Ásaka dómara um óheilindi og hlutdrægni Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2024 23:00 Nottingham Forest ásakar Stuart Atwell um óheilindi. samsett / Getty / FotoJet Nottingham Forest tók til samfélagsmiðla eftir leik gegn Everton og ásakaði Stuart Atwell, myndbandsdómara leiksins, um hlutdrægni í ákvarðanatöku. Félagið hefur ekki lagt fram formlega kvörtun eða kæru en íhugar valkosti sína vandlega. Forest vildi þrisvar fá vítaspyrnu í leiknum. Fyrst á 24. mínútu þegar Ashley Young virtist fella Gio Reyna í teignum, aftur rétt fyrir hálfleik þegar boltinn virtist fara í hönd Ashley Young eftir skot Callum Hudson-Odoi. Snemma í seinni hálfleik virtist Young svo fella Hudson-Odoi í teignum. Ekkert var dæmt og myndbandsdómara leiksins þótti ekki tilefni til að láta dómarann Anthony Taylor skoða atvikin aftur. Félagið gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum fljótlega eftir að leik lauk. Three extremely poor decisions - three penalties not given - which we simply cannot accept. We warned the PGMOL that the VAR is a Luton fan before the game but they didn’t change him. Our patience has been tested multiple times. NFFC will now consider its options.— Nottingham Forest (@NFFC) April 21, 2024 Eins og lesa má eru heilindi myndbandsdómara leiksins, Stuart Atwell, dregin í efa af þeim ástæðum að hann heldur með Luton Town. Lið sem Forest er í harðri baráttu við um að halda sér uppi í úrvalsdeildinni. Luton er einu stigi og einu sæti neðar en Forest eins og er. Þá segir að Forest hafi greint dómarasamtökunum (PGMOL) frá þessu fyrir leik. Mark Clattenburg, fyrrum dómari, var ráðinn til starfa hjá Forest sem dómgæsluráðgjafi í febrúar á þessu ári, að sögn félagsins vegna fjölmargra rangra dóma sem féllu gegn þeim. Hann hafði samband við hæstráðanda PGMOL, Howard Webb. Clattenburg krafðist þess þó ekki að Atwell yrði skipt út, heldur vildi hann einungis vekja athygli á málinu. Enska knattspyrnusambandið hefur brugðist við og hafið rannsókn á málinu. Af yfirlýsingu Forest að dæma þykir líklegt að þeir muni taka málið lengra. Enski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Forest vildi þrisvar fá vítaspyrnu í leiknum. Fyrst á 24. mínútu þegar Ashley Young virtist fella Gio Reyna í teignum, aftur rétt fyrir hálfleik þegar boltinn virtist fara í hönd Ashley Young eftir skot Callum Hudson-Odoi. Snemma í seinni hálfleik virtist Young svo fella Hudson-Odoi í teignum. Ekkert var dæmt og myndbandsdómara leiksins þótti ekki tilefni til að láta dómarann Anthony Taylor skoða atvikin aftur. Félagið gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum fljótlega eftir að leik lauk. Three extremely poor decisions - three penalties not given - which we simply cannot accept. We warned the PGMOL that the VAR is a Luton fan before the game but they didn’t change him. Our patience has been tested multiple times. NFFC will now consider its options.— Nottingham Forest (@NFFC) April 21, 2024 Eins og lesa má eru heilindi myndbandsdómara leiksins, Stuart Atwell, dregin í efa af þeim ástæðum að hann heldur með Luton Town. Lið sem Forest er í harðri baráttu við um að halda sér uppi í úrvalsdeildinni. Luton er einu stigi og einu sæti neðar en Forest eins og er. Þá segir að Forest hafi greint dómarasamtökunum (PGMOL) frá þessu fyrir leik. Mark Clattenburg, fyrrum dómari, var ráðinn til starfa hjá Forest sem dómgæsluráðgjafi í febrúar á þessu ári, að sögn félagsins vegna fjölmargra rangra dóma sem féllu gegn þeim. Hann hafði samband við hæstráðanda PGMOL, Howard Webb. Clattenburg krafðist þess þó ekki að Atwell yrði skipt út, heldur vildi hann einungis vekja athygli á málinu. Enska knattspyrnusambandið hefur brugðist við og hafið rannsókn á málinu. Af yfirlýsingu Forest að dæma þykir líklegt að þeir muni taka málið lengra.
Enski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira