„Heimir er á bakinu á mér með það“ Sverrir Mar Smárason skrifar 20. apríl 2024 16:54 Björn Daníel var frábær í liði FH í dag. Vísir / Diego FH vann góðan 0-2 útisigur á HK í Kórnum í Bestu deild karla í dag. Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, skoraði síðara mark FH og átti góðan leik þar sem FH stýrði gangi mála. „Það er alltaf erfitt að koma hérna í Kórinn og sækja stig. Við fengum sénsa í fyrri hálfleik og vorum að halda þeim í skefjum. Við þurftum aðeins að keyra þetta upp um nokkra gíra. Náðum að gera þetta betur í seinni hálfleik, náðum inn tveimur mörkum og hefðum getað skorað kannski eitt í viðbót. Mjög ánægður með að halda hreinu, það er eitthvað sem við getum byggt mikið á,“ sagði Björn Daníel. FH liðið stýrði leiknum nánast allan tímann en í fyrri hálfleik gekk illa að skapa eiginleg marktækifæri. Þeir komu öflugari út í síðari hálfleik og skoruðu tvö. „Í hálfleik töluðum við bara um að við yrðum að vera þolinmóðir. Á meðan það er 0-0 þá er alltaf meiri séns á að vinna leikinn. Það var númer 1, 2 og 3 í þessum leik að halda hreinu. Ef þú nærð því þá þarftu ekki að nýta mörg færi til að vinna leikinn. Það datt fyrir okkur tvisvar í seinni hálfleik, við tókum það og förum glaðir heim,“ sagði Björn. Fyrirliðinn hefur í undanförnum leikjum fengið frjálsara hlutverk en við höfum séð hann í síðastliðin ár. Þegar hann hefur áður spilað sem miðjumaður er hann orðinn meiri sóknartengiliður og fær meira frjálsræði. Þar líður honum vel. „Þetta er aðeins öðruvísi hlutverk en að spila sem sexa eða átta. Þegar ég gerði þetta fyrir tíu árum þá var þetta aðeins meiri lúxus staða en maður þarf að hlaupa aðeins meira varnarlega. Heimir er á bakinu á mér með það. Mér finnst ég bara henta liðinu betur þarna í þessum nútíma fótbolta. Það er mikið af háákefðarhlaupum. Mér finnst ég henta liðinu í því að reyna að finna svæði til að komast í og ég er ágætur í að koma inn í teiginn. Vonandi næ ég bara að setja nokkur mörk í sumar og hjálpa liðinu,“ sagði Björn um nýju stöðuna. Og talandi um að koma inn í teiginn og skora mörk. Björn gerði, eins og fyrr segir, síðara mark FH í eiknum og var það einkar glæsilegt. Löng sending fram frá Ísaki Óla, Björn bæði tók við boltanum og skaut á lofti framhjá Arnari Frey í marki HK. „Boltinn kemur bara frá Ísaki og ég er meðvitaður um að ég sé á milli tveggja varnarmanna. Tek á móti boltanum og sé að Arnar er kominn frekar framarlega. Þá ákvað ég bara að skjóta á markið og boltinn fór inn. Fínt að komast á blað snemma í mótinu og hjálpa liðinu að vinna leiki. Það er fínt í laugardagsleikjum klukkan tvö,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
„Það er alltaf erfitt að koma hérna í Kórinn og sækja stig. Við fengum sénsa í fyrri hálfleik og vorum að halda þeim í skefjum. Við þurftum aðeins að keyra þetta upp um nokkra gíra. Náðum að gera þetta betur í seinni hálfleik, náðum inn tveimur mörkum og hefðum getað skorað kannski eitt í viðbót. Mjög ánægður með að halda hreinu, það er eitthvað sem við getum byggt mikið á,“ sagði Björn Daníel. FH liðið stýrði leiknum nánast allan tímann en í fyrri hálfleik gekk illa að skapa eiginleg marktækifæri. Þeir komu öflugari út í síðari hálfleik og skoruðu tvö. „Í hálfleik töluðum við bara um að við yrðum að vera þolinmóðir. Á meðan það er 0-0 þá er alltaf meiri séns á að vinna leikinn. Það var númer 1, 2 og 3 í þessum leik að halda hreinu. Ef þú nærð því þá þarftu ekki að nýta mörg færi til að vinna leikinn. Það datt fyrir okkur tvisvar í seinni hálfleik, við tókum það og förum glaðir heim,“ sagði Björn. Fyrirliðinn hefur í undanförnum leikjum fengið frjálsara hlutverk en við höfum séð hann í síðastliðin ár. Þegar hann hefur áður spilað sem miðjumaður er hann orðinn meiri sóknartengiliður og fær meira frjálsræði. Þar líður honum vel. „Þetta er aðeins öðruvísi hlutverk en að spila sem sexa eða átta. Þegar ég gerði þetta fyrir tíu árum þá var þetta aðeins meiri lúxus staða en maður þarf að hlaupa aðeins meira varnarlega. Heimir er á bakinu á mér með það. Mér finnst ég bara henta liðinu betur þarna í þessum nútíma fótbolta. Það er mikið af háákefðarhlaupum. Mér finnst ég henta liðinu í því að reyna að finna svæði til að komast í og ég er ágætur í að koma inn í teiginn. Vonandi næ ég bara að setja nokkur mörk í sumar og hjálpa liðinu,“ sagði Björn um nýju stöðuna. Og talandi um að koma inn í teiginn og skora mörk. Björn gerði, eins og fyrr segir, síðara mark FH í eiknum og var það einkar glæsilegt. Löng sending fram frá Ísaki Óla, Björn bæði tók við boltanum og skaut á lofti framhjá Arnari Frey í marki HK. „Boltinn kemur bara frá Ísaki og ég er meðvitaður um að ég sé á milli tveggja varnarmanna. Tek á móti boltanum og sé að Arnar er kominn frekar framarlega. Þá ákvað ég bara að skjóta á markið og boltinn fór inn. Fínt að komast á blað snemma í mótinu og hjálpa liðinu að vinna leiki. Það er fínt í laugardagsleikjum klukkan tvö,“ sagði fyrirliðinn að lokum.
Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55