Ættingjarnir ábyggilega þreyttir á manni Aron Guðmundsson skrifar 28. apríl 2024 08:00 Björgvin Páll í fyrri leik Vals og Minaur Baia Mare Vísir/Hulda Margrét „Ættingjarnir eru ábyggilega orðnir þreyttir á því að maður sé að reyna selja þeim fullt af hlutum,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals í handbolta sem hefur, líkt og aðrir leikmenn liðsins, þurft að grípa til ýmissa leiða til að fjármagna Evrópuævintýri liðsins í ár. Á dögunum var greint frá því að leikmenn Vals í handbolta þyrftu sjálfir að skuldbinda sig í nokkur hundruð þúsund króna kostnað fyrir hverja umferð sem liðið kemst áfram í Evrópukeppni. Valsmenn eru komnir alla leið í undanúrslit Evrópubikarsins og líkurnar á sæti í sjálfum úrslitaleik mótsins góðar því liðið vann Minaur Baia Mare í N1-höllinni að Hlíðarenda í fyrri leik liðanna með átta mörkum og heldur því út til Rúmeníu í seinni leikinn í góðri forystu. Ljóst er að kostnaðurinn sem fylgir þessu góða gengi Vals í Evrópu er gríðarlegur mikill fyrir leikmenn. En hvernig er það fyrir leikmenn að þurfa safna saman fjármunum fyrir þátttökunni í Evrópubikarnum? „Það er bara skemmtilegt,“ svarar Björgvin Páll, markvörður Vals sem og íslenska landsliðsins. „Það er ákveðinn innri hvati sem fylgir þessu. Við erum að safna pening með ýmsum leiðum. Setja perur í smart ljósabekki, selja alls konar huti. Ég held hins vegar að ættingjarnir séu orðnir þreyttir á því að maður sé alltaf að reyna selja þeim einhverja hluti.“ „Þetta hefur verið svona í gegnum árin. Hefur alltaf verið svona. Þetta er lenskan. Svolítið mikið í þetta skipti, því við erum að fara í mikið af erfiðum ferðalögum á þessu tímabili. Löng ferðalög. Mörg flug. En það er kannski í gegnum svona framtak sem ástríða allra þeirra sem standa að liðinu skín í gegn? „Já það er ekkert grín að leita uppi einhverjar þrjátíu milljónir. Þetta er hellings vinna. Flestir eru að gera þetta í sjálfboðavinnu í kringum félagið. Þetta er erfitt en líka innan vallar. Við ætlum bara að verða Evrópumeistarar innan sem utan vallar.“ Valur mætir Minaur Baia Mare úti í Rúmeníu í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikarsins í handbolta í dag klukkan þrjú. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að leikmenn Vals í handbolta þyrftu sjálfir að skuldbinda sig í nokkur hundruð þúsund króna kostnað fyrir hverja umferð sem liðið kemst áfram í Evrópukeppni. Valsmenn eru komnir alla leið í undanúrslit Evrópubikarsins og líkurnar á sæti í sjálfum úrslitaleik mótsins góðar því liðið vann Minaur Baia Mare í N1-höllinni að Hlíðarenda í fyrri leik liðanna með átta mörkum og heldur því út til Rúmeníu í seinni leikinn í góðri forystu. Ljóst er að kostnaðurinn sem fylgir þessu góða gengi Vals í Evrópu er gríðarlegur mikill fyrir leikmenn. En hvernig er það fyrir leikmenn að þurfa safna saman fjármunum fyrir þátttökunni í Evrópubikarnum? „Það er bara skemmtilegt,“ svarar Björgvin Páll, markvörður Vals sem og íslenska landsliðsins. „Það er ákveðinn innri hvati sem fylgir þessu. Við erum að safna pening með ýmsum leiðum. Setja perur í smart ljósabekki, selja alls konar huti. Ég held hins vegar að ættingjarnir séu orðnir þreyttir á því að maður sé alltaf að reyna selja þeim einhverja hluti.“ „Þetta hefur verið svona í gegnum árin. Hefur alltaf verið svona. Þetta er lenskan. Svolítið mikið í þetta skipti, því við erum að fara í mikið af erfiðum ferðalögum á þessu tímabili. Löng ferðalög. Mörg flug. En það er kannski í gegnum svona framtak sem ástríða allra þeirra sem standa að liðinu skín í gegn? „Já það er ekkert grín að leita uppi einhverjar þrjátíu milljónir. Þetta er hellings vinna. Flestir eru að gera þetta í sjálfboðavinnu í kringum félagið. Þetta er erfitt en líka innan vallar. Við ætlum bara að verða Evrópumeistarar innan sem utan vallar.“ Valur mætir Minaur Baia Mare úti í Rúmeníu í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikarsins í handbolta í dag klukkan þrjú.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða