Frá íbúafundi Miðbæjarsamtakanna Akratorgs á Akranesi í gær.Mynd: Guðni Hannesson Bæjarskrifstofur Akraness hafa undanfarið verið í húsnæði Félags eldri borgara eftir að loftgæðavandi kom upp á fyrri stað. Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness segir að þegar hafi verið ákveðið að byggja nýjar skrifstofur þar sem gömlu semenstverksmiðjurnar eru nú eða að Mánabraut 20. Innan við tvö hundruð metrar eru á milli þeirra og gamla Landsbankahússins. „Við tökum undir með hópnum um mikilvægi þess að auka líf í gamla miðbæjarhluta Akraness. En það sem bæjarstjórn Akranes stefnir að er að kaupa þann hluta sementsverksmiðjunnar sem bærinn á ekki fyrir og endurreisa stóra og mikla skrifstofubyggingu sem að vistar fleira en bara bæjarskrifstofur Akraness. Þá fáum við enn fleiri til að glæða miðbæinn lífi,“ segir Haraldur. Annað hafi áhrif en undirskriftir Haraldur segir að undirskriftir íbúa á Island.is muni ekki hafa áhrif á áform bæjarstjórnarinnar. „Bæjarstjórnin mun fyrst og fremst horfa til lengri tíma. Hvað hefur uppbygging og tilfærsla skrifstofunnar í för með sér? Hvað annað getur bæjarstjórnin staðið fyrir að byggja upp? Hver verða heildarkostnaðinn með rekstrarkostnaðinn til lengri tíma? Það eru þau atriði sem bæjarstjórnin mun horfa til,“ segir Haraldur. Hann segir að þegar sé búið að reikna út hver byggingarkostnaðurinn verður. „Við eigum eftir að sjá hvað byggingin verður stór. Við vitum hvað við þurfum af fermetrum. Það verður kostnaður sem verður ekki mjög langt frá því sem myndi kosta okkur að endurgera gamla Landsbankahúsið,“ segir Haraldur. Hann býst við að nýjar bæjarskrifstofur verði tilbúnar eftir nokkur ár. „við erum að stefna á fimm ára verkefni,“ segir Haraldur að lokum. Akranes Skipulag Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Miðbæjarsamtökin Akratorg héldu vel sóttan íbúafund á Akranesi í gærkvöldi. Þar voru kynntar hugmyndir um að, Gamla Landsbankahúsið sem er í eigu bæjarins og stendur við miðbæinn, verði nýtt ráðhús á Akranesi og með því færist aukið líf í bæinn. Þá var efnt til undirskriftasöfnunar á Island.is vegna málsins sem lauk í gær og skrifuðu tæplega níu hundruð manns undir áskorunina sem er um 25 prósent þeirra sem kusu í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Frá íbúafundi Miðbæjarsamtakanna Akratorgs á Akranesi í gær.Mynd: Guðni Hannesson Bæjarskrifstofur Akraness hafa undanfarið verið í húsnæði Félags eldri borgara eftir að loftgæðavandi kom upp á fyrri stað. Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness segir að þegar hafi verið ákveðið að byggja nýjar skrifstofur þar sem gömlu semenstverksmiðjurnar eru nú eða að Mánabraut 20. Innan við tvö hundruð metrar eru á milli þeirra og gamla Landsbankahússins. „Við tökum undir með hópnum um mikilvægi þess að auka líf í gamla miðbæjarhluta Akraness. En það sem bæjarstjórn Akranes stefnir að er að kaupa þann hluta sementsverksmiðjunnar sem bærinn á ekki fyrir og endurreisa stóra og mikla skrifstofubyggingu sem að vistar fleira en bara bæjarskrifstofur Akraness. Þá fáum við enn fleiri til að glæða miðbæinn lífi,“ segir Haraldur. Annað hafi áhrif en undirskriftir Haraldur segir að undirskriftir íbúa á Island.is muni ekki hafa áhrif á áform bæjarstjórnarinnar. „Bæjarstjórnin mun fyrst og fremst horfa til lengri tíma. Hvað hefur uppbygging og tilfærsla skrifstofunnar í för með sér? Hvað annað getur bæjarstjórnin staðið fyrir að byggja upp? Hver verða heildarkostnaðinn með rekstrarkostnaðinn til lengri tíma? Það eru þau atriði sem bæjarstjórnin mun horfa til,“ segir Haraldur. Hann segir að þegar sé búið að reikna út hver byggingarkostnaðurinn verður. „Við eigum eftir að sjá hvað byggingin verður stór. Við vitum hvað við þurfum af fermetrum. Það verður kostnaður sem verður ekki mjög langt frá því sem myndi kosta okkur að endurgera gamla Landsbankahúsið,“ segir Haraldur. Hann býst við að nýjar bæjarskrifstofur verði tilbúnar eftir nokkur ár. „við erum að stefna á fimm ára verkefni,“ segir Haraldur að lokum.
Akranes Skipulag Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira