Booker um sparkið í stellið: „Partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. apríl 2024 22:20 Booker fékk ágætis högg á viðkvæman stað. Vísir/Hulda Margrét Frank Booker kenndi sér enn meins í klofinu þegar hann mætti í viðtal eftir 94-74 sigur Vals gegn Hetti. „Mjög ánægður. Þetta var vörnin sem kom okkur í gang og þegar við byrjum að hitta skotum fór allt að ganga vel“ sagði hann strax að leik loknum. Frank varð fyrir ansi óheppilegu atviki í öðrum leikhluta þegar David Ramos, leikmaður Hattar, sparkaði í klof hans. „Við vorum bara að berjast undir körfunni fyrir frákastinu. Hann datt niður og þá sé ég að hann horfir á mig og sparkar beint í, ég má ekki segja þetta, en þarna niðri sko. Það var ógeðslega vont og ég finn ennþá fyrir þessu, en þetta er körfuboltinn.“ Undirritaður gaf Booker þá leyfi fyrir því að blóta aðeins í sjónvarpsútsendingu. „Má segja pungur? Já hann sparkaði beint í punginn á mér, það var ekki skemmtilegt skal ég segja þér.“ Þessi leikur bauð upp á mikla baráttu og bæði lið voru föst fyrir. Einhverjir vildu meina að Frank hefði sjálfur átt að fá dæmt brot á sig vegna olnbogaskots rétt áður en atvikið átti sér stað. „Það getur verið. Við vorum báðir að berjast og það gæti hafa verið smá olnbogi. En eins og þú sérð, allan leikinn eru olnbogar að fljúga út um allt og það er bara partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið, ef þú horfir á mann og sparkar í pung, það er ekki í lagi.“ Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Valur vann leikinn að endingu og tók 2-1 forystu í einvíginu. Þeir geta klárað einvígið fyrir austan í næsta leik. „Mér líður bara mjög vel. Meðan ég er með þessum strákum þá líður mér alltaf ógeðslega vel. Eins og ég segi, ef við spilum vörn eins og við spiluðum þá verður allt í góðu. Það er mjög erfitt að spila úti og þeir eru með góða stemningu en við hlökkum bara til“ sagði Frank að lokum. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira
„Mjög ánægður. Þetta var vörnin sem kom okkur í gang og þegar við byrjum að hitta skotum fór allt að ganga vel“ sagði hann strax að leik loknum. Frank varð fyrir ansi óheppilegu atviki í öðrum leikhluta þegar David Ramos, leikmaður Hattar, sparkaði í klof hans. „Við vorum bara að berjast undir körfunni fyrir frákastinu. Hann datt niður og þá sé ég að hann horfir á mig og sparkar beint í, ég má ekki segja þetta, en þarna niðri sko. Það var ógeðslega vont og ég finn ennþá fyrir þessu, en þetta er körfuboltinn.“ Undirritaður gaf Booker þá leyfi fyrir því að blóta aðeins í sjónvarpsútsendingu. „Má segja pungur? Já hann sparkaði beint í punginn á mér, það var ekki skemmtilegt skal ég segja þér.“ Þessi leikur bauð upp á mikla baráttu og bæði lið voru föst fyrir. Einhverjir vildu meina að Frank hefði sjálfur átt að fá dæmt brot á sig vegna olnbogaskots rétt áður en atvikið átti sér stað. „Það getur verið. Við vorum báðir að berjast og það gæti hafa verið smá olnbogi. En eins og þú sérð, allan leikinn eru olnbogar að fljúga út um allt og það er bara partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið, ef þú horfir á mann og sparkar í pung, það er ekki í lagi.“ Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Valur vann leikinn að endingu og tók 2-1 forystu í einvíginu. Þeir geta klárað einvígið fyrir austan í næsta leik. „Mér líður bara mjög vel. Meðan ég er með þessum strákum þá líður mér alltaf ógeðslega vel. Eins og ég segi, ef við spilum vörn eins og við spiluðum þá verður allt í góðu. Það er mjög erfitt að spila úti og þeir eru með góða stemningu en við hlökkum bara til“ sagði Frank að lokum.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira
Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22