„Þær skoruðu full auðveldlega á okkur í dag“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. apríl 2024 21:31 Arnar Guðjónsson hugsi á hliðarlínunni Vísir/Pawel Stjörnukonur voru grátlega nálægt því að knýja fram framlengingu á Ásvöllum í kvöld en lokaskot Ísoldar Sævarsdóttur var örlítið of stutt. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, notaði skrautleg orð um hversu litlu munaði áður en viðtalið hófst formlega og verða þau ekki færð í prent að þessu sinni. „Þetta var bara geggjaður körfuboltaleikur og við gerðum vel í að koma til baka. En, munaði litlu og það er eins og það er.“ Þegar munurinn var orðinn 18 stig í fjórða leikhluta hefðu eflaust margir lagt árar í bát og Arnar var í raun nánast búinn að sætta sig við tap á þeim tímapunkti en leikmenn hans höfðu aðrar hugmyndir. „Ég var að pæla í að fara að setja allar á bekkinn og hvíla þær fyrir næsta leik. Svo koma þær bara með áhlaup og gera fáránlega vel. Það munaði litlu en við grófum okkur alltof djúpa holu sem var erfitt að komast upp úr.“ Haukar hafa verið að pressa Stjörnuna stíft í þessu einvígi, sem er eitthvað sem margir af leikmönnum liðsins þekkja vel úr yngri flokkum þar sem þær pressuðu sjálfar alltaf allan völl í öllum leikjum. Mögulega eru þær aðeins að fá að smakka á eigin meðali en Arnar hafði ekki miklar áhyggjur af pressuvörn Hauka. „Mér fannst við ekki lenda í vandræðum með það í dag. Mér fannst við leysa það oft vel og miklu betur en í undanförnum leikjum. Sérstaklega í leik eitt. Það kom kafli í leik tvö en í dag bara leystum við þetta vel. Þannig að það var ekki vandamálið.“ „Kannski er stærsti hlutinn af vandamálinu að þær eru aðeins stærri en sterkari en við. Það var frekar að við réðum illa við þær sóknarlega. Þær skoruðu full auðveldlega á okkur í dag og gerðu bara vel, hittu úr fullt af erfiðum skotum.“ Eftir lokasprett eins og þennan er ljóst að þetta einvígi getur vel farið í oddaleik og Arnar var nokkuð brattur fyrir næsta leik. „Við vorum augljóslega bara svolítið hræddar í dag. Þetta er stórt svið, þetta er svolítið nýtt. Við vorum hræddar í upphafi leiks og við ætlum ekki að vera það aftur. Þetta er bara körfubolti og fimm á fimm og fer aldrei verr en illa. Við ætlum bara að fara „all-in“ á sunnudaginn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
„Þetta var bara geggjaður körfuboltaleikur og við gerðum vel í að koma til baka. En, munaði litlu og það er eins og það er.“ Þegar munurinn var orðinn 18 stig í fjórða leikhluta hefðu eflaust margir lagt árar í bát og Arnar var í raun nánast búinn að sætta sig við tap á þeim tímapunkti en leikmenn hans höfðu aðrar hugmyndir. „Ég var að pæla í að fara að setja allar á bekkinn og hvíla þær fyrir næsta leik. Svo koma þær bara með áhlaup og gera fáránlega vel. Það munaði litlu en við grófum okkur alltof djúpa holu sem var erfitt að komast upp úr.“ Haukar hafa verið að pressa Stjörnuna stíft í þessu einvígi, sem er eitthvað sem margir af leikmönnum liðsins þekkja vel úr yngri flokkum þar sem þær pressuðu sjálfar alltaf allan völl í öllum leikjum. Mögulega eru þær aðeins að fá að smakka á eigin meðali en Arnar hafði ekki miklar áhyggjur af pressuvörn Hauka. „Mér fannst við ekki lenda í vandræðum með það í dag. Mér fannst við leysa það oft vel og miklu betur en í undanförnum leikjum. Sérstaklega í leik eitt. Það kom kafli í leik tvö en í dag bara leystum við þetta vel. Þannig að það var ekki vandamálið.“ „Kannski er stærsti hlutinn af vandamálinu að þær eru aðeins stærri en sterkari en við. Það var frekar að við réðum illa við þær sóknarlega. Þær skoruðu full auðveldlega á okkur í dag og gerðu bara vel, hittu úr fullt af erfiðum skotum.“ Eftir lokasprett eins og þennan er ljóst að þetta einvígi getur vel farið í oddaleik og Arnar var nokkuð brattur fyrir næsta leik. „Við vorum augljóslega bara svolítið hræddar í dag. Þetta er stórt svið, þetta er svolítið nýtt. Við vorum hræddar í upphafi leiks og við ætlum ekki að vera það aftur. Þetta er bara körfubolti og fimm á fimm og fer aldrei verr en illa. Við ætlum bara að fara „all-in“ á sunnudaginn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira