„Náðum að valta yfir þær í seinni hálfleik“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. apríl 2024 21:22 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Það var sigurreifur og kampakátur Þorleifur Ólafsson sem mætti í viðtal eftir sigur hans kvenna í Grindavík á Þór í Smáranum í kvöld, 93-75. Sópurinn á loft og Grindavík komið nokkuð örugglega í 4-liða úrslit Subway-deildar kvenna. „Ég talaði um í hálfleik að við þyrftum að læsa þessu almennilega. Við vorum með lítil móment sem komu, það var rosalega gaman og allir að fagna en við náðum ekki alveg að drepa þetta. Það er kannski vegna þess að Þór er hörkulið og gefst ekki upp. En svo í seinni hálfleik, eins og þessir leikir hafa kannski þróast, þá erum við sterkari á svellinu í þriðja og fjórða leikhluta. Við bara héldum áfram og „náðum að valta yfir þær í seinni hálfleik.“ Það voru nokkir athyglisverðir dómar sem féllu í kvöld og Lalli var ekki alltaf parsáttur með ákvarðarnir dómaranna í kvöld, en Grindavík fékk dæmdar á sig 20 villur gegn 13 og Danielle Rodriguez fór út af með fimm villur í þriðja leikhluta. Lalli var engu að síður mjög diplómatískur í svörum um dómgæsluna, enda kannski engin ástæða til að væla yfir dómgæslu þegar maður vinnur leikinn, jafnvel þó svo að aðrir Lallar velji að gera það. „Þeir eru að gera sitt besta. Ég trúi því og ég veit það. Það er rétt hjá þér, ég var ekkert sammála mjög mörgu þarna. En við unnum. Þeir stóðu sig vel og við stóðum okkur vel og ég er bara sáttur.“ Þórsarar voru með áðurnefnda Dani í strangri gæslu og hún skoraði ekki jafn mikið og í síðustu leikjum en gaf engu að síður ellefu stoðsendingar. Aðrir leikmenn Grindavíkur stigu sömuleiðis upp og röðuðu niður stigum í staðinn. „Dani er líka bara klók að því leytinu til að hún sá hvað var í gangi. Þær voru ekki að skipta og Eva var alveg á henni. Þegar Dani var að skrína þá hélt hún skríninu og þá urðu þær galopnar. Þegar hún var að keyra inn í teiginn voru þær að þjappa teiginn og þá var hún að gefa hann út. Yfir heildina vorum við að láta boltann ganga rosalega vel og margar sem skoruðu. Frábært að sjá að við vorum gott lið sóknarlega og ég hef verið að kalla svolítið eftir því að við séum að deila boltanum svolítið.“ Lalli var ekki tilbúinn að spá neitt í næstu umferð enda ekki komið á hreint hverjir andstæðingar Grindavíkur verða. „Það er of snemmt því þetta er ekki svona „bracket“ eins og við þekkjum í Bandaríkjunum.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Sjá meira
„Ég talaði um í hálfleik að við þyrftum að læsa þessu almennilega. Við vorum með lítil móment sem komu, það var rosalega gaman og allir að fagna en við náðum ekki alveg að drepa þetta. Það er kannski vegna þess að Þór er hörkulið og gefst ekki upp. En svo í seinni hálfleik, eins og þessir leikir hafa kannski þróast, þá erum við sterkari á svellinu í þriðja og fjórða leikhluta. Við bara héldum áfram og „náðum að valta yfir þær í seinni hálfleik.“ Það voru nokkir athyglisverðir dómar sem féllu í kvöld og Lalli var ekki alltaf parsáttur með ákvarðarnir dómaranna í kvöld, en Grindavík fékk dæmdar á sig 20 villur gegn 13 og Danielle Rodriguez fór út af með fimm villur í þriðja leikhluta. Lalli var engu að síður mjög diplómatískur í svörum um dómgæsluna, enda kannski engin ástæða til að væla yfir dómgæslu þegar maður vinnur leikinn, jafnvel þó svo að aðrir Lallar velji að gera það. „Þeir eru að gera sitt besta. Ég trúi því og ég veit það. Það er rétt hjá þér, ég var ekkert sammála mjög mörgu þarna. En við unnum. Þeir stóðu sig vel og við stóðum okkur vel og ég er bara sáttur.“ Þórsarar voru með áðurnefnda Dani í strangri gæslu og hún skoraði ekki jafn mikið og í síðustu leikjum en gaf engu að síður ellefu stoðsendingar. Aðrir leikmenn Grindavíkur stigu sömuleiðis upp og röðuðu niður stigum í staðinn. „Dani er líka bara klók að því leytinu til að hún sá hvað var í gangi. Þær voru ekki að skipta og Eva var alveg á henni. Þegar Dani var að skrína þá hélt hún skríninu og þá urðu þær galopnar. Þegar hún var að keyra inn í teiginn voru þær að þjappa teiginn og þá var hún að gefa hann út. Yfir heildina vorum við að láta boltann ganga rosalega vel og margar sem skoruðu. Frábært að sjá að við vorum gott lið sóknarlega og ég hef verið að kalla svolítið eftir því að við séum að deila boltanum svolítið.“ Lalli var ekki tilbúinn að spá neitt í næstu umferð enda ekki komið á hreint hverjir andstæðingar Grindavíkur verða. „Það er of snemmt því þetta er ekki svona „bracket“ eins og við þekkjum í Bandaríkjunum.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti