Auglýsa eftir „eiganda“ fjármuna Bjarki Sigurðsson skrifar 25. apríl 2024 20:30 Aníta Auðunsdóttir er lögmaður hjá Magna lögmenn. Vísir/Steingrímur Dúi Skiptastjóri veit ekki hvað skal gera með fjármuni sem fundust í búi félags þar sem engin gögn eru til. Geri enginn tilkall til fjármunanna mun skiptastjórinn þurfa sjálfur að velja góðgerðarfélag sem fær peningana. Upp er komin skrítin staða við slit lögmanns á búi Apótekarafélags Íslands. Verið er að slíta þessu rúmlega fimmtíu ára gamla félagi þar sem enginn er skráður í forsvari fyrir það en engin gögn finnast um félagið. Engin stofngögn, engin fundargögn, ekki neitt. Í búinu fundust fjármunir og þar sem engin gögn eru til um félagið, er óvíst hvað verður um þá. „Við gripum þeirra aðgerða, því þetta er félag frá 1970, að kanna hvort einhver gögn, samþykktir, stofngögn eða annað myndi finnast á Þjóðskjalasafninu. Sú vinna bar ekki árangur og að þeirri ástæðu var ákveðið að birta áskorun í Lögbirtingablaðinu því einhver kann að hafa þessi gögn í fórum sér,“ segir Aníta. Enda annars hjá góðgerðarfélagi Hún segist aldrei hafa lent í svipaðri stöðu áður en finnist engin gögn um félagið er það undir henni komið að velja góðgerðafélag sem fjármunirnir renna til. „Reglur ná utan um þetta, ef enginn gefur sig fram sem telur sig hafa tilkall til eigna félagsins á grundvelli samþykktar eða stofnsamnings þá verður sú leið farin með vísan til meginreglna félagaréttar að skiptastjóri hreinlega ákveði hvert fjármunir búsins renna við skiptalok,“ segir Aníta. Liggja mögulega ofan í skúffu Hún vonast til þess að gögnin finnist. „Mögulega liggja þau í skúffu einhvers staðar og það er það sem við erum að falast eftir með þessari áskorun, að einhver komi með gögn til okkar,“ segir Aníta. Að einhver opni rykuga skúffu og finni þetta? „Já, akkúrat.“ Lögmennska Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Upp er komin skrítin staða við slit lögmanns á búi Apótekarafélags Íslands. Verið er að slíta þessu rúmlega fimmtíu ára gamla félagi þar sem enginn er skráður í forsvari fyrir það en engin gögn finnast um félagið. Engin stofngögn, engin fundargögn, ekki neitt. Í búinu fundust fjármunir og þar sem engin gögn eru til um félagið, er óvíst hvað verður um þá. „Við gripum þeirra aðgerða, því þetta er félag frá 1970, að kanna hvort einhver gögn, samþykktir, stofngögn eða annað myndi finnast á Þjóðskjalasafninu. Sú vinna bar ekki árangur og að þeirri ástæðu var ákveðið að birta áskorun í Lögbirtingablaðinu því einhver kann að hafa þessi gögn í fórum sér,“ segir Aníta. Enda annars hjá góðgerðarfélagi Hún segist aldrei hafa lent í svipaðri stöðu áður en finnist engin gögn um félagið er það undir henni komið að velja góðgerðafélag sem fjármunirnir renna til. „Reglur ná utan um þetta, ef enginn gefur sig fram sem telur sig hafa tilkall til eigna félagsins á grundvelli samþykktar eða stofnsamnings þá verður sú leið farin með vísan til meginreglna félagaréttar að skiptastjóri hreinlega ákveði hvert fjármunir búsins renna við skiptalok,“ segir Aníta. Liggja mögulega ofan í skúffu Hún vonast til þess að gögnin finnist. „Mögulega liggja þau í skúffu einhvers staðar og það er það sem við erum að falast eftir með þessari áskorun, að einhver komi með gögn til okkar,“ segir Aníta. Að einhver opni rykuga skúffu og finni þetta? „Já, akkúrat.“
Lögmennska Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira