Önnur sjónarmið ráði en vilji íbúa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2024 11:56 Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness segir að þegar hafi verið ákveðið nýr staður fyrir bæjarskrifstofur á Skaganum. Ólafur Páll Gunnarsson formaður Miðbæjarsamtakanna Akratorgs bendir á að með því að nota gamla Landsbankahúsið sparist fjármunir og aukið líf færist í bæinn. Vísir/Bjarni Bæjarstjóri Akraness fagnar áhuga Miðbæjarsamtakanna á að auka líf í miðbænum en ráðhúsið verði ekki fært þangað í þeim tilgangi. Þegar sé búið að ákveða að byggja bæjarskrifstofur á öðrum stað og ráðgert að húsnæðið verði tilbúið eftir fimm ár. Miðbæjarsamtökin Akratorg héldu vel sóttan íbúafund á Akranesi í gærkvöldi. Þar voru kynntar hugmyndir um að, Gamla Landsbankahúsið sem er í eigu bæjarins og stendur við miðbæinn, verði nýtt ráðhús á Akranesi og með því færist aukið líf í bæinn. Þá var efnt til undirskriftasöfnunar á Island.is vegna málsins sem lauk í gær og skrifuðu tæplega níu hundruð manns undir áskorunina sem er um 25 prósent þeirra sem kusu í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Frá íbúafundi Miðbæjarsamtakanna Akratorgs á Akranesi í gær.Mynd: Guðni Hannesson Bæjarskrifstofur Akraness hafa undanfarið verið í húsnæði Félags eldri borgara eftir að loftgæðavandi kom upp á fyrri stað. Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness segir að þegar hafi verið ákveðið að byggja nýjar skrifstofur þar sem gömlu semenstverksmiðjurnar eru nú eða að Mánabraut 20. Innan við tvö hundruð metrar eru á milli þeirra og gamla Landsbankahússins. „Við tökum undir með hópnum um mikilvægi þess að auka líf í gamla miðbæjarhluta Akraness. En það sem bæjarstjórn Akranes stefnir að er að kaupa þann hluta sementsverksmiðjunnar sem bærinn á ekki fyrir og endurreisa stóra og mikla skrifstofubyggingu sem að vistar fleira en bara bæjarskrifstofur Akraness. Þá fáum við enn fleiri til að glæða miðbæinn lífi,“ segir Haraldur. Annað hafi áhrif en undirskriftir Haraldur segir að undirskriftir íbúa á Island.is muni ekki hafa áhrif á áform bæjarstjórnarinnar. „Bæjarstjórnin mun fyrst og fremst horfa til lengri tíma. Hvað hefur uppbygging og tilfærsla skrifstofunnar í för með sér? Hvað annað getur bæjarstjórnin staðið fyrir að byggja upp? Hver verða heildarkostnaðinn með rekstrarkostnaðinn til lengri tíma? Það eru þau atriði sem bæjarstjórnin mun horfa til,“ segir Haraldur. Hann segir að þegar sé búið að reikna út hver byggingarkostnaðurinn verður. „Við eigum eftir að sjá hvað byggingin verður stór. Við vitum hvað við þurfum af fermetrum. Það verður kostnaður sem verður ekki mjög langt frá því sem myndi kosta okkur að endurgera gamla Landsbankahúsið,“ segir Haraldur. Hann býst við að nýjar bæjarskrifstofur verði tilbúnar eftir nokkur ár. „við erum að stefna á fimm ára verkefni,“ segir Haraldur að lokum. Akranes Skipulag Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Miðbæjarsamtökin Akratorg héldu vel sóttan íbúafund á Akranesi í gærkvöldi. Þar voru kynntar hugmyndir um að, Gamla Landsbankahúsið sem er í eigu bæjarins og stendur við miðbæinn, verði nýtt ráðhús á Akranesi og með því færist aukið líf í bæinn. Þá var efnt til undirskriftasöfnunar á Island.is vegna málsins sem lauk í gær og skrifuðu tæplega níu hundruð manns undir áskorunina sem er um 25 prósent þeirra sem kusu í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Frá íbúafundi Miðbæjarsamtakanna Akratorgs á Akranesi í gær.Mynd: Guðni Hannesson Bæjarskrifstofur Akraness hafa undanfarið verið í húsnæði Félags eldri borgara eftir að loftgæðavandi kom upp á fyrri stað. Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness segir að þegar hafi verið ákveðið að byggja nýjar skrifstofur þar sem gömlu semenstverksmiðjurnar eru nú eða að Mánabraut 20. Innan við tvö hundruð metrar eru á milli þeirra og gamla Landsbankahússins. „Við tökum undir með hópnum um mikilvægi þess að auka líf í gamla miðbæjarhluta Akraness. En það sem bæjarstjórn Akranes stefnir að er að kaupa þann hluta sementsverksmiðjunnar sem bærinn á ekki fyrir og endurreisa stóra og mikla skrifstofubyggingu sem að vistar fleira en bara bæjarskrifstofur Akraness. Þá fáum við enn fleiri til að glæða miðbæinn lífi,“ segir Haraldur. Annað hafi áhrif en undirskriftir Haraldur segir að undirskriftir íbúa á Island.is muni ekki hafa áhrif á áform bæjarstjórnarinnar. „Bæjarstjórnin mun fyrst og fremst horfa til lengri tíma. Hvað hefur uppbygging og tilfærsla skrifstofunnar í för með sér? Hvað annað getur bæjarstjórnin staðið fyrir að byggja upp? Hver verða heildarkostnaðinn með rekstrarkostnaðinn til lengri tíma? Það eru þau atriði sem bæjarstjórnin mun horfa til,“ segir Haraldur. Hann segir að þegar sé búið að reikna út hver byggingarkostnaðurinn verður. „Við eigum eftir að sjá hvað byggingin verður stór. Við vitum hvað við þurfum af fermetrum. Það verður kostnaður sem verður ekki mjög langt frá því sem myndi kosta okkur að endurgera gamla Landsbankahúsið,“ segir Haraldur. Hann býst við að nýjar bæjarskrifstofur verði tilbúnar eftir nokkur ár. „við erum að stefna á fimm ára verkefni,“ segir Haraldur að lokum.
Akranes Skipulag Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda