„Náðum að keyra upp hraðann á réttum mómentum“ Stefán Marteinn skrifar 16. apríl 2024 21:55 Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir. Vísir/Diego Njarðvík kjöldróg Valsliðið í Ljónagryfjunni í kvöld 92-59 þegar liðin mættust í þriðja leik í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta. „Virkilega ánægður með svarið frá mínu liði og svarið í að framkvæma þá hluti sem að við erum búnar að eyða síðustu þremur dögum í að fara yfir og greina aðeins. Þannig ég er bara virkilega ánægður með heildar frammistöðuna.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Eftir óvænt tap í leik tvö á Hlíðarenda var mikilvægt að svara fyrir frammistöðuna í leik kvöldsins. „Það skiptir öllu máli. Góð lið gera þetta, láta ekki slá sig útaf laginu. Auðvitað bráðnauðsynlegt að mæta hérna og verja heimavöllinn og nú erum við aftur komnar í bílstjórasætið og getum klárað einvígið í N1 höllinni á föstudaginn. Það var því lífsnauðsynlegt fyrir okkur að klára þetta hérna í kvöld.“ „Við náðum að keyra upp hraðan á réttum mómentum og hlaupa í bakið á þeim og við vorum með 16 stoðsendingar útaf því að við erum með mjög gott körfuboltalið og það mun alltaf vera lykillinn af því þegar við spilum okkar bestu leiki að fá alla með í það sem að við erum að gera. Okkar markmið er að búa til há prósentu skot og mér finnst við ennþá geta gert betur því Vals vörnin tekur ýmislegt í burtu frá okkur en skilur eftir mörg svæði opin og við þurfum að vera með meiri stöðugleika í 40 mínútur að finna þessi svæði.“ Sagði Rúnar Ingi aðspurður um hvað það væri sem hafi tryggt sigurinn í kvöld. Rúnar Ingi var ekki sáttur með sitt lið eftir leik tvö og vonast til þess að hans lið verði betur undirbúnar andlega fyrir leikinn í N1 höllinni næst. „Ég kastaði reyndar boltanum hérna í vegg hérna fyrir tveimur dögum síðan aðeins til að vekja þær. Kannski ég geri það aftur bara svona upp á gamanið, ég er hjátrúarfullur. Heilt yfir býst ég bara við því að við fáum núna tvo daga á milli að við höldum áfram einbeittar. Við vitum að þær munu koma og berja á okkur, þær munu koma með mikla stemningu og selja sig til síðasta blóðdropa.Við þurfum að svara því og vera miklu tilbúnari andlega fyrir það heldur en við vorum í leik tvö.“ Rúnar Ingi kallar eftir stuðning frá Njarðvíkingum. „Það skiptir öllu máli. Þetta á líka að vera skemmtilegasti tími ársins og yfirleitt í Íslensku íþróttalífi þá er munur. Mér finnst ekkert rosalega mikill munur. Njarðvíkingar þurfa bara að rífa sig í gang og við erum með íþróttafélag sem er að setja ótrúlegan metnað í bæði kvenna og karla starfsemina sem mér finnst frábært að vera þátttakandi af. Mér finnst áhorfendurnir hér í kvöld, við getum gert svo miklu betur en credit á alla sem mættu hérna í kvöld og fengu sé börger og komu en við þurfum að gera miklu betur því mér finnst stelpurnar mínar eiga miklu betra skilið. “ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
„Virkilega ánægður með svarið frá mínu liði og svarið í að framkvæma þá hluti sem að við erum búnar að eyða síðustu þremur dögum í að fara yfir og greina aðeins. Þannig ég er bara virkilega ánægður með heildar frammistöðuna.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Eftir óvænt tap í leik tvö á Hlíðarenda var mikilvægt að svara fyrir frammistöðuna í leik kvöldsins. „Það skiptir öllu máli. Góð lið gera þetta, láta ekki slá sig útaf laginu. Auðvitað bráðnauðsynlegt að mæta hérna og verja heimavöllinn og nú erum við aftur komnar í bílstjórasætið og getum klárað einvígið í N1 höllinni á föstudaginn. Það var því lífsnauðsynlegt fyrir okkur að klára þetta hérna í kvöld.“ „Við náðum að keyra upp hraðan á réttum mómentum og hlaupa í bakið á þeim og við vorum með 16 stoðsendingar útaf því að við erum með mjög gott körfuboltalið og það mun alltaf vera lykillinn af því þegar við spilum okkar bestu leiki að fá alla með í það sem að við erum að gera. Okkar markmið er að búa til há prósentu skot og mér finnst við ennþá geta gert betur því Vals vörnin tekur ýmislegt í burtu frá okkur en skilur eftir mörg svæði opin og við þurfum að vera með meiri stöðugleika í 40 mínútur að finna þessi svæði.“ Sagði Rúnar Ingi aðspurður um hvað það væri sem hafi tryggt sigurinn í kvöld. Rúnar Ingi var ekki sáttur með sitt lið eftir leik tvö og vonast til þess að hans lið verði betur undirbúnar andlega fyrir leikinn í N1 höllinni næst. „Ég kastaði reyndar boltanum hérna í vegg hérna fyrir tveimur dögum síðan aðeins til að vekja þær. Kannski ég geri það aftur bara svona upp á gamanið, ég er hjátrúarfullur. Heilt yfir býst ég bara við því að við fáum núna tvo daga á milli að við höldum áfram einbeittar. Við vitum að þær munu koma og berja á okkur, þær munu koma með mikla stemningu og selja sig til síðasta blóðdropa.Við þurfum að svara því og vera miklu tilbúnari andlega fyrir það heldur en við vorum í leik tvö.“ Rúnar Ingi kallar eftir stuðning frá Njarðvíkingum. „Það skiptir öllu máli. Þetta á líka að vera skemmtilegasti tími ársins og yfirleitt í Íslensku íþróttalífi þá er munur. Mér finnst ekkert rosalega mikill munur. Njarðvíkingar þurfa bara að rífa sig í gang og við erum með íþróttafélag sem er að setja ótrúlegan metnað í bæði kvenna og karla starfsemina sem mér finnst frábært að vera þátttakandi af. Mér finnst áhorfendurnir hér í kvöld, við getum gert svo miklu betur en credit á alla sem mættu hérna í kvöld og fengu sé börger og komu en við þurfum að gera miklu betur því mér finnst stelpurnar mínar eiga miklu betra skilið. “
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum