Þar segir einnig frá umferðaróhappi sem átti sér líka stað í miðbænum. Þar missti ökumaður stjórn á bíl sínum sem endaði með því að hann ók á annan bíl, tré og á lokum á húsvegg. Fram kemur að engin slys hafi orðið á fólki, en að töluvert tjón hafi orðið.
Í Hafnarfirði fékk lögregla tilkynningu um tvo menn sem voru til ama, en þeir eru sagðir hafa verið að ógna vegfarendum. Mennirnir fundust og voru þá að róta í bíl að sögn lögreglu. Þeir voru handteknir og fluttir á lögreglustöð.
Greint er frá eldsvoða sem varð í ótilgreindu hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Þar kviknaði eldur út frá kertum sem voru lögð við arinn. Að sögn lögreglu voru engar teljandi skemmdir og allir heilir á húfi.
Á öðrum ótilgreindum stað var lögreglu kynnt um tvo einstaklinga að hnupla úr söfnunargám. Þeir fundust í bíl skammt frá gámnum, en málið er í rannsókn.