Uppgjörið: FH - ÍBV 36-31 | FH komið í forystu í einvíginu við ÍBV Hjörvar Ólafsson skrifar 21. apríl 2024 18:36 Aron Pálmarsson átti góðan leik í dag. Vísir/Hulda Margrét FH lagði ÍBV að velli, 36-31, þegar liðin áttust við í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Olís deildar karla í Kaplakrika. FH-ingar hófu leikinn betur og höfðu frumkvæðið allan leikinn. Lengst af hafði FH um það bil fimm marka forystu en staðan var 15-10 heimamönnum í vil í hálfleik. Stjörnur og skúrkar Aron Pálmarsson lék á als oddi í þessum leik en þegar yfir lauk skoraði hann átta mörk að þessu sinni. Aron klippti FH-liðið oft úr snörunni þegar sóknarleikurinn var að hiksta og setti boltann í netið með þrumufleygum. Þá naut Símon Michael Guðjónsson góðs af feykilega öflugum varnarleik FH en hann skoraði sjö mörk, annars vegar úr hraðaupphlaupum og hins vegar úr hornafærum. Einar Bragi Aðalsteinsson átti einnig góðan leik á báðum endum vallarins. Elmar Erlingsson bar af hjá Eyjaliðinu en hann skilaði 11 mörkum á töfluna sem og þó nokkrum stoðsendingum og fiskuðum vítum. Markverðir Eyjamanna hafa aftur á móti betri dag en Petar Jokanovic og Pavel Miskevich komust hvorugur í stuð í þessari atrennu. Dómarar leiksins Heilt yfir fín frammistaða hjá Árna Snæ Magnússyni og Þorvari Bjarma Harðarsyni og allar stóru ákvarðanir voru réttar hjá þeim. Það vantaði þó aðeins upp á að þeir næðu að hafa leikinn undir sinni stjórn þegar líða tók á leikinn. Einkunnin sjö því sanngjörn niðurstaða. Stemming og umgjörð Það var þétt setið í Kaplakrika í kvöld og bæði lið rækilega studd af stuðningssveitum sínum. Flott umgjörð að vanda í Krikanum. Hamborgarnir fyrsta flokks og allt í toppstandi í blaðamannastúkunni. Ef hallmæla ætti einhverju þá var kaffið helst til þunnt lagað hjá þeim sem hellti upp á. Olís-deild karla FH ÍBV
FH lagði ÍBV að velli, 36-31, þegar liðin áttust við í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Olís deildar karla í Kaplakrika. FH-ingar hófu leikinn betur og höfðu frumkvæðið allan leikinn. Lengst af hafði FH um það bil fimm marka forystu en staðan var 15-10 heimamönnum í vil í hálfleik. Stjörnur og skúrkar Aron Pálmarsson lék á als oddi í þessum leik en þegar yfir lauk skoraði hann átta mörk að þessu sinni. Aron klippti FH-liðið oft úr snörunni þegar sóknarleikurinn var að hiksta og setti boltann í netið með þrumufleygum. Þá naut Símon Michael Guðjónsson góðs af feykilega öflugum varnarleik FH en hann skoraði sjö mörk, annars vegar úr hraðaupphlaupum og hins vegar úr hornafærum. Einar Bragi Aðalsteinsson átti einnig góðan leik á báðum endum vallarins. Elmar Erlingsson bar af hjá Eyjaliðinu en hann skilaði 11 mörkum á töfluna sem og þó nokkrum stoðsendingum og fiskuðum vítum. Markverðir Eyjamanna hafa aftur á móti betri dag en Petar Jokanovic og Pavel Miskevich komust hvorugur í stuð í þessari atrennu. Dómarar leiksins Heilt yfir fín frammistaða hjá Árna Snæ Magnússyni og Þorvari Bjarma Harðarsyni og allar stóru ákvarðanir voru réttar hjá þeim. Það vantaði þó aðeins upp á að þeir næðu að hafa leikinn undir sinni stjórn þegar líða tók á leikinn. Einkunnin sjö því sanngjörn niðurstaða. Stemming og umgjörð Það var þétt setið í Kaplakrika í kvöld og bæði lið rækilega studd af stuðningssveitum sínum. Flott umgjörð að vanda í Krikanum. Hamborgarnir fyrsta flokks og allt í toppstandi í blaðamannastúkunni. Ef hallmæla ætti einhverju þá var kaffið helst til þunnt lagað hjá þeim sem hellti upp á.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti