„Mun stærri sigur en ég bjóst við“ Hinrik Wöhler skrifar 21. apríl 2024 22:17 vísir / anton brink Valur gerði sér lítið fyrir og sigraði rúmenska liðið CS Minaur Baia Mare með átta mörkum í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópubikar EHF í kvöld. Það var einstaklega góð stemning og umgjörð kringum leikinn í kvöld og var Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, stoltur af leikmönnum sem og stuðningsfólki. „Þegar við erum komnir með dúkinn á gólfið þá er þetta viðburður, stjórnin og allir búnir að vinna kringum þetta í dag og í gær. Mikið af fólki og hörkustemning, Strætóskýlið [stuðningsmannasveit Vals] frábært og Baldur Bongó einnig og það kallar fram auka orku,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leik. „Vörnin var frábær líkt og Björgvin Páll. Það var góð keyrsla á okkur, þeir réðu illa við hraðann og við vorum að keyra vel. Mun stærri sigur en ég bjóst við.“ Valur lagði Steaua Búkarest af velli í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins og fengu Minaur Baia Mare í undanúrslitum sem er rúmenskt lið líkt og Steaua. Baia Mare er í þriðja sæti í rúmensku deildinni og fyrir fram taldir mun sterkari en Steaua, þrátt fyrir það sá rúmenska liðið aldrei til sólar í leiknum í dag. „Þetta er öðruvísi lið, Steaua getur spilað meira upp á línumenn og einfaldara spil milli tveggja manna sem reyndist okkur illa. Þetta lið í dag er stöðugt að skjóta og koma mjög hratt á. Við náðum einhvern veginn, oftast nær, að mæta þeim hátt og fara í þá og gerðum þeim lífið leitt að ná þeim í skotunum. Það verður að vera eins út í Rúmeníu, það er rosalegur þungi og annar taktur en hjá Steaua. Við áttum í mestum vandræðum með [Stefan] Vujic og [Stevan] Vujovic, þeir eru mjög svipaðir gaurar,“ sagði Óskar varðandi muninn á rúmensku liðunum. Leikmenn Vals héldu uppi miklum hraða í sóknarleiknum gegnum allan leikinn og voru gestirnir í talsverðum vandræðum með sóknarleik og vel útfærða seinni bylgju Valsmanna. „Við vissum það eftir að við tókum tölfræðina saman. Við vorum að fá færi eftir víti frá þeim og þetta var smá eins og í Evrópudeildinni í fyrra. Við keyrðum vel, skoruðum mikið úr hraðaupphlaupum og vorum eiginlega óheppnir með nokkur dauðafæri úr keyrslunni. Við þurfum ná því aftur upp eftir viku, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar við en liðin mætast á ný í Rúmeníu þann 28. apríl. Það var frábær stemning og umgjörð í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Gott sem setið allan hringinn í stúkunni og greinilega mikið lagt upp úr umgjörðinni hjá Valsmönnum fyrir leikinn í kvöld. „Þetta er alveg stórkostleg, þvílíkt hrós á sjálfboðaliðana og starfsfólkið. Þetta er til fyrirmyndar og gefur rosalega mikið. Það er búið að spila mikið af leikjum og svo kemur þú í þetta, þetta gefur meiri orku en fólki grunar. Ég er mjög þakklátur fyrir alla sem komu í húsið til að styðja okkur,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
„Þegar við erum komnir með dúkinn á gólfið þá er þetta viðburður, stjórnin og allir búnir að vinna kringum þetta í dag og í gær. Mikið af fólki og hörkustemning, Strætóskýlið [stuðningsmannasveit Vals] frábært og Baldur Bongó einnig og það kallar fram auka orku,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leik. „Vörnin var frábær líkt og Björgvin Páll. Það var góð keyrsla á okkur, þeir réðu illa við hraðann og við vorum að keyra vel. Mun stærri sigur en ég bjóst við.“ Valur lagði Steaua Búkarest af velli í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins og fengu Minaur Baia Mare í undanúrslitum sem er rúmenskt lið líkt og Steaua. Baia Mare er í þriðja sæti í rúmensku deildinni og fyrir fram taldir mun sterkari en Steaua, þrátt fyrir það sá rúmenska liðið aldrei til sólar í leiknum í dag. „Þetta er öðruvísi lið, Steaua getur spilað meira upp á línumenn og einfaldara spil milli tveggja manna sem reyndist okkur illa. Þetta lið í dag er stöðugt að skjóta og koma mjög hratt á. Við náðum einhvern veginn, oftast nær, að mæta þeim hátt og fara í þá og gerðum þeim lífið leitt að ná þeim í skotunum. Það verður að vera eins út í Rúmeníu, það er rosalegur þungi og annar taktur en hjá Steaua. Við áttum í mestum vandræðum með [Stefan] Vujic og [Stevan] Vujovic, þeir eru mjög svipaðir gaurar,“ sagði Óskar varðandi muninn á rúmensku liðunum. Leikmenn Vals héldu uppi miklum hraða í sóknarleiknum gegnum allan leikinn og voru gestirnir í talsverðum vandræðum með sóknarleik og vel útfærða seinni bylgju Valsmanna. „Við vissum það eftir að við tókum tölfræðina saman. Við vorum að fá færi eftir víti frá þeim og þetta var smá eins og í Evrópudeildinni í fyrra. Við keyrðum vel, skoruðum mikið úr hraðaupphlaupum og vorum eiginlega óheppnir með nokkur dauðafæri úr keyrslunni. Við þurfum ná því aftur upp eftir viku, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar við en liðin mætast á ný í Rúmeníu þann 28. apríl. Það var frábær stemning og umgjörð í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Gott sem setið allan hringinn í stúkunni og greinilega mikið lagt upp úr umgjörðinni hjá Valsmönnum fyrir leikinn í kvöld. „Þetta er alveg stórkostleg, þvílíkt hrós á sjálfboðaliðana og starfsfólkið. Þetta er til fyrirmyndar og gefur rosalega mikið. Það er búið að spila mikið af leikjum og svo kemur þú í þetta, þetta gefur meiri orku en fólki grunar. Ég er mjög þakklátur fyrir alla sem komu í húsið til að styðja okkur,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira