Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2024 15:24 Enn gýs á Reykjanesi. Móða sem myndast úr gosefnum liggur nú yfir Suðvesturlandi. Vísir/Vilhelm Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. Gráblá móðan sem liggur yfir sunnan- og vestanlands er samsett úr brennisteinsögnum sem verða til við efnahvörf gosmakkarins frá gosinu við Sundhnúksgíga við súrefni í andrúmsloftinu. Veðurstofan segir að agnirnar mælist ekki á gasmælum sem mæla brennisteinsdíoxíð en þær sjáist sem móða þegar ákveðnum styrk sé náð. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir að hækkuð gildi fínna svifryks og brennisteinsdíoxíðs hafi mælst á mælistöðvum víða á höfuðborgarsvæðinu í dag. Gosmóðan geti orskaða slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeir sem séu viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu því að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu. Síður viðkvæmir geti þó einnig fundið fyrir einkennum. Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa úti í vagni við þessar aðstæður. Þetta á við þegar gosmóða er sýnleg jafnvel þótt gildi brennisteinsdíoxíðs séu lægri en heilbrigðisviðmið gera ráð fyrir. Í hægri breytilegri átt suðvestanlands eru spár um gasmengun ekki eins áreiðanlegar og þegar vindur er ákveðnari, að sögn Veðurstofunnar. Bent er á í tilkynningu heilbrigðiseftirlitsins vegna gosmóðunnar að rykgrímur veiti enga vernd gegn gasmengun. Til þess að koma í veg fyrir að mengunin berist inn fyrir hússins dyr sé ráðlegt að lok gluggum og minnka umgengni um útidyr, hækka hita og lofta út um leið og loftgæði utandyra batna. Áfram gýs úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk á Reykjanesi. Enn er því hætta á gasmengun vegna makkarins. Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Gráblá móðan sem liggur yfir sunnan- og vestanlands er samsett úr brennisteinsögnum sem verða til við efnahvörf gosmakkarins frá gosinu við Sundhnúksgíga við súrefni í andrúmsloftinu. Veðurstofan segir að agnirnar mælist ekki á gasmælum sem mæla brennisteinsdíoxíð en þær sjáist sem móða þegar ákveðnum styrk sé náð. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir að hækkuð gildi fínna svifryks og brennisteinsdíoxíðs hafi mælst á mælistöðvum víða á höfuðborgarsvæðinu í dag. Gosmóðan geti orskaða slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeir sem séu viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu því að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu. Síður viðkvæmir geti þó einnig fundið fyrir einkennum. Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa úti í vagni við þessar aðstæður. Þetta á við þegar gosmóða er sýnleg jafnvel þótt gildi brennisteinsdíoxíðs séu lægri en heilbrigðisviðmið gera ráð fyrir. Í hægri breytilegri átt suðvestanlands eru spár um gasmengun ekki eins áreiðanlegar og þegar vindur er ákveðnari, að sögn Veðurstofunnar. Bent er á í tilkynningu heilbrigðiseftirlitsins vegna gosmóðunnar að rykgrímur veiti enga vernd gegn gasmengun. Til þess að koma í veg fyrir að mengunin berist inn fyrir hússins dyr sé ráðlegt að lok gluggum og minnka umgengni um útidyr, hækka hita og lofta út um leið og loftgæði utandyra batna. Áfram gýs úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk á Reykjanesi. Enn er því hætta á gasmengun vegna makkarins.
Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira