Velkomin í Verbúðina II Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2024 15:11 Bjarkey var ekki tekin neinum silkihönskum þegar hún mælti fyrir sínu fyrsta frumvarpi. Jóhann Páll Samfylkingu er meðal þeirra sem lét hana heyra það. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar er meðal þeirra sem varð til andsvara og hann sparaði sig ekki. „Hvað er í gangi hérna?“ spurði þingmaðurinn herskár. Og hélt svo áfram: „Hér er ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á lokametrunum skakklappandi og rúin trausti að gera tilraun til að afhenda laxeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðmanna varanlegan aðgang að fjörðunum okkar – með rekstrarleyfum sem eiga að gilda út í eilífðina og sem verður hægt að veðsetja og framselja og braska með.” Ljóst er að þingmanninum ofbýður frumvarpsgerðin en hún hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að dregnar hafi verið tennurnar, úr öllu viðnámi, þar sem ekki er gert ráð fyrir að það kæmi niður á framleiðslukvóta verði fyrirtækin uppvís af því að fylgja ekki reglum. „Velkomin í Verbúðina seríu tvö. En ég held reyndar að höfundar Verbúðarinnar hefðu aldrei látið sér detta í hug svona súrrealisma eins og birtist hér þegar ráðherra reynir að telja þingheimi trú um að veiting ótímabundins leyfis sé í raun handbremsa, handbremsa. Ég efast um að höfundum Verbúðarinnar hefði dottið slíkt í hug. En hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að ríkisstjórnin komist upp með þetta? Hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að það verði einhver friður um þetta hér á Alþingi eða úti í samfélaginu?“ Umræður um frumvarpið standa nú yfir á Alþingi. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar er meðal þeirra sem varð til andsvara og hann sparaði sig ekki. „Hvað er í gangi hérna?“ spurði þingmaðurinn herskár. Og hélt svo áfram: „Hér er ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á lokametrunum skakklappandi og rúin trausti að gera tilraun til að afhenda laxeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðmanna varanlegan aðgang að fjörðunum okkar – með rekstrarleyfum sem eiga að gilda út í eilífðina og sem verður hægt að veðsetja og framselja og braska með.” Ljóst er að þingmanninum ofbýður frumvarpsgerðin en hún hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að dregnar hafi verið tennurnar, úr öllu viðnámi, þar sem ekki er gert ráð fyrir að það kæmi niður á framleiðslukvóta verði fyrirtækin uppvís af því að fylgja ekki reglum. „Velkomin í Verbúðina seríu tvö. En ég held reyndar að höfundar Verbúðarinnar hefðu aldrei látið sér detta í hug svona súrrealisma eins og birtist hér þegar ráðherra reynir að telja þingheimi trú um að veiting ótímabundins leyfis sé í raun handbremsa, handbremsa. Ég efast um að höfundum Verbúðarinnar hefði dottið slíkt í hug. En hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að ríkisstjórnin komist upp með þetta? Hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að það verði einhver friður um þetta hér á Alþingi eða úti í samfélaginu?“ Umræður um frumvarpið standa nú yfir á Alþingi.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53
Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39