„Þetta einvígi er bara rétt að byrja“ Hinrik Wöhler skrifar 24. apríl 2024 22:41 Gunnar Magnússon fer ekki fram úr sér þrátt fyrir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Afturelding vann þriggja marka sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Mosfellinga, var eðlilega ánægður með sína menn. „Ótrúlega sætur sigur og mér fannst við bara frábærir í kvöld. Frábær liðsheild og munar um markvörsluna frá Jovan [Kukobat] en við náum að rúlla þannig á liðinu að við höfðum orkuna í lokin, síðustu tíu, til að klára. Við náðum að hlaupa með þeim og réðum við tempóið hjá þeim. Við gerðum þetta virkilega vel og vorum frábærir í kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Leikurinn var afar sveiflukenndur en Mosfellingar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu fimmtán mínútunum í síðari hálfleik. „Þetta eru kaflaskiptir leikir, bæði lið duttu niður. Bæði vörn og sókn detta aðeins niður, við misstum aðeins tempóið og flæðið. Björgvin [Páll Gústavsson] varði einhverja bolta í leiðinni en ég tók leikhlé og við náðum að snúa þessu við og koma til baka. Þetta er bara eins og leikurinn við Val um daginn, þetta eru rosalegir kaflaskiptir leikir. Þetta er það hraður leikur hjá þeim en er fljótt að breytast og við höfðum bara orkustigið síðustu fimmtán til að klára þetta.“ Jovan Kukobat kom inn á eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og reyndist hetja Aftureldingar í kvöld en markvörðurinn var með rúmlega 50% markvörslu í leiknum. „Jovan var frábær, hann vann leikinn fyrir okkur. Bara frábært að fá svona markvörslu og hjálpar það auðvitað. Sýnir bara hvað liðsheildin okkar er sterk, við erum með Binna [Brynjar Vigni Sigurjónsson] og erum með Jovan. Binni var frábær í síðasta leik og Jovan kemur núna. Við erum með frábært teymi,“ sagði Gunnar um markvarðateymi Aftureldingar. Jovan Kukobat átti hörkuleik í markinu.Vísir/Hulda Margrét Næsti leikur er eftir átta daga, þann 2. maí, í N1-höllinni við Hlíðarenda. Gunnar býst við að mæta Valsmönnum í hefndarhug. „Við reiknum með Valsmönnum dýrvitlausum og þurfum að undirbúa okkur fyrir það. Við erum að fara í Valsheimilið og það er bara 1-0, þetta einvígi er bara rétt að byrja og áfram gakk. Við kætumst í kvöld en við höfum núna átta daga í næsta leik og bara undirbúa okkur vel fyrir það, við vitum alveg hvað bíður okkar í Valsheimilinu,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
„Ótrúlega sætur sigur og mér fannst við bara frábærir í kvöld. Frábær liðsheild og munar um markvörsluna frá Jovan [Kukobat] en við náum að rúlla þannig á liðinu að við höfðum orkuna í lokin, síðustu tíu, til að klára. Við náðum að hlaupa með þeim og réðum við tempóið hjá þeim. Við gerðum þetta virkilega vel og vorum frábærir í kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Leikurinn var afar sveiflukenndur en Mosfellingar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu fimmtán mínútunum í síðari hálfleik. „Þetta eru kaflaskiptir leikir, bæði lið duttu niður. Bæði vörn og sókn detta aðeins niður, við misstum aðeins tempóið og flæðið. Björgvin [Páll Gústavsson] varði einhverja bolta í leiðinni en ég tók leikhlé og við náðum að snúa þessu við og koma til baka. Þetta er bara eins og leikurinn við Val um daginn, þetta eru rosalegir kaflaskiptir leikir. Þetta er það hraður leikur hjá þeim en er fljótt að breytast og við höfðum bara orkustigið síðustu fimmtán til að klára þetta.“ Jovan Kukobat kom inn á eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og reyndist hetja Aftureldingar í kvöld en markvörðurinn var með rúmlega 50% markvörslu í leiknum. „Jovan var frábær, hann vann leikinn fyrir okkur. Bara frábært að fá svona markvörslu og hjálpar það auðvitað. Sýnir bara hvað liðsheildin okkar er sterk, við erum með Binna [Brynjar Vigni Sigurjónsson] og erum með Jovan. Binni var frábær í síðasta leik og Jovan kemur núna. Við erum með frábært teymi,“ sagði Gunnar um markvarðateymi Aftureldingar. Jovan Kukobat átti hörkuleik í markinu.Vísir/Hulda Margrét Næsti leikur er eftir átta daga, þann 2. maí, í N1-höllinni við Hlíðarenda. Gunnar býst við að mæta Valsmönnum í hefndarhug. „Við reiknum með Valsmönnum dýrvitlausum og þurfum að undirbúa okkur fyrir það. Við erum að fara í Valsheimilið og það er bara 1-0, þetta einvígi er bara rétt að byrja og áfram gakk. Við kætumst í kvöld en við höfum núna átta daga í næsta leik og bara undirbúa okkur vel fyrir það, við vitum alveg hvað bíður okkar í Valsheimilinu,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira