Opna miðstöð fyrir palestínsk börn Árni Sæberg skrifar 18. apríl 2024 20:24 Sams konar miðstöð var opnuð fyrir úkraínsk börn. Reykjavíkurborg Skóla- og fjölskyldumiðstöð fyrir börn á leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólaaldri verður komið á fót í kjölfar fjölskyldusameiningar fólks frá Palestínu. Þetta var samþykkt í borgarráði í dag og stefnt er að formlegri opnun mánudaginn 22.apríl. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að í síðasta mánuði hafi 35 börn komið frá Gasa til Reykjavíkur á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau séu komin í þjónustu velferðarsviðs á forsendum samræmdrar móttöku flóttafólks. Í hópnum séu fmmtán börn á leikskólaaldri, 19 á grunnskólaaldri og eitt barn á framhaldsskólaaldri. Þá liggi fyrir að fjölga muni í þessum hópi á næstu vikum. Mikilvægt þyki að koma á fót skóla- og fjölskyldumiðstöð sem gegni því hlutverki að vera skjól fyrir börnin við komuna til landsins og fyrstu vikurnar í íslensku samfélagi. Í miðstöðinni sé gert ráð fyrir þátttöku foreldra og hugsanlega annarra ættingja, jafnvel systkina sem þegar eru búsett á Íslandi. Börnin komi úr ómannúðlegum aðstæðum Um sé að ræða tímabundið úrræði til að mæta náms- og félagslegum þörfum barnanna. Ljóst sé að þessi börn koma úr ómannúðlegum aðstæðum og rannsóknir sýni að börn sem þurft hafa að upplifa stríð kljást við áfallastreitu. „Því er mikilvægt að skapa griðastað þar sem börn og fjölskyldur þeirra upplifa öryggi, rútínu og hlýju.“ Áfallamiðuð nálgun verði leiðarljós í starfinu með áherslu á náið og gott samstarf skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, velferðarsviðs, Rauða kross Íslands, Unicef og annarra sem koma að velferð og námi barna. Í miðstöðinni muni starfa fólk úr skóla- og frístundastarfi með þekkingu á eða bakgrunn frá Austurlöndum nær auk starfsfólks með góða íslenskukunnáttu. Góð reynsla hafi skapast af verkefni sem þessu þegar tekið var á móti fólki frá Úkraínu fyrir tveimur árum síðan. Hugmyndin sé að starfrækja miðstöðina til 30. júní næstkomandi og hún eigi að skapa blíða byrjun fyrir börnin inn í almennt skóla- og frístundastarf í Reykjavík. Sækjast eftir þrettán milljónum Skóla- og fjölskyldumiðstöðin verði opin virka daga frá klukkan 8:30 til 13:00 og áhersla verði lögð á eftirfarandi: Vettvang fyrir samveru fjölskyldna. Samfélagsfræðslu. Mat á náms- og félagslegri stöðu barna. Kynningu á leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi, meðal annars með vettvangsheimsóknum. Latneska leturgerð. Grunnorðaforða í íslensku. Undirbúning fyrir leik- og grunnskólagöngu. Undirbúning fyrir foreldra í skólafærni. Verkefnið sé fjármagnað að hluta úr ramma skóla- og frístundasviðs en þörf sé á viðbótarfjármagni upp á 13,1 milljón króna og sótt verði um styrk frá mennta- og barnamálaráðuneytinu til að mæta þeim viðbótarkostnaði. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Borgarstjórn Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að í síðasta mánuði hafi 35 börn komið frá Gasa til Reykjavíkur á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau séu komin í þjónustu velferðarsviðs á forsendum samræmdrar móttöku flóttafólks. Í hópnum séu fmmtán börn á leikskólaaldri, 19 á grunnskólaaldri og eitt barn á framhaldsskólaaldri. Þá liggi fyrir að fjölga muni í þessum hópi á næstu vikum. Mikilvægt þyki að koma á fót skóla- og fjölskyldumiðstöð sem gegni því hlutverki að vera skjól fyrir börnin við komuna til landsins og fyrstu vikurnar í íslensku samfélagi. Í miðstöðinni sé gert ráð fyrir þátttöku foreldra og hugsanlega annarra ættingja, jafnvel systkina sem þegar eru búsett á Íslandi. Börnin komi úr ómannúðlegum aðstæðum Um sé að ræða tímabundið úrræði til að mæta náms- og félagslegum þörfum barnanna. Ljóst sé að þessi börn koma úr ómannúðlegum aðstæðum og rannsóknir sýni að börn sem þurft hafa að upplifa stríð kljást við áfallastreitu. „Því er mikilvægt að skapa griðastað þar sem börn og fjölskyldur þeirra upplifa öryggi, rútínu og hlýju.“ Áfallamiðuð nálgun verði leiðarljós í starfinu með áherslu á náið og gott samstarf skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, velferðarsviðs, Rauða kross Íslands, Unicef og annarra sem koma að velferð og námi barna. Í miðstöðinni muni starfa fólk úr skóla- og frístundastarfi með þekkingu á eða bakgrunn frá Austurlöndum nær auk starfsfólks með góða íslenskukunnáttu. Góð reynsla hafi skapast af verkefni sem þessu þegar tekið var á móti fólki frá Úkraínu fyrir tveimur árum síðan. Hugmyndin sé að starfrækja miðstöðina til 30. júní næstkomandi og hún eigi að skapa blíða byrjun fyrir börnin inn í almennt skóla- og frístundastarf í Reykjavík. Sækjast eftir þrettán milljónum Skóla- og fjölskyldumiðstöðin verði opin virka daga frá klukkan 8:30 til 13:00 og áhersla verði lögð á eftirfarandi: Vettvang fyrir samveru fjölskyldna. Samfélagsfræðslu. Mat á náms- og félagslegri stöðu barna. Kynningu á leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi, meðal annars með vettvangsheimsóknum. Latneska leturgerð. Grunnorðaforða í íslensku. Undirbúning fyrir leik- og grunnskólagöngu. Undirbúning fyrir foreldra í skólafærni. Verkefnið sé fjármagnað að hluta úr ramma skóla- og frístundasviðs en þörf sé á viðbótarfjármagni upp á 13,1 milljón króna og sótt verði um styrk frá mennta- og barnamálaráðuneytinu til að mæta þeim viðbótarkostnaði.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Borgarstjórn Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira