Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Atli Ísleifsson skrifar 24. apríl 2024 12:54 Védís Eva Guðmundsdóttir lögfræðingur Náttúruverndarsamtaka Íslands kvartaði til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, í maí síðastliðnum. Vísir/Dúi/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að í maí 2023 hafi ESA borist kvörtun vegna hvalveiða á Íslandi. Kvörtunin hafi byggt á því að leyfi sem stjórnvöld hafi veitt til hvalveiða vegna tímabilsins 2023 bryti í bága við tiltekin ákvæði EES-samningsins. Fréttir bárust af því í maí síðastliðinn að Náttúruverndarsamtök Íslands hafi kvartað til ESA. „Þetta er í raun liður í mótmælum Náttúruverndarsamtakanna gegn aðgerðarleysi stjórnvalda, sem heimila þessar veiðar, þrátt fyrir niðurstöður um að dýravelferð sé ekki sinnt,“ var haft eftir Védísi Evu Guðmundsdóttur lögfræðingi um málið í maí. Reglur EES má ekki utan um veiðar á hvölum Í tilkynningunni frá ESA segir nú að í kvörtuninni hafi verið settar fram ábendingar varðandi leyfisveitinguna, einkum á þeim grunni að hún tæki ekki nægilegt tillit til velferðar dýra eða hollustuhátta matvæla. „Eftir yfirferð upplýsinga varðandi kvörtunina hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. Hvað varðar hugsanleg brot vegna reglna um dýravelferð, þá þarf að líta til þess að slíkar reglur EES samningsins ná ekki utan um veiðar á sjávarspendýrum, svo sem hvölum. Málið fellur því utan gildissviðs EES samningsins og ESA mun ekki taka málið til skoðunar að þessu leyti. Sá þáttur kvörtunarinnar sem varðaði ætluð brot á reglum um hollustuhætti matvæla sneri að opinberu eftirlit á sviði matvæla- og dýraheilbrigðis og hugsanlega annmarka á hollustuháttum við framleiðslu matvæla á starfsstöð. Það er á ábyrgð viðkomandi yfirvalda að tryggja að starfsstöðvar uppfylli skilyrði EES samningsins og viðkomandi reglna hverju sinni. ESA hefur eftirlit með opinberum aðilum og tryggir að þeir starfi í samræmi við EES reglur. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða ESA að ekki séu skilyrði til þess að fara lengra með málið og ákvörðun hefur verið tekin um að loka því,“ segir í tilkynningunni. Hvalveiðar Hvalir EFTA Stjórnsýsla Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að í maí 2023 hafi ESA borist kvörtun vegna hvalveiða á Íslandi. Kvörtunin hafi byggt á því að leyfi sem stjórnvöld hafi veitt til hvalveiða vegna tímabilsins 2023 bryti í bága við tiltekin ákvæði EES-samningsins. Fréttir bárust af því í maí síðastliðinn að Náttúruverndarsamtök Íslands hafi kvartað til ESA. „Þetta er í raun liður í mótmælum Náttúruverndarsamtakanna gegn aðgerðarleysi stjórnvalda, sem heimila þessar veiðar, þrátt fyrir niðurstöður um að dýravelferð sé ekki sinnt,“ var haft eftir Védísi Evu Guðmundsdóttur lögfræðingi um málið í maí. Reglur EES má ekki utan um veiðar á hvölum Í tilkynningunni frá ESA segir nú að í kvörtuninni hafi verið settar fram ábendingar varðandi leyfisveitinguna, einkum á þeim grunni að hún tæki ekki nægilegt tillit til velferðar dýra eða hollustuhátta matvæla. „Eftir yfirferð upplýsinga varðandi kvörtunina hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. Hvað varðar hugsanleg brot vegna reglna um dýravelferð, þá þarf að líta til þess að slíkar reglur EES samningsins ná ekki utan um veiðar á sjávarspendýrum, svo sem hvölum. Málið fellur því utan gildissviðs EES samningsins og ESA mun ekki taka málið til skoðunar að þessu leyti. Sá þáttur kvörtunarinnar sem varðaði ætluð brot á reglum um hollustuhætti matvæla sneri að opinberu eftirlit á sviði matvæla- og dýraheilbrigðis og hugsanlega annmarka á hollustuháttum við framleiðslu matvæla á starfsstöð. Það er á ábyrgð viðkomandi yfirvalda að tryggja að starfsstöðvar uppfylli skilyrði EES samningsins og viðkomandi reglna hverju sinni. ESA hefur eftirlit með opinberum aðilum og tryggir að þeir starfi í samræmi við EES reglur. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða ESA að ekki séu skilyrði til þess að fara lengra með málið og ákvörðun hefur verið tekin um að loka því,“ segir í tilkynningunni.
Hvalveiðar Hvalir EFTA Stjórnsýsla Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira