Innlent

Um­deilt frum­varp, ís­lenskan og sumar­veðrið

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfrétti Bylgjunnar hefjast klukkan tólf.
Hádegisfrétti Bylgjunnar hefjast klukkan tólf. vísir

Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun.

Prófessor emerítus í íslensku segir það að sérstök ráðherranefnd um íslenska tungu hafi verið lögð niður senda skýr skilaboð um að málaflokkurinn sé ekki áherslumál ríkisstjórnarinnar. Aðgerðir í þágu eflingar íslenskunnar séu brýnni en nokkru sinni fyrr í ljósi ört vaxandi hóps búsettra á Íslandi sem hafa íslensku ekki að móðurmáli.

Barnamenningarhátíð, skátafjör og skrúðgöngur eru á meðal þess sem landsmenn geta dundað sér við í dag, á sumardaginn fyrsta. Besta veðrið er á suðvesturhorninu, þar sem dagurinn er óvenjuveðursæll - þó að veðurfræðingur vilji ekki meina að sumarið sé raunverulega komið.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×