Fótbolti

Tap Hákons tefur fögnuð PSG

Valur Páll Eiríksson skrifar
Hákon spilaði fyrsta rúma klukkutímann í tapi kvöldsins.
Hákon spilaði fyrsta rúma klukkutímann í tapi kvöldsins. Getty

Monaco vann 1-0 sigur á Lille í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. PSG bíður þess að tryggja sér meistaratitilinn.

PSG vann 4-1 sigur á Lorient í kvöld og hefði Monaco ekki unnið leik sinn við Lille væri PSG orðið franskur meistari.

Mark Youssouf Fofana snemma í síðari hálfleik tryggði Monaco 1-0 sigur í kvöld og því á liðið enn tölfræðilegan möguleika á titlinum en París þó í raun með níu fingur á titlinum.

Ellefu stigum munar á liðunum þegar tólf stig eru í pottinum. PSG þarf að tapa öllum sínum leikjum og Monaco að vinna alla sína svo titillinn fari ekki í frönsku höfuðborgina.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille en var tekinn af velli á 66. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×