Hjartað var ekki vandamálið þegar Roma maðurinn hneig niður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 14:30 Evan Ndicka sést sér borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Roma og Udinese. AP/Andrea Bressanutti Leik Roma og Udinese í ítölsku deildinni á dögunum var hætt eftir að Roma leikmaðurinn Evan N'Dicka hneig niður og menn óttuðust hið versta. N'Dicka setti hendina tvisvar á hjartað á sér áður en hann datt niður í grasið en þarna voru sjötíu mínútur af leiknum. Það héldu allir í fyrstu að hann hefði lent í hjartastoppi eins sem er því miður allt of algengt í fótboltanum. Læknalið Roma kom aðvífandi og hugaði að honum. Hann var síðan fluttur í burtu á börum og á sjúkrahús. Eftir rannsóknir kom í ljós að ekkert var að hjarta N'Dicka. Hann var aftur á mótið með samfallið lunga. Daniele De Rossi, þjálfari Roma, sagði frá þessu á blaðamannafundi þar sem tilkynnt var að De Rossi yrði áfram þjálfari Rómarliðsins. „Honum líður vel. Samfallið lunga er mjög sársaukafullt en sem betur fer var hann ekki að glíma við það sem við óttuðust um þegar hann hneig niður,“ sagði De Rossi. TV2 segir frá. „Við vorum allir sammála því á þeim tíma um að hætta leik. Enginn leikmanna minna vildi hefja leik á ný af því að það óttuðust allir að hjarta hans hefði hætt að slá,“ sagði De Rossi. Staðan var 1-1 í leiknum þegar leiknum var hætt og síðustu tuttugu mínúturnar verða spilaðar síðar. Evan Ndicka er 24 ára franskur miðvörður og hann er á sínu fyrsta tímabili með ítalska félaginu eftir að hafa komið þangað frá þýska liðinu Eintracht Frankfurt. De Rossi spiega cosa è accaduto a N'Dicka e perchè è stato deciso di interrompere la partita #DeRossi #Ndicka #EuropaLeague pic.twitter.com/GLf6Eh9WjP— Eurosport IT (@Eurosport_IT) April 18, 2024 Ítalski boltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
N'Dicka setti hendina tvisvar á hjartað á sér áður en hann datt niður í grasið en þarna voru sjötíu mínútur af leiknum. Það héldu allir í fyrstu að hann hefði lent í hjartastoppi eins sem er því miður allt of algengt í fótboltanum. Læknalið Roma kom aðvífandi og hugaði að honum. Hann var síðan fluttur í burtu á börum og á sjúkrahús. Eftir rannsóknir kom í ljós að ekkert var að hjarta N'Dicka. Hann var aftur á mótið með samfallið lunga. Daniele De Rossi, þjálfari Roma, sagði frá þessu á blaðamannafundi þar sem tilkynnt var að De Rossi yrði áfram þjálfari Rómarliðsins. „Honum líður vel. Samfallið lunga er mjög sársaukafullt en sem betur fer var hann ekki að glíma við það sem við óttuðust um þegar hann hneig niður,“ sagði De Rossi. TV2 segir frá. „Við vorum allir sammála því á þeim tíma um að hætta leik. Enginn leikmanna minna vildi hefja leik á ný af því að það óttuðust allir að hjarta hans hefði hætt að slá,“ sagði De Rossi. Staðan var 1-1 í leiknum þegar leiknum var hætt og síðustu tuttugu mínúturnar verða spilaðar síðar. Evan Ndicka er 24 ára franskur miðvörður og hann er á sínu fyrsta tímabili með ítalska félaginu eftir að hafa komið þangað frá þýska liðinu Eintracht Frankfurt. De Rossi spiega cosa è accaduto a N'Dicka e perchè è stato deciso di interrompere la partita #DeRossi #Ndicka #EuropaLeague pic.twitter.com/GLf6Eh9WjP— Eurosport IT (@Eurosport_IT) April 18, 2024
Ítalski boltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira