Enn kröftugt gos úr einum gíg Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2024 15:46 Frá því 5. apríl hefur aðeins gosið úr einu gosopi. Skjáskot/Björn Steinbekk Enn gýs úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk. Frá 5. apríl hefur aðeins gosið úr einum gíg í eldgosinu sem hófst þann 16. mars síðastliðinn. Myndatökumaðurinn Björn Steinbekk var á vettvangi í vikunni og myndaði gosið. Hraunið rennur stutta vegalengd í opinni hraunelfur til suðurs frá gígnum en lengra í lokuðum rásum. Sá hluti hraunbreiðunnar sem liggur meðfram varnargörðum austan Grindavíkur hefur þykknað undanfarna daga Þetta kemur fram í nýrri frétt um eldgosið á vef Veðurstofunnar í dag. Þar kemur fram að mælingar á hraunflæði í eldgosinu sýna að frá því í byrjun apríl hefur það verið á milli þrír eða fjórir rúmmetrar á sekúndu. Síðustu mælingar eru þó frá 15. apríl og er búist við nýjum niðurstöðum í næstu viku. Þá kemur fram í frétt Veðurstofunnar að landris í Svartsengi mælist á svipuðum hraða sem bendir til þess að kvikusöfnun haldi áfram. Líkanreikningar byggðir á GPS og gervitunglagögnum áætla að um sjö til átta milljón rúmmetrar hafi bæst við í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því að eldgosið hófst 16. mars. Í fyrri kvikuhlaupum hefur kvika hlaupið frá Svartsengi þegar á bilinu átta til 13 milljónir rúmmetra hafa bæst við í kvikuhólfið frá síðasta kvikuhlaupi. Auknar líkur á auknum krafti í eldgosinu Haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða aukast líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega. Þá geti nýjar gossprungur opnast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells eða/og núverandi gosop stækkað vegna skyndilegrar aukningu í hraunflæði sem gæti orðið sambærilegt við upphafsfasa síðustu eldgosa á svæðinu. Það gæti gerst með mjög stuttum eða engum fyrirvara. Þá er einnig mögulegt að kvikuflæði úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina fari að aukast jafnt og þétt þar til að jafnvægi verði á milli innstreymi kviku inn í kvikuhólfið og útstreymis þaðan og uppá yfirborð. Einnig sé mögulegt að það verði kvikuhlaup sem endi með því að nýjar gossprungur opnast annarsstaðar en á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Þessi sviðsmynd er talin ólíklegri en hinar og henni myndi fylgja töluverð skjálftavirkni og aflögun með meiri fyrirvara en undanfarin eldgos. Uppfært hættumat Veðurstofan uppfærði hættumat sitt á svæðinu í morgun. Líkur á gosopnun á svæði 1 (Svartsengi), 4 (Grindavík) og 7 hafa verið lækkaðar frá því að vera metnar töluverðar í litlar. Á föstudag, vegna áframhaldandi kvikusöfnunar og mikillar óvissu vegna nýrrar stöðu og mögulegra þróunar jarðhræringanna, var ákveðið tímabundið að auka líkur á gosopnun innan þessara svæða. Á vísindafundinum í morgun var það metið að ekki væru skýrar vísbendingar að svo stöddu að auknar líkur væru á gosopnun innan þessara svæða. Á meðan áfram gýs við Sundhnúk er talið líklegast ef það kemur til aukins kvikuflæðis þá muni kvikan fylgja þeirri opnu rás sem nú fæðir eldgosið og/eða nýjar gossprungur muni opnast þar nærri. Vegna þessa eru líkur á gosopnun án fyrirvara áfram taldar mjög miklar á svæði 3 (Sundhnúksgígaröðinni). Að öllu óbreyttu gildir hættumatið til 30. apríl. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Göngumennirnir illa haldnir þegar komið var að þeim Björgunarsveitir björguðu í gær þremur göngumönnum sem höfðu ætlað sér að labba að gosstöðvunum við Litla-Hrút en urðu örmagna á leið sinni. Einn þeirra sem fór í útkallið segir mennina hafa verið illa haldna þegar komið var að þeim. 21. apríl 2024 12:29 „Þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur“ Jarðskjálftinn sem mældist í Bárðarbunguöskjunni í morgun gæti verið til marks um að eldstöðin sé að taka við sér. Þetta segir náttúruvársérfræðingur sem mælir aukna virkni á svæðinu. Skjálftinn var 5,4 að stærð og sá stærsti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2015. 21. apríl 2024 11:45 „Aldeilis hlessa“ á auknum viðbúnaði vegna mögulegs goss Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segist alls ekki sjá neitt sem bendi til þess að annað eldgos sé að hefjast. 20. apríl 2024 11:46 Getur gosið hvenær sem er Sviðsstjóri almannavarna segir að nýtt gos geti hafist á Reykjanesi hvenær sem er. Líklegast sé að gjósi þar sem kvika kemur upp núna á Sundhnúkagígaröðinni. 19. apríl 2024 23:29 Telja líkur á öðru eldgosi Áframhaldandi landris eykur líkur á öðru kvikuhlaupi þó eldgos sé yfirstandandi Meiri óvissa um þróun jarðhræringanna næstu daga eða vikur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. apríl 2024 15:51 Landris stöðugt og hraunbreiðan sex ferkílómetrar Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða. Flatarmál hraunbreiðunnar á svæðinu er nú 6,15 ferkílómetrar og rúmmál hennar 33,2 milljón rúmmetrar. 18. apríl 2024 21:11 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Hraunið rennur stutta vegalengd í opinni hraunelfur til suðurs frá gígnum en lengra í lokuðum rásum. Sá hluti hraunbreiðunnar sem liggur meðfram varnargörðum austan Grindavíkur hefur þykknað undanfarna daga Þetta kemur fram í nýrri frétt um eldgosið á vef Veðurstofunnar í dag. Þar kemur fram að mælingar á hraunflæði í eldgosinu sýna að frá því í byrjun apríl hefur það verið á milli þrír eða fjórir rúmmetrar á sekúndu. Síðustu mælingar eru þó frá 15. apríl og er búist við nýjum niðurstöðum í næstu viku. Þá kemur fram í frétt Veðurstofunnar að landris í Svartsengi mælist á svipuðum hraða sem bendir til þess að kvikusöfnun haldi áfram. Líkanreikningar byggðir á GPS og gervitunglagögnum áætla að um sjö til átta milljón rúmmetrar hafi bæst við í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því að eldgosið hófst 16. mars. Í fyrri kvikuhlaupum hefur kvika hlaupið frá Svartsengi þegar á bilinu átta til 13 milljónir rúmmetra hafa bæst við í kvikuhólfið frá síðasta kvikuhlaupi. Auknar líkur á auknum krafti í eldgosinu Haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða aukast líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega. Þá geti nýjar gossprungur opnast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells eða/og núverandi gosop stækkað vegna skyndilegrar aukningu í hraunflæði sem gæti orðið sambærilegt við upphafsfasa síðustu eldgosa á svæðinu. Það gæti gerst með mjög stuttum eða engum fyrirvara. Þá er einnig mögulegt að kvikuflæði úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina fari að aukast jafnt og þétt þar til að jafnvægi verði á milli innstreymi kviku inn í kvikuhólfið og útstreymis þaðan og uppá yfirborð. Einnig sé mögulegt að það verði kvikuhlaup sem endi með því að nýjar gossprungur opnast annarsstaðar en á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Þessi sviðsmynd er talin ólíklegri en hinar og henni myndi fylgja töluverð skjálftavirkni og aflögun með meiri fyrirvara en undanfarin eldgos. Uppfært hættumat Veðurstofan uppfærði hættumat sitt á svæðinu í morgun. Líkur á gosopnun á svæði 1 (Svartsengi), 4 (Grindavík) og 7 hafa verið lækkaðar frá því að vera metnar töluverðar í litlar. Á föstudag, vegna áframhaldandi kvikusöfnunar og mikillar óvissu vegna nýrrar stöðu og mögulegra þróunar jarðhræringanna, var ákveðið tímabundið að auka líkur á gosopnun innan þessara svæða. Á vísindafundinum í morgun var það metið að ekki væru skýrar vísbendingar að svo stöddu að auknar líkur væru á gosopnun innan þessara svæða. Á meðan áfram gýs við Sundhnúk er talið líklegast ef það kemur til aukins kvikuflæðis þá muni kvikan fylgja þeirri opnu rás sem nú fæðir eldgosið og/eða nýjar gossprungur muni opnast þar nærri. Vegna þessa eru líkur á gosopnun án fyrirvara áfram taldar mjög miklar á svæði 3 (Sundhnúksgígaröðinni). Að öllu óbreyttu gildir hættumatið til 30. apríl.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Göngumennirnir illa haldnir þegar komið var að þeim Björgunarsveitir björguðu í gær þremur göngumönnum sem höfðu ætlað sér að labba að gosstöðvunum við Litla-Hrút en urðu örmagna á leið sinni. Einn þeirra sem fór í útkallið segir mennina hafa verið illa haldna þegar komið var að þeim. 21. apríl 2024 12:29 „Þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur“ Jarðskjálftinn sem mældist í Bárðarbunguöskjunni í morgun gæti verið til marks um að eldstöðin sé að taka við sér. Þetta segir náttúruvársérfræðingur sem mælir aukna virkni á svæðinu. Skjálftinn var 5,4 að stærð og sá stærsti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2015. 21. apríl 2024 11:45 „Aldeilis hlessa“ á auknum viðbúnaði vegna mögulegs goss Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segist alls ekki sjá neitt sem bendi til þess að annað eldgos sé að hefjast. 20. apríl 2024 11:46 Getur gosið hvenær sem er Sviðsstjóri almannavarna segir að nýtt gos geti hafist á Reykjanesi hvenær sem er. Líklegast sé að gjósi þar sem kvika kemur upp núna á Sundhnúkagígaröðinni. 19. apríl 2024 23:29 Telja líkur á öðru eldgosi Áframhaldandi landris eykur líkur á öðru kvikuhlaupi þó eldgos sé yfirstandandi Meiri óvissa um þróun jarðhræringanna næstu daga eða vikur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. apríl 2024 15:51 Landris stöðugt og hraunbreiðan sex ferkílómetrar Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða. Flatarmál hraunbreiðunnar á svæðinu er nú 6,15 ferkílómetrar og rúmmál hennar 33,2 milljón rúmmetrar. 18. apríl 2024 21:11 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Göngumennirnir illa haldnir þegar komið var að þeim Björgunarsveitir björguðu í gær þremur göngumönnum sem höfðu ætlað sér að labba að gosstöðvunum við Litla-Hrút en urðu örmagna á leið sinni. Einn þeirra sem fór í útkallið segir mennina hafa verið illa haldna þegar komið var að þeim. 21. apríl 2024 12:29
„Þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur“ Jarðskjálftinn sem mældist í Bárðarbunguöskjunni í morgun gæti verið til marks um að eldstöðin sé að taka við sér. Þetta segir náttúruvársérfræðingur sem mælir aukna virkni á svæðinu. Skjálftinn var 5,4 að stærð og sá stærsti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2015. 21. apríl 2024 11:45
„Aldeilis hlessa“ á auknum viðbúnaði vegna mögulegs goss Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segist alls ekki sjá neitt sem bendi til þess að annað eldgos sé að hefjast. 20. apríl 2024 11:46
Getur gosið hvenær sem er Sviðsstjóri almannavarna segir að nýtt gos geti hafist á Reykjanesi hvenær sem er. Líklegast sé að gjósi þar sem kvika kemur upp núna á Sundhnúkagígaröðinni. 19. apríl 2024 23:29
Telja líkur á öðru eldgosi Áframhaldandi landris eykur líkur á öðru kvikuhlaupi þó eldgos sé yfirstandandi Meiri óvissa um þróun jarðhræringanna næstu daga eða vikur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. apríl 2024 15:51
Landris stöðugt og hraunbreiðan sex ferkílómetrar Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða. Flatarmál hraunbreiðunnar á svæðinu er nú 6,15 ferkílómetrar og rúmmál hennar 33,2 milljón rúmmetrar. 18. apríl 2024 21:11