Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2024 18:59 Þjófarnir stálu tuttugu til þrjátíu milljónum króna í reiðufé úr bílnum. Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. Þjófarnir komust á brott með tugi milljóna króna úr peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Aðgerðin var þaulskipulögð og eins og sjá má á myndbandi af verknaðinum virðast þjófarnir vel undirbúnir. Þetta tók þá rétt rúma hálfa mínútu og lögreglan er engu nær um hver var að verki. Hingað til hefur þeim tekist að fela slóð sína. Þeir naga sig þó eflaust örlítið í handarbakið. Ástæðan er sú að þeir skildu eftir poka í bílnum stútfullan af seðlum. Pokinn leit öðruvísi út en töskurnar enda ekki fullur af peningum úr spilakassasal heldur hraðbanka. Klippa: Tóku ekki eftir poka í bílnum Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson, rannsóknarlögreglufulltrúi, gat ekki tjáð sig um þann hluta þegar fréttastofa ræddi við hann í gær. Varð einhver taska eftir í bílnum? „Ég tjái mig ekki um það,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson er rannsóknarlögreglumaður.Vísir/Einar Þannig er möguleiki á að þjófarnir hafi ekki haft á brott með sér alla fjármunina sem voru í bílnum? „Rannsóknarhagsmunir krefjast þess að ég tjái mig ekki um það.“ Mörgum spurning er ósvarað og ekki síst eftir birtingu myndbandsins. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá forsvarsmönnum Öryggismiðstöðvarinnar án árangurs. Hvers vegna var svona auðvelt að brjótast inn í bíl með tugi milljóna í reiðufé? Hvers vegna voru töskurnar lausar í bílnum? Er eðlilegt að bíll með svo mikil verðmæti sé mannlaus? Og hvernig má það vera að ekkert þjófavarnarkerfi fór í gang til að vekja athygli á þjófnaðinum. Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir brunuðu í burtu með peningana og þar til upp komst um þjófnaðinn. Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Fjárhættuspil Tengdar fréttir Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Sjá peningana úr Hamraborg ekki í umferð Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þjófnaði á tugum milljóna króna í reiðufé í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðnum. 11. apríl 2024 11:01 Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
Þjófarnir komust á brott með tugi milljóna króna úr peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Aðgerðin var þaulskipulögð og eins og sjá má á myndbandi af verknaðinum virðast þjófarnir vel undirbúnir. Þetta tók þá rétt rúma hálfa mínútu og lögreglan er engu nær um hver var að verki. Hingað til hefur þeim tekist að fela slóð sína. Þeir naga sig þó eflaust örlítið í handarbakið. Ástæðan er sú að þeir skildu eftir poka í bílnum stútfullan af seðlum. Pokinn leit öðruvísi út en töskurnar enda ekki fullur af peningum úr spilakassasal heldur hraðbanka. Klippa: Tóku ekki eftir poka í bílnum Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson, rannsóknarlögreglufulltrúi, gat ekki tjáð sig um þann hluta þegar fréttastofa ræddi við hann í gær. Varð einhver taska eftir í bílnum? „Ég tjái mig ekki um það,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson er rannsóknarlögreglumaður.Vísir/Einar Þannig er möguleiki á að þjófarnir hafi ekki haft á brott með sér alla fjármunina sem voru í bílnum? „Rannsóknarhagsmunir krefjast þess að ég tjái mig ekki um það.“ Mörgum spurning er ósvarað og ekki síst eftir birtingu myndbandsins. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá forsvarsmönnum Öryggismiðstöðvarinnar án árangurs. Hvers vegna var svona auðvelt að brjótast inn í bíl með tugi milljóna í reiðufé? Hvers vegna voru töskurnar lausar í bílnum? Er eðlilegt að bíll með svo mikil verðmæti sé mannlaus? Og hvernig má það vera að ekkert þjófavarnarkerfi fór í gang til að vekja athygli á þjófnaðinum. Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir brunuðu í burtu með peningana og þar til upp komst um þjófnaðinn.
Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Fjárhættuspil Tengdar fréttir Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Sjá peningana úr Hamraborg ekki í umferð Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þjófnaði á tugum milljóna króna í reiðufé í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðnum. 11. apríl 2024 11:01 Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11
Sjá peningana úr Hamraborg ekki í umferð Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þjófnaði á tugum milljóna króna í reiðufé í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðnum. 11. apríl 2024 11:01
Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04