Segir viðbrögð fjölmiðla til skammar Sindri Sverrisson skrifar 23. apríl 2024 15:00 Erik ten Hag fer yfir málin mðe Bruno Fernandes á Wembley á sunnudaginn. Getty/Richard Heathcote Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, telur umfjöllun fjölmiðla hafa verið til skammar eftir að liðið sló út B-deildarlið Coventry í undanúrslitum enska bikarsins á sunnudaginn. Ten Hag segir fjölmiðla líta framhjá þeirri staðreynd að það sé stórkostlegur árangur hjá United að komast tvisvar í úrslitaleik bikarsins á tveimur árum. 🚨🔴 Ten Hag: “The reaction, the comments after Coventry game… that was a disgrace”.“That was embarrassing from you. It is the comments. Top football is about results, we made it to a final and we deserved it not only by this game but also the other games”. pic.twitter.com/IaSgNeccJL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 23, 2024 Mikið hefur verið fjallað um hrun United í leiknum á sunnudaginn en eftir að hafa komist í 3-0 fékk liðið á sig þrjú mörk og tókst ekki að knýja fram sigur fyrr en í vítaspyrnukeppni. Í lok framlengingarinnar virtist Coventry hafa tryggt sér sigur en markið var dæmt af vegna mjög tæprar rangstöðu. „Fótbolti snýst um úrslit,“ sagði Ten Hag í dag. „Við komumst í úrslitaleikinn og við verðskulduðum það. Við misstum stjórnina í tuttugu mínútur og vorum heppnir í lokin en við komumst í úrslitaleikinn. Það er rosalegt afrek,“ sagði Ten Hag. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagðist telja að þrátt fyrir sigur í vítaspyrnukeppni hefðu úrslitin gegn Coventry kostað Ten Hag starfið. Fyrrverandi markaskorarinn Chris Sutton sagði að engin leið væri fyrir Ten Hag til að halda starfinu úr þessu, þrátt fyrir að úrslitaleikurinn gegn Manchester City sé í næsta mánuði. Ten Hag var spurður hvort hann sýndi neikvæðum viðbrögðum eftir leikinn skilning: „Nei, alls ekki. Viðbrögðin frá ykkur voru til skammar. Tvisvar [í úrslitaleik bikarsins] á tveimur árum. Það er stórkostlegt. Fyrir mig sem stjóra, fjórir bikarúrslitaleikir á fjórum árum. Ummælin hafa verið algjört hneyksli,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Sjá meira
Ten Hag segir fjölmiðla líta framhjá þeirri staðreynd að það sé stórkostlegur árangur hjá United að komast tvisvar í úrslitaleik bikarsins á tveimur árum. 🚨🔴 Ten Hag: “The reaction, the comments after Coventry game… that was a disgrace”.“That was embarrassing from you. It is the comments. Top football is about results, we made it to a final and we deserved it not only by this game but also the other games”. pic.twitter.com/IaSgNeccJL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 23, 2024 Mikið hefur verið fjallað um hrun United í leiknum á sunnudaginn en eftir að hafa komist í 3-0 fékk liðið á sig þrjú mörk og tókst ekki að knýja fram sigur fyrr en í vítaspyrnukeppni. Í lok framlengingarinnar virtist Coventry hafa tryggt sér sigur en markið var dæmt af vegna mjög tæprar rangstöðu. „Fótbolti snýst um úrslit,“ sagði Ten Hag í dag. „Við komumst í úrslitaleikinn og við verðskulduðum það. Við misstum stjórnina í tuttugu mínútur og vorum heppnir í lokin en við komumst í úrslitaleikinn. Það er rosalegt afrek,“ sagði Ten Hag. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagðist telja að þrátt fyrir sigur í vítaspyrnukeppni hefðu úrslitin gegn Coventry kostað Ten Hag starfið. Fyrrverandi markaskorarinn Chris Sutton sagði að engin leið væri fyrir Ten Hag til að halda starfinu úr þessu, þrátt fyrir að úrslitaleikurinn gegn Manchester City sé í næsta mánuði. Ten Hag var spurður hvort hann sýndi neikvæðum viðbrögðum eftir leikinn skilning: „Nei, alls ekki. Viðbrögðin frá ykkur voru til skammar. Tvisvar [í úrslitaleik bikarsins] á tveimur árum. Það er stórkostlegt. Fyrir mig sem stjóra, fjórir bikarúrslitaleikir á fjórum árum. Ummælin hafa verið algjört hneyksli,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Sjá meira