Vilja taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. apríl 2024 22:03 Kristrún kynnti útspilið á fréttamannafundi í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag. Magnús Hlynur Samfylkingin segir enga skýra auðlindastefnu vera á Íslandi og heildarsýn skorti á nýtingu auðlinda. Flokkurinn vill taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna. Einnig vilja þau auka fjárfestingar í samgönguinnviðum og nýta fleiri virkjanakosti. Kristrún Frostadóttir kynnti í dag nýjasta útspil Samfylkingarinnar sem ber yfirskriftina „Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum“. Útspilið er afrakstur málefnastarfs síðustu 6 mánaða, þar sem forystufólk flokksins heimsótti 180 fyrirtæki og efndi til margra opinna funda um samgöngur víðs vegar um landið. Grundvallarkröfurnar þrjár Í stuttu máli eru grundvallarkröfur Samfylkingarinnar þrjár: 1. Krafa um framfarir í orku- og samgöngumálum Í þessu er tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh. Fjárfestingar í samgöngumálum eigi svo að fara aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030. 2. Krafa um skynsemi í auðlindastefnu. Samfylkingin vill að almenn auðlindagjöld renni til nærsamfélags og þjóðar. 3. Krafa um íslensk kjör og atvinnustefnu fyrir Ísland. Samfylkingin sýnir á spilin í orkumálum Í útspilinu eru sett fram tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh, til að styðja við verðmætasköpun og orkuskipti, og bæta orkunýtni um eitt TWh á sama tíma. Tekið er fram að Samfylkingin vill hvorki láta loka verksmiðjum né virkja sérstaklega fyrir nýja risanotendur raforku á borð við ný álver á þessum tímapunkti. Í útspilinu er einnig haft orð á því að umræða um orkuþörf geti verið villandi. Spurningarnar sem þurfi að spyrja um þau mál séu hvaða orkuvilja við höfum, hvað viljum við nýta mikla orku og hvernig? Samfylkingin vill leggja fram skýr markmið um orkuöflun og að rammaáætlun verði afgreidd á Alþingi reglulega svo hægt sé að standa undir markmiðunum. Þá vill Samfylkingin fjölga virkjunarkostum í nýtingarflokki í samræmi við tillögur verkefnastjórnar rammaáætlunar og ráðast í lagabreytingar sem eru til þess fallnar að hraða leyfisveitingum vegna framkvæmda sem hafa verið samkþykktar í nýtingarflokk. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, með útspilið sem kynnt var í dag.Samfylkingin Auðlindagjald og fjárfestingar í samgönguinnviðum Sagt er í útspilinu að engin auðlindastefna sé á Íslandi, engin heildarsýn á nýtingu náttúruauðlinda. Samfylkingin vill taka upp almenn auðlindagjöld, að hætti Norðmanna, frá fyrsta kjörtímabili í nýrri ríkisstjórn. Tekjum yrði skipt á milli sveitarélaga og ríkissjóðs, til að stilla saman hagsmuni nærsamfélags og þjóðar. Auðlindagjöldin yrðu tekin í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Þar að auki kallar Samfylkingin eftir hærra veiðigjaldi með þrepaskiptingu. Bent er á það að fjárfestingar í samgönguinnviðum á Íslandi sé langt undir meðaltali OECD-ríkja. Samfylkingin vill að fjárfestingarnar fari aftur upp í meðaltal ríkjanna fyrir árið 2030. Lögð verði áhersla á að bora jarðgöng, og alltaf séu framkvæmdir við ein til tvö jarðgöng í gangi. Þá kallar Samfylkingin eftir því að stjórnvöld hafi stefnu um það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi til að standa undir íslenskum kjörum og velferð. Taka verði fast á félagslegum undirboðum og stofnað verði Atvinnuvegaráð Íslands með ráðgefandi hlutverk við mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Hægt er að lesa útspilið í heild sinni á síðu Samfylkingarinnar. Samfylkingin Orkumál Samgöngur Skattar og tollar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Kristrún Frostadóttir kynnti í dag nýjasta útspil Samfylkingarinnar sem ber yfirskriftina „Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum“. Útspilið er afrakstur málefnastarfs síðustu 6 mánaða, þar sem forystufólk flokksins heimsótti 180 fyrirtæki og efndi til margra opinna funda um samgöngur víðs vegar um landið. Grundvallarkröfurnar þrjár Í stuttu máli eru grundvallarkröfur Samfylkingarinnar þrjár: 1. Krafa um framfarir í orku- og samgöngumálum Í þessu er tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh. Fjárfestingar í samgöngumálum eigi svo að fara aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030. 2. Krafa um skynsemi í auðlindastefnu. Samfylkingin vill að almenn auðlindagjöld renni til nærsamfélags og þjóðar. 3. Krafa um íslensk kjör og atvinnustefnu fyrir Ísland. Samfylkingin sýnir á spilin í orkumálum Í útspilinu eru sett fram tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh, til að styðja við verðmætasköpun og orkuskipti, og bæta orkunýtni um eitt TWh á sama tíma. Tekið er fram að Samfylkingin vill hvorki láta loka verksmiðjum né virkja sérstaklega fyrir nýja risanotendur raforku á borð við ný álver á þessum tímapunkti. Í útspilinu er einnig haft orð á því að umræða um orkuþörf geti verið villandi. Spurningarnar sem þurfi að spyrja um þau mál séu hvaða orkuvilja við höfum, hvað viljum við nýta mikla orku og hvernig? Samfylkingin vill leggja fram skýr markmið um orkuöflun og að rammaáætlun verði afgreidd á Alþingi reglulega svo hægt sé að standa undir markmiðunum. Þá vill Samfylkingin fjölga virkjunarkostum í nýtingarflokki í samræmi við tillögur verkefnastjórnar rammaáætlunar og ráðast í lagabreytingar sem eru til þess fallnar að hraða leyfisveitingum vegna framkvæmda sem hafa verið samkþykktar í nýtingarflokk. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, með útspilið sem kynnt var í dag.Samfylkingin Auðlindagjald og fjárfestingar í samgönguinnviðum Sagt er í útspilinu að engin auðlindastefna sé á Íslandi, engin heildarsýn á nýtingu náttúruauðlinda. Samfylkingin vill taka upp almenn auðlindagjöld, að hætti Norðmanna, frá fyrsta kjörtímabili í nýrri ríkisstjórn. Tekjum yrði skipt á milli sveitarélaga og ríkissjóðs, til að stilla saman hagsmuni nærsamfélags og þjóðar. Auðlindagjöldin yrðu tekin í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Þar að auki kallar Samfylkingin eftir hærra veiðigjaldi með þrepaskiptingu. Bent er á það að fjárfestingar í samgönguinnviðum á Íslandi sé langt undir meðaltali OECD-ríkja. Samfylkingin vill að fjárfestingarnar fari aftur upp í meðaltal ríkjanna fyrir árið 2030. Lögð verði áhersla á að bora jarðgöng, og alltaf séu framkvæmdir við ein til tvö jarðgöng í gangi. Þá kallar Samfylkingin eftir því að stjórnvöld hafi stefnu um það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi til að standa undir íslenskum kjörum og velferð. Taka verði fast á félagslegum undirboðum og stofnað verði Atvinnuvegaráð Íslands með ráðgefandi hlutverk við mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Hægt er að lesa útspilið í heild sinni á síðu Samfylkingarinnar.
Samfylkingin Orkumál Samgöngur Skattar og tollar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira