Landeigendur höfða mál gegn ríkinu vegna Hvammsvirkjunar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. apríl 2024 22:14 Frá fyrirhuguðu lónstæði Hvammsvirkjunar neðan við bæinn Haga. KMU Ellefu landeigendur við bakka Þjórsár hafa höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freista þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskistofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun frá því fyrr í þessum mánuði. Hafa þeir fengið flýtimeðferð í málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendunum. Þeir segja tilganginn málshöfðunarinnar þann að standa vörð um laxastofninn í Þjórsá, vistkerfi árinnar og líffræðilega fjölbreytni auk þess að vernda Viðey í Þjórsá, sem var friðlýst árið 2011. „Það er síður en svo verið að tefja framkvæmdir, heldur freista umbjóðendur mínir þess að stöðva með öllu fyrirætlanir sem þau telja ekki eiga nokkurn rétt á sér vegna alvarlegra áhrifa á lífríkið,“ er haft eftir Friðleifi E. Guðmundssyni lögmanni stefnenda í tilkynningunni. Málið verður þingfest á mánudag. Þar kemur einnig fram að landeigendurnir telji Umhverfisstofnun hafa brostið vald til að taka ákvörðun fyrr í mánuðinum um að heimila Hvammsvirkjun. Stofnunin hafi ekki skýrt lög um stjórn vatnamála með réttum hætti. Skylda að standa vörð um laxastofninn Norður-Atlantshafslaxinn sé einstakur og laxastofninn í Þjórsá stærsti náttúrulegi laxastofn Íslands og meðal þeirra stærstu við Norður-Atlantshaf. Því beri skylda að vernda laxinn bæði á heimavelli og á alþjóðavísu. Ísland sé aðili að Laxaverndunarstofnuninni og hafi skyldum að gegna á þeim vettvangi líkt og með aðild sinni að Alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1992 um líffræðilega fjölbreytni. Þá sé íslenska ríkið einnig í Alþjóðanáttúruverndarsambandinu sem í desember síðastliðnum setti Norður-Atlantshafslaxinn á lista yfir tegundir í yfirvofandi hættu. Tveir eldislaxar fundust í fyrra í Kálfá, einni hliðaráa Þjórsár. „Margoft hefur verið varað við áhrifum sem Hvammsvirkjun hefði á laxastofninn í Þjórsá. Engar ráðstafanir sem kynntar hafa verið samhliða virkjun bjarga laxinum. Veiðifélag Þjórsár hefur staðið vörð um laxastofninn og ýmis samtök auk heimafólks hafa á síðustu tveimur áratugum reynt sitt ýtrasta til að koma í veg fyrir að af virkjun verði. Fengu þau m.a. hnekkt leyfum Orkustofnunar og sveitarstjórnar í fyrra. Nú er komið að landeigendum á bökkum Þjórsár að verjast ósjálfbærri ásókn í auðlindir,“ segir í tilkynnningunni. Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkuskipti Skipulag Tengdar fréttir Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33 Ætla að gefa Hvammsvirkjun grænt ljós Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. 22. desember 2023 23:05 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendunum. Þeir segja tilganginn málshöfðunarinnar þann að standa vörð um laxastofninn í Þjórsá, vistkerfi árinnar og líffræðilega fjölbreytni auk þess að vernda Viðey í Þjórsá, sem var friðlýst árið 2011. „Það er síður en svo verið að tefja framkvæmdir, heldur freista umbjóðendur mínir þess að stöðva með öllu fyrirætlanir sem þau telja ekki eiga nokkurn rétt á sér vegna alvarlegra áhrifa á lífríkið,“ er haft eftir Friðleifi E. Guðmundssyni lögmanni stefnenda í tilkynningunni. Málið verður þingfest á mánudag. Þar kemur einnig fram að landeigendurnir telji Umhverfisstofnun hafa brostið vald til að taka ákvörðun fyrr í mánuðinum um að heimila Hvammsvirkjun. Stofnunin hafi ekki skýrt lög um stjórn vatnamála með réttum hætti. Skylda að standa vörð um laxastofninn Norður-Atlantshafslaxinn sé einstakur og laxastofninn í Þjórsá stærsti náttúrulegi laxastofn Íslands og meðal þeirra stærstu við Norður-Atlantshaf. Því beri skylda að vernda laxinn bæði á heimavelli og á alþjóðavísu. Ísland sé aðili að Laxaverndunarstofnuninni og hafi skyldum að gegna á þeim vettvangi líkt og með aðild sinni að Alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1992 um líffræðilega fjölbreytni. Þá sé íslenska ríkið einnig í Alþjóðanáttúruverndarsambandinu sem í desember síðastliðnum setti Norður-Atlantshafslaxinn á lista yfir tegundir í yfirvofandi hættu. Tveir eldislaxar fundust í fyrra í Kálfá, einni hliðaráa Þjórsár. „Margoft hefur verið varað við áhrifum sem Hvammsvirkjun hefði á laxastofninn í Þjórsá. Engar ráðstafanir sem kynntar hafa verið samhliða virkjun bjarga laxinum. Veiðifélag Þjórsár hefur staðið vörð um laxastofninn og ýmis samtök auk heimafólks hafa á síðustu tveimur áratugum reynt sitt ýtrasta til að koma í veg fyrir að af virkjun verði. Fengu þau m.a. hnekkt leyfum Orkustofnunar og sveitarstjórnar í fyrra. Nú er komið að landeigendum á bökkum Þjórsár að verjast ósjálfbærri ásókn í auðlindir,“ segir í tilkynnningunni.
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkuskipti Skipulag Tengdar fréttir Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33 Ætla að gefa Hvammsvirkjun grænt ljós Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. 22. desember 2023 23:05 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33
Ætla að gefa Hvammsvirkjun grænt ljós Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. 22. desember 2023 23:05