Tekist á í Stúdentaráði: „Furðulegasti fundur sem ég hef mætt á“ Lovísa Arnardóttir skrifar 17. apríl 2024 14:24 Á myndinni eru frá vinstri: Júlíus Viggó Ólafsson, oddviti Vöku, Arent Orri J. Claessen forseti Stúdentaráðs og Sigurbjörg Guðmundsdóttir varaforseti Stúdentaráðs. Júlíus og Arent eru einnig báðir í stjórn Heimdallar - félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Aðsend Oddviti Vöku á félagsvísindasviði, Júlíus Viggó Ólafsson, vísar gagnrýni Röskvu á ólýðræðisleg vinnubrögð meirihlutans í Stúdentaráði, SHÍ, á bug. Röskvuliðar gengu af kjörfundi SHÍ í gær eftir að Vaka tilkynnti að þau myndu taka forsæti í öllum fastanefndum félagsins. Vaka fer með meirihluta í Stúdentaráði í fyrsta sinn í sjö ár. „Röskva telur þessi vinnubrögð bæði ólýðræðisleg og ósanngjörn enda brjóta þau ekki einungis gegn lýðræðisvenju innan SHÍ heldur einnig verklagsreglum ráðsins sem samþykktar voru einróma af fulltrúum beggja hreyfinga á stúdentaráðsfundi í desember 2023,“ segir í yfirlýsingu frá Röskvu sem send var á fréttastofu í kjölfar fundarins í gærkvöldi. Auk þess brjóti Vaka „gegn lýðræðisvenjum“ SHÍ þar sem forsætum hefur áður verið úthlutað í hlutfalli við niðurstöðu kosninga. Þannig hafi meirihluti ekki alltaf haft forsæti í öllum nefndum heldur úthlutað minnihluta forsæti í einhverjum nefndum. Ekki sanngjarnt „Röskva telur þessa framgöngu Vöku vera misbeitingu á valdi og vanvirðingu gagnvart störfum Stúdentaráðs. Hún gengur þvert gegn hagsmunum stúdenta og þeim sanngjörnu og lýðræðislegu vinnubrögðum sem Röskva hefur haft að leiðarljósi í forystu Stúdentaráðs,“ segir í yfirlýsingu Röskvu þar sem þess er krafist að fulltrúar Vöku endurskoði þessi ákvörðun. „Okkur þykir leitt að hefja starfsárið á svona ágreining en þykir verra ef þessi vinnubrögð endurspegla vinnu meirihlutans á komandi starfsári SHÍ. Við í Röskvu vonum að Vaka finni sóma sinn í að halda áfram því góða samstarfi milli fylkinga sem hefur verið við lýði á tímum Röskvu í meirihluta undanfarin ár og víki frá.“ Júlíus Viggó Ólafsson, oddviti Vöku, vísar þessari gagnrýni Röskvu á bug. Vaka vann meirihluta í kosningum til stúdentaráðs fyrr í þessum mánuði og hafði ekki unnið meirihluta í sjö ár. „Hér fær umboð nýr meirihluti í fulltrúalýðræði og þetta eru fullkomlega eðlilegar breytingar. Það eru til helminga í öllum nefndum fulltrúar frá Vöku og Röskvu. Það er ekki verið að henda neinum út,“ segir Júlíus og að samkvæmt lögum megi skipa í nefndir eins og stúdentaráð kjósi að gera það. „En vegna þess að við erum að taka við eftir svo langan tíma viljum vil bera ábyrgð á öllu því góða og öllu því slæma sem gerist í stúdentaráði og viljum því fara með formennsku í öllum nefndum.“ Leikþáttur Röskvu óþarfi „Hvað varðar þetta heiðursmannasamkomulag þá kannast ég ekki við það,“ segir hann og að sem dæmi hafi Vaka hlotið meirihluta atkvæða á Menntavísindasviði í fyrra en ekki fengið forsæti í sviðsráði Menntavísindasviðs. Vaka hafi verið farið með formennsku í einhverjum nefndum en ekki á þeim sviðum þar sem þau hlutu meirihlutakosningu. „Ég gef lítið fyrir svona vinnubrögð. Röskva lagði miklu meiri áherslu á það á fundinum í gær að bóka og standa upp og ganga út af fundinum í von um að það myndi gera hann ólöglegan. Sem það gerði ekki. Við fylgjum lögum í því sem við gerum, en þau eru uppteknari af þessu en að mæta í vinnuna. Til að gera það sem þau fengu umboð til að gera, sem við erum að reyna að gera. Sem er að sinna hagsmunabaráttu stúdenta og ekki vera í setuverkföllum og leikþáttum eins og við urðum vitni að gær.“ Þarf að festa verklag í lög Um yfirlýsingar Röskvu um gott samstarf segir hann það ekki hafa verið eins gott á síðasta ári og Röskva vill meina í sinni yfirlýsingu. „Staðreyndin er sú að nú erum við að taka við meirihluta og við viljum bera ábyrgð á öllu sem gerist í Stúdentaráði. Við hefðum samkvæmt lögum getað tekið allar stöður í nefndum en gerðum það ekki. Við skoðuðum að taka aukinn meirihluta í þeim nefndum sem skipta okkur miklu máli eins og umhverfis- og samgöngunefnd, en ákváðum svo að gera það ekki eftir ígrundun. Eftir að fulltrúar Röskvu gengu af fundinum í gær kusum við samt sem áður fulltrúa þeirra í helming sæta í nefndunum.“ Hvað varðar verklagsreglurnar segir Júlíus Viggó það augljóst að það standist ekki skoðun að verklagsreglur sem síðasti meirihluti setti sér gildi fyrir það sem nú starfar. „Svona reglur eru eitthvað sem þarf að festa í lög með auknum meirihluta,“ segir hann og að það sé fullt tilefni til að taka þetta verklag til skoðunar og jafnvel að festa og skýra það betur í lögum. „Mér finnst fyrst og fremst skipta máli að það sé farið eftir lögum. Þannig það er eitthvað sem mér þætti mikilvægt að skoða. Þannig þetta sé skýrt í lögum en ekki í einhverjum verklagsreglum, þar sem þetta á ekki heima. En til þess að það sé hægt að gera það þá þurfa Röskvuliðar að mæta til vinnu.“ Júlíus Viggó segir Vökuliða tilbúna til samstarfs við Röskvu og vonar að það samstarfið geti gengið vel í vetur. „Ég veit ekki hvernig það verður. Ég hef mætt á Stúdentaráðsfundi í rúmlega ár og þetta er einhver furðulegasti fundur sem ég hef mætt á. Ég var algjörlega óundirbúinn undir það hvaða tilþrif fólk var tilbúið að fara í. Viljinn er allur okkar megin í að halda áfram að vinna að hagsmunum stúdenta.“ Hagsmunir stúdenta Háskólar Tengdar fréttir Júlíus Viggó endurkjörinn formaður Heimdallar Júlíus Viggó Ólafsson var í kvöld endurkjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á aðalfundi félagsins í Valhöll. Hvorki bárust mótframboð í embætti formanns eða stjórnar og töldust því allir frambjóðendur sjálfkjörnir. 10. apríl 2024 22:27 Röskva kynnir framboðslistana Röskva - samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, kynnti framboðslista sína vegna kosninga til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands í kvöld. Kosningar fara fram síðar í mánuðinum. 6. mars 2024 22:44 Vaka kynnir framboðslistann Framboðslistar Vöku hagsmunafélags stúdenta við Háskóla Íslands vegna kosninga til Stúdentaráðs voru kynntir í kvöld á kosningamiðstöð Vöku að Hverfisgötu 94. Kosningarnar fara fram 20.- 21. mars næstkomandi. 9. mars 2024 23:45 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Röskva telur þessi vinnubrögð bæði ólýðræðisleg og ósanngjörn enda brjóta þau ekki einungis gegn lýðræðisvenju innan SHÍ heldur einnig verklagsreglum ráðsins sem samþykktar voru einróma af fulltrúum beggja hreyfinga á stúdentaráðsfundi í desember 2023,“ segir í yfirlýsingu frá Röskvu sem send var á fréttastofu í kjölfar fundarins í gærkvöldi. Auk þess brjóti Vaka „gegn lýðræðisvenjum“ SHÍ þar sem forsætum hefur áður verið úthlutað í hlutfalli við niðurstöðu kosninga. Þannig hafi meirihluti ekki alltaf haft forsæti í öllum nefndum heldur úthlutað minnihluta forsæti í einhverjum nefndum. Ekki sanngjarnt „Röskva telur þessa framgöngu Vöku vera misbeitingu á valdi og vanvirðingu gagnvart störfum Stúdentaráðs. Hún gengur þvert gegn hagsmunum stúdenta og þeim sanngjörnu og lýðræðislegu vinnubrögðum sem Röskva hefur haft að leiðarljósi í forystu Stúdentaráðs,“ segir í yfirlýsingu Röskvu þar sem þess er krafist að fulltrúar Vöku endurskoði þessi ákvörðun. „Okkur þykir leitt að hefja starfsárið á svona ágreining en þykir verra ef þessi vinnubrögð endurspegla vinnu meirihlutans á komandi starfsári SHÍ. Við í Röskvu vonum að Vaka finni sóma sinn í að halda áfram því góða samstarfi milli fylkinga sem hefur verið við lýði á tímum Röskvu í meirihluta undanfarin ár og víki frá.“ Júlíus Viggó Ólafsson, oddviti Vöku, vísar þessari gagnrýni Röskvu á bug. Vaka vann meirihluta í kosningum til stúdentaráðs fyrr í þessum mánuði og hafði ekki unnið meirihluta í sjö ár. „Hér fær umboð nýr meirihluti í fulltrúalýðræði og þetta eru fullkomlega eðlilegar breytingar. Það eru til helminga í öllum nefndum fulltrúar frá Vöku og Röskvu. Það er ekki verið að henda neinum út,“ segir Júlíus og að samkvæmt lögum megi skipa í nefndir eins og stúdentaráð kjósi að gera það. „En vegna þess að við erum að taka við eftir svo langan tíma viljum vil bera ábyrgð á öllu því góða og öllu því slæma sem gerist í stúdentaráði og viljum því fara með formennsku í öllum nefndum.“ Leikþáttur Röskvu óþarfi „Hvað varðar þetta heiðursmannasamkomulag þá kannast ég ekki við það,“ segir hann og að sem dæmi hafi Vaka hlotið meirihluta atkvæða á Menntavísindasviði í fyrra en ekki fengið forsæti í sviðsráði Menntavísindasviðs. Vaka hafi verið farið með formennsku í einhverjum nefndum en ekki á þeim sviðum þar sem þau hlutu meirihlutakosningu. „Ég gef lítið fyrir svona vinnubrögð. Röskva lagði miklu meiri áherslu á það á fundinum í gær að bóka og standa upp og ganga út af fundinum í von um að það myndi gera hann ólöglegan. Sem það gerði ekki. Við fylgjum lögum í því sem við gerum, en þau eru uppteknari af þessu en að mæta í vinnuna. Til að gera það sem þau fengu umboð til að gera, sem við erum að reyna að gera. Sem er að sinna hagsmunabaráttu stúdenta og ekki vera í setuverkföllum og leikþáttum eins og við urðum vitni að gær.“ Þarf að festa verklag í lög Um yfirlýsingar Röskvu um gott samstarf segir hann það ekki hafa verið eins gott á síðasta ári og Röskva vill meina í sinni yfirlýsingu. „Staðreyndin er sú að nú erum við að taka við meirihluta og við viljum bera ábyrgð á öllu sem gerist í Stúdentaráði. Við hefðum samkvæmt lögum getað tekið allar stöður í nefndum en gerðum það ekki. Við skoðuðum að taka aukinn meirihluta í þeim nefndum sem skipta okkur miklu máli eins og umhverfis- og samgöngunefnd, en ákváðum svo að gera það ekki eftir ígrundun. Eftir að fulltrúar Röskvu gengu af fundinum í gær kusum við samt sem áður fulltrúa þeirra í helming sæta í nefndunum.“ Hvað varðar verklagsreglurnar segir Júlíus Viggó það augljóst að það standist ekki skoðun að verklagsreglur sem síðasti meirihluti setti sér gildi fyrir það sem nú starfar. „Svona reglur eru eitthvað sem þarf að festa í lög með auknum meirihluta,“ segir hann og að það sé fullt tilefni til að taka þetta verklag til skoðunar og jafnvel að festa og skýra það betur í lögum. „Mér finnst fyrst og fremst skipta máli að það sé farið eftir lögum. Þannig það er eitthvað sem mér þætti mikilvægt að skoða. Þannig þetta sé skýrt í lögum en ekki í einhverjum verklagsreglum, þar sem þetta á ekki heima. En til þess að það sé hægt að gera það þá þurfa Röskvuliðar að mæta til vinnu.“ Júlíus Viggó segir Vökuliða tilbúna til samstarfs við Röskvu og vonar að það samstarfið geti gengið vel í vetur. „Ég veit ekki hvernig það verður. Ég hef mætt á Stúdentaráðsfundi í rúmlega ár og þetta er einhver furðulegasti fundur sem ég hef mætt á. Ég var algjörlega óundirbúinn undir það hvaða tilþrif fólk var tilbúið að fara í. Viljinn er allur okkar megin í að halda áfram að vinna að hagsmunum stúdenta.“
Hagsmunir stúdenta Háskólar Tengdar fréttir Júlíus Viggó endurkjörinn formaður Heimdallar Júlíus Viggó Ólafsson var í kvöld endurkjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á aðalfundi félagsins í Valhöll. Hvorki bárust mótframboð í embætti formanns eða stjórnar og töldust því allir frambjóðendur sjálfkjörnir. 10. apríl 2024 22:27 Röskva kynnir framboðslistana Röskva - samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, kynnti framboðslista sína vegna kosninga til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands í kvöld. Kosningar fara fram síðar í mánuðinum. 6. mars 2024 22:44 Vaka kynnir framboðslistann Framboðslistar Vöku hagsmunafélags stúdenta við Háskóla Íslands vegna kosninga til Stúdentaráðs voru kynntir í kvöld á kosningamiðstöð Vöku að Hverfisgötu 94. Kosningarnar fara fram 20.- 21. mars næstkomandi. 9. mars 2024 23:45 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Júlíus Viggó endurkjörinn formaður Heimdallar Júlíus Viggó Ólafsson var í kvöld endurkjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á aðalfundi félagsins í Valhöll. Hvorki bárust mótframboð í embætti formanns eða stjórnar og töldust því allir frambjóðendur sjálfkjörnir. 10. apríl 2024 22:27
Röskva kynnir framboðslistana Röskva - samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, kynnti framboðslista sína vegna kosninga til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands í kvöld. Kosningar fara fram síðar í mánuðinum. 6. mars 2024 22:44
Vaka kynnir framboðslistann Framboðslistar Vöku hagsmunafélags stúdenta við Háskóla Íslands vegna kosninga til Stúdentaráðs voru kynntir í kvöld á kosningamiðstöð Vöku að Hverfisgötu 94. Kosningarnar fara fram 20.- 21. mars næstkomandi. 9. mars 2024 23:45