Segir lág laun leikskólakennara mýtu Árni Sæberg skrifar 24. apríl 2024 14:02 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavíkurborg. Hún er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Framsóknar segir það mýtu að leikskólakennarar séu á lágum launum. Þeir séu á sambærilegum launum og lögfræðingar hjá borginni. Leikskólamálin voru til umræðu í borgarstjórn í morgun, eins og svo oft áður. Málshefjendur voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem vöktu athygli á stöðu leikskólamála með áberandi hætti í gær. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði í ræðu sinni að staðan í leikskólamálum væri óþolandi, það væru allir sammála um. Hluti vandans væri að laun leikskólakennara væru ekki góð, þau væru lág. Þá væru starfsaðstæður leikskólakennara ekki upp á marga fiska. Þar nefndi hún til að mynda mygluvanda sem steðjar víða að. Grunnlaunin 725 þúsund á mánuði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs, tók til máls og sagði fullyrðingar um lág laun leikskólakennara einfaldlega ekki halda vatni. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hún hafi látið framkvæma úttekt í febrúar þar sem laun leikskólakennara hjá borginni voru borin saman við laun viðskiptafræðinga og lögfræðinga sem starfa hjá borginni. „Leikskólakennari sem er ráðinn hjá okkur er með 725.179, leikskólasérkennari er með 740.375 krónur. Fjármálaráðgjafi er með 742.876 og lögfræðingur er með 789.120. Þess ber að gæta að leikskólakennari sem ráðinn er hjá okkur fær greitt fyrir að borða með börnunum og þar af leiðandi er frítt fæði meðfram. Þannig að sú mýta að leikskólakennarar séu illa borgaðir er einfaldlega ekki rétt.“ Borgin yfirbýður hressilega Samkvæmt gildandi launatöflu á vef Félags leikskólakennara eru grunnlaun leikskólakennara aðeins 608.838 krónur á mánuði, ríflega 116 þúsund krónum lægri en Árelía segir borgina borga. Þá eru grunnlaun leikskólasérkennara sömuleiðis talsvert lægri samkvæmt kjarasamningi, aðeins 622.019 krónur. Það gerir ríflega 118 þúsund krónum minna en grunnlaun hjá borginni. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Leikskólamálin voru til umræðu í borgarstjórn í morgun, eins og svo oft áður. Málshefjendur voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem vöktu athygli á stöðu leikskólamála með áberandi hætti í gær. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði í ræðu sinni að staðan í leikskólamálum væri óþolandi, það væru allir sammála um. Hluti vandans væri að laun leikskólakennara væru ekki góð, þau væru lág. Þá væru starfsaðstæður leikskólakennara ekki upp á marga fiska. Þar nefndi hún til að mynda mygluvanda sem steðjar víða að. Grunnlaunin 725 þúsund á mánuði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs, tók til máls og sagði fullyrðingar um lág laun leikskólakennara einfaldlega ekki halda vatni. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hún hafi látið framkvæma úttekt í febrúar þar sem laun leikskólakennara hjá borginni voru borin saman við laun viðskiptafræðinga og lögfræðinga sem starfa hjá borginni. „Leikskólakennari sem er ráðinn hjá okkur er með 725.179, leikskólasérkennari er með 740.375 krónur. Fjármálaráðgjafi er með 742.876 og lögfræðingur er með 789.120. Þess ber að gæta að leikskólakennari sem ráðinn er hjá okkur fær greitt fyrir að borða með börnunum og þar af leiðandi er frítt fæði meðfram. Þannig að sú mýta að leikskólakennarar séu illa borgaðir er einfaldlega ekki rétt.“ Borgin yfirbýður hressilega Samkvæmt gildandi launatöflu á vef Félags leikskólakennara eru grunnlaun leikskólakennara aðeins 608.838 krónur á mánuði, ríflega 116 þúsund krónum lægri en Árelía segir borgina borga. Þá eru grunnlaun leikskólasérkennara sömuleiðis talsvert lægri samkvæmt kjarasamningi, aðeins 622.019 krónur. Það gerir ríflega 118 þúsund krónum minna en grunnlaun hjá borginni.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“