„Ég held að þetta komi bara með reynslunni“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. apríl 2024 21:41 Daníel Andri á hliðarlínunni í Höllinni fyrr í vetur Vísir/Pawel Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, er kominn í snemmbúið sumarfrí eftir tap gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Þórsarar voru nýliðar í deildinni en létu finna vel fyrir sér. Tapið í þessari seríu sat í Daníel sem sagðist vera barnalega tapsár en hann er sáttur við tímabilið í heild. „Ég er alveg barnalega tapsár, sama hvern ég er að spila við. En ég var inni í klefa að minna stelpurnar á það sem við höfðum náð á þessu tímabili. Við vorum nú bara í baráttu um efri hlutann þegar eitt atvinnumannagildið okkar fór bara rétt fyrir gluggalok.“ „Við vissum að þetta yrði erfiðara seinni hlutann af tímabilinu en komum okkur samt í bikarúrslit. Þetta lið var bara endurvakið fyrir þremur árum og við erum bara að taka þetta í litlum skrefum og eru kannski bara á öðrum stað í okkar vegferð heldur en Grindavík og þessi topplið akkúrat núna.“ Það er vissulega ágætis árangur hjá nýliðum að ná í bikarúrslitaleik og komast í úrslitakeppni og Daníel sagðist líta á þetta tímabil sem stórt innlegg í reynslubankann fræga. „Það voru alltaf háleit markmið um að efri hlutann og við vorum á góðu róli að komast þangað. Á fyrsta tímabili vill maður bara spila við þessar bestu, fá reynsluna og byggja ofan á það, safna sjálfstrausti og sérstaklega fyrir næsta tímabil. Að Þór geti gert betri hluti á næsta ári og með hverju árinu.“ Næst barst umræðan að leik kvöldsins og seríunni í heild, sem má kannski draga saman með þeim orðum að Grindavík hafi einfaldlega verið númeri og stórar fyrir nýliðana. „Þær eru klárlega dýpri en við á bekknum en kannski ekki endilega dýpri heldur með fleiri leikmenn sem eru til í að skora og láta finna fyrir sér. Ég held að þetta komi bara með reynslunni“. Allar þessar stelpur sem eru í róteringu hjá Grindavík hafa spilað, sumar bara lengi, í efstu deild en hjá okkur eru bara einhverjar ein tvær með einhverja reynslu af ruslamínútum. Við erum bara að safna reynslu og vonandi verðum við á svipuðum stað og þær á næsta tímabili.“ Daníel gerði tveggja ára samning við Þór sumarið 2022 og segist hafa hug á því að halda áfram með liðið og halda áfram að byggja á því starfi sem hann hefur lagt inn síðustu tímabil. „Við erum allavega í viðræðum með það. Ég bara vona það, það er langbest að vera á Akureyri. Besta veðrið og fallegasta útsýnið. Vonandi náum við að ganga frá einhverju þar. Ég held að við höldum í megnið af hópnum okkar og komum bara sterkar til baka.“ Körfubolti Þór Akureyri Subway-deild kvenna Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Þórsarar voru nýliðar í deildinni en létu finna vel fyrir sér. Tapið í þessari seríu sat í Daníel sem sagðist vera barnalega tapsár en hann er sáttur við tímabilið í heild. „Ég er alveg barnalega tapsár, sama hvern ég er að spila við. En ég var inni í klefa að minna stelpurnar á það sem við höfðum náð á þessu tímabili. Við vorum nú bara í baráttu um efri hlutann þegar eitt atvinnumannagildið okkar fór bara rétt fyrir gluggalok.“ „Við vissum að þetta yrði erfiðara seinni hlutann af tímabilinu en komum okkur samt í bikarúrslit. Þetta lið var bara endurvakið fyrir þremur árum og við erum bara að taka þetta í litlum skrefum og eru kannski bara á öðrum stað í okkar vegferð heldur en Grindavík og þessi topplið akkúrat núna.“ Það er vissulega ágætis árangur hjá nýliðum að ná í bikarúrslitaleik og komast í úrslitakeppni og Daníel sagðist líta á þetta tímabil sem stórt innlegg í reynslubankann fræga. „Það voru alltaf háleit markmið um að efri hlutann og við vorum á góðu róli að komast þangað. Á fyrsta tímabili vill maður bara spila við þessar bestu, fá reynsluna og byggja ofan á það, safna sjálfstrausti og sérstaklega fyrir næsta tímabil. Að Þór geti gert betri hluti á næsta ári og með hverju árinu.“ Næst barst umræðan að leik kvöldsins og seríunni í heild, sem má kannski draga saman með þeim orðum að Grindavík hafi einfaldlega verið númeri og stórar fyrir nýliðana. „Þær eru klárlega dýpri en við á bekknum en kannski ekki endilega dýpri heldur með fleiri leikmenn sem eru til í að skora og láta finna fyrir sér. Ég held að þetta komi bara með reynslunni“. Allar þessar stelpur sem eru í róteringu hjá Grindavík hafa spilað, sumar bara lengi, í efstu deild en hjá okkur eru bara einhverjar ein tvær með einhverja reynslu af ruslamínútum. Við erum bara að safna reynslu og vonandi verðum við á svipuðum stað og þær á næsta tímabili.“ Daníel gerði tveggja ára samning við Þór sumarið 2022 og segist hafa hug á því að halda áfram með liðið og halda áfram að byggja á því starfi sem hann hefur lagt inn síðustu tímabil. „Við erum allavega í viðræðum með það. Ég bara vona það, það er langbest að vera á Akureyri. Besta veðrið og fallegasta útsýnið. Vonandi náum við að ganga frá einhverju þar. Ég held að við höldum í megnið af hópnum okkar og komum bara sterkar til baka.“
Körfubolti Þór Akureyri Subway-deild kvenna Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum