„Taktlaust og ósmekklegt“ Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 16. apríl 2024 11:40 Inga Sæland er fyrsti flutningsmaður vantrauststillögunnar. Hún vill þingkosningar í september. Vísir/Arnar „Okkur þykir það einstaklega slæm skilaboð að það að axla ábyrgð sé að komast upp með það að fara ekki eftir neinum reglum sem um störf þessara aðila gilda eins og þau hafa sýnt og sannað. Við teljum það ekki vera að axla ábyrgð á ganga á milli ráðuneyta í stað þess að stíga til hliðar og viðurkenna að það að maður hafi gerst brotlegur í starfi.“ Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um þá vantrauststillögu þingmanna flokks hennar og Pírata sem lögð hefur verið fram á þingi. Í tillögunni er vantraust lýst yfir á ríkisstjórnina í heild sinni, að hér verði þingrof og boðað verði til þingkosninga í september. Hún segir það afskaplega taktlaust og ósmekklegt að ráðherrann [Bjarni Benediktsson] sem hafi flæmst úr fjármálaráðuneytinu og gert sig að utanríkisráðherra sé nú orðinn forsætisráðherra. „Okkur þykir líka taktlaust að matvælaráðherrann [Svandís Svavarsdóttir] sem var líka brotlegur við stjórnsýslulögin og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins skuli vera búin að færast upp um stiga líka og sé orðinn innviðaráðherra,“ segir Inga. Vonast til að verði tekin fyrir á morgun Inga segir að flutningsmenn tillögunnar hafi talað við alla þingmenn stjórnarandstöðunnar varðandi það að vera meðflutningsmenn. „Við töluðum við alla. Þau ákváðu að vera ekki á vantrausttillögunni sjálfri. Mér skilst að flestir – ég held bara allir – muni greiða atkvæði með vantraustinu vegna þess að við höfum öll gefið það út, stjórnarandstaðan eins og hún leggur sig, að við treystum ekki þessari ríkisstjórn.“ Inga segist vonast til að tillagan verði tekin fyrir á morgun, enda eigi að taka svona tillögur fyrir eins fljótt og kostur sé. Vonandi verði hægt að taka málið fyrir áður en umræður hefjast um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hverjar telur þú líkurnar á að þetta verði samþykkt? „Ég tel þær afskaplega litlar. Þeir eru með 38 þingmenn og þeir eru ekki að fara að lýsa vantrausti á sjálfa sig. Ég gat ekki betur séð en að þau hafi verið að faðmast voðalega mikið eftir þetta áfall að Katrín ákvað að yfirgefa skútuna, fyrst allra. Þau eru svo sem ekkert að líta á hvert annað einhverjum hlýleikaaugum en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að þau reyna að halda út eins og kostur sé þar til einhver önnur bomba springur hjá þeim.“ Inga segir tillagan nú sé fyrst og fremst táknræn aðgerð. „Á bak við þessa aðgerð eru líka á milli 40 og 50 þúsund kjósendur og einstaklingar sem hafa skrifað undir undirskriftarlista og mótmælt því að Bjarni Benediktsson skuli vera orðinn yfir öllum valdrastrúktúr framkvæmdavaldsins í landinu.“ Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um þá vantrauststillögu þingmanna flokks hennar og Pírata sem lögð hefur verið fram á þingi. Í tillögunni er vantraust lýst yfir á ríkisstjórnina í heild sinni, að hér verði þingrof og boðað verði til þingkosninga í september. Hún segir það afskaplega taktlaust og ósmekklegt að ráðherrann [Bjarni Benediktsson] sem hafi flæmst úr fjármálaráðuneytinu og gert sig að utanríkisráðherra sé nú orðinn forsætisráðherra. „Okkur þykir líka taktlaust að matvælaráðherrann [Svandís Svavarsdóttir] sem var líka brotlegur við stjórnsýslulögin og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins skuli vera búin að færast upp um stiga líka og sé orðinn innviðaráðherra,“ segir Inga. Vonast til að verði tekin fyrir á morgun Inga segir að flutningsmenn tillögunnar hafi talað við alla þingmenn stjórnarandstöðunnar varðandi það að vera meðflutningsmenn. „Við töluðum við alla. Þau ákváðu að vera ekki á vantrausttillögunni sjálfri. Mér skilst að flestir – ég held bara allir – muni greiða atkvæði með vantraustinu vegna þess að við höfum öll gefið það út, stjórnarandstaðan eins og hún leggur sig, að við treystum ekki þessari ríkisstjórn.“ Inga segist vonast til að tillagan verði tekin fyrir á morgun, enda eigi að taka svona tillögur fyrir eins fljótt og kostur sé. Vonandi verði hægt að taka málið fyrir áður en umræður hefjast um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hverjar telur þú líkurnar á að þetta verði samþykkt? „Ég tel þær afskaplega litlar. Þeir eru með 38 þingmenn og þeir eru ekki að fara að lýsa vantrausti á sjálfa sig. Ég gat ekki betur séð en að þau hafi verið að faðmast voðalega mikið eftir þetta áfall að Katrín ákvað að yfirgefa skútuna, fyrst allra. Þau eru svo sem ekkert að líta á hvert annað einhverjum hlýleikaaugum en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að þau reyna að halda út eins og kostur sé þar til einhver önnur bomba springur hjá þeim.“ Inga segir tillagan nú sé fyrst og fremst táknræn aðgerð. „Á bak við þessa aðgerð eru líka á milli 40 og 50 þúsund kjósendur og einstaklingar sem hafa skrifað undir undirskriftarlista og mótmælt því að Bjarni Benediktsson skuli vera orðinn yfir öllum valdrastrúktúr framkvæmdavaldsins í landinu.“
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira