Viktor stal senunni: Hefði ekki haft tíma til að safna ef hann væri í vinnu Árni Sæberg skrifar 26. apríl 2024 11:51 Viktor bað útsendara fréttastofa landsins að stíga út fyrir þegar hann settist til fundar með landskjörstjórn. Vísir/RAX Viktor Traustason var einn þeirra sem mættu á fund landskjörstjórnar í Hörpu í dag til þess að skila inn meðmælendalistum. Hann kveðst vera búinn að safna tilskildum fjölda undirskrifta, allavega eins og hann telur þær. Það kom viðstöddum í Hörpu nokkuð á óvart þegar Viktor mætti og sagðist vera að skila inn meðmælum, enda hafði meðmælasöfnun farið fram hjá flestum. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, tók Viktor tali í morgun og spurði út í aldur og fyrri störf. Vill umræðu um málefnin Viktor segist hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta í janúar. Hann hafi síðan þá safnað undirskriftum og nú sé hann kominn til þess að skila þeim inn til landskjörstjórnar. Hann telji sig fullnægja lágmarksskilyrðum. „Það sem mér finnst vanta í þessa umræðu og framboðið er alvörustefnumál. Skilvirk, markviss stefna. Hvað ég ætla að gera við forsetaframboðið. Þess vegna langar mig að koma með stefnumál.“ Viktor segir stefnumál sín vera að ráðherrar megi ekki sitja á þingi, að tíu prósent þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp og að „týndu atkvæðin“ fari ekki til spillis. „Það er allur sá hópur fólks sem mætir á kjörstað, fær kjörseðil, fer inn í kjörklefa, setur hann ofan í kjörkassa og fær ekki fulltrúa á Alþingi. Svo eru frambjóðendur af öðrum listum sem setjast í sætin þeirra eins og ekkert sé en hafa ekkert umboð. Það eru þeir sem skila auðu, þeir sem skila ógildu og þeir sem kjósa stjórnmálasamtök sem ná ekki fimm prósent á landsvísu. Stefna mín væri þá telja þennan hóp saman sem einn hóp, sjá hvað hann samsvarar mörgum þingsætum og segja við Alþingi: Ég býst við því að frumvörp séu samþykkt með fjórum auknum meirihluta, fyrir þessi fjögur þingsæti sem týndust.“ Milli starfa eða atvinnulaus aumingi Sem áður segir fór meðmælasöfnun Viktors fram hjá flestum, meira að segja fréttamönnum sem hafa legið yfir forsetakosningunum. Því lá beinast við að spyrja hann hver bakgrunnur hans væri. „Eftir hverju ertu að fiska?“ Hvar hefur þú unnið og hvar hefur þú verið hingað til? „Lifa lífinu eins og flestallir aðrir.“ Ertu með eitthvað starf eða einhverja menntun? „Ef þú vilt orða þetta pent þá getur þú sagt að ég sé á milli starfa. Ef því vilt orða þetta illa getur þú sagt að ég sé atvinnulaus aumingi. Það er fullt af hugtökum þarna á milli, þú velur bara það sem þér hentar. En ég hefði aldrei haft tíma í þetta ef ég væri ekki á milli vertíða.“ Ertu með einhverja menntun sem gæti nýst í þessu starfi? „Stjórnarskráin segir ekkert um hæfniskröfur hvað varðar menntun. Ég má löglega kalla mig hagfræðing, ef það er það sem þú ert að fiska eftir. En ég sé ekki að það skipti í rauninni það miklu máli, stjórnarskráin segir ekkert til um það. Þetta er ekki það flókið embætti, ef við lítum á söguna þá virðist hver sem er geta sinnt því.“ Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Það kom viðstöddum í Hörpu nokkuð á óvart þegar Viktor mætti og sagðist vera að skila inn meðmælum, enda hafði meðmælasöfnun farið fram hjá flestum. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, tók Viktor tali í morgun og spurði út í aldur og fyrri störf. Vill umræðu um málefnin Viktor segist hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta í janúar. Hann hafi síðan þá safnað undirskriftum og nú sé hann kominn til þess að skila þeim inn til landskjörstjórnar. Hann telji sig fullnægja lágmarksskilyrðum. „Það sem mér finnst vanta í þessa umræðu og framboðið er alvörustefnumál. Skilvirk, markviss stefna. Hvað ég ætla að gera við forsetaframboðið. Þess vegna langar mig að koma með stefnumál.“ Viktor segir stefnumál sín vera að ráðherrar megi ekki sitja á þingi, að tíu prósent þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp og að „týndu atkvæðin“ fari ekki til spillis. „Það er allur sá hópur fólks sem mætir á kjörstað, fær kjörseðil, fer inn í kjörklefa, setur hann ofan í kjörkassa og fær ekki fulltrúa á Alþingi. Svo eru frambjóðendur af öðrum listum sem setjast í sætin þeirra eins og ekkert sé en hafa ekkert umboð. Það eru þeir sem skila auðu, þeir sem skila ógildu og þeir sem kjósa stjórnmálasamtök sem ná ekki fimm prósent á landsvísu. Stefna mín væri þá telja þennan hóp saman sem einn hóp, sjá hvað hann samsvarar mörgum þingsætum og segja við Alþingi: Ég býst við því að frumvörp séu samþykkt með fjórum auknum meirihluta, fyrir þessi fjögur þingsæti sem týndust.“ Milli starfa eða atvinnulaus aumingi Sem áður segir fór meðmælasöfnun Viktors fram hjá flestum, meira að segja fréttamönnum sem hafa legið yfir forsetakosningunum. Því lá beinast við að spyrja hann hver bakgrunnur hans væri. „Eftir hverju ertu að fiska?“ Hvar hefur þú unnið og hvar hefur þú verið hingað til? „Lifa lífinu eins og flestallir aðrir.“ Ertu með eitthvað starf eða einhverja menntun? „Ef þú vilt orða þetta pent þá getur þú sagt að ég sé á milli starfa. Ef því vilt orða þetta illa getur þú sagt að ég sé atvinnulaus aumingi. Það er fullt af hugtökum þarna á milli, þú velur bara það sem þér hentar. En ég hefði aldrei haft tíma í þetta ef ég væri ekki á milli vertíða.“ Ertu með einhverja menntun sem gæti nýst í þessu starfi? „Stjórnarskráin segir ekkert um hæfniskröfur hvað varðar menntun. Ég má löglega kalla mig hagfræðing, ef það er það sem þú ert að fiska eftir. En ég sé ekki að það skipti í rauninni það miklu máli, stjórnarskráin segir ekkert til um það. Þetta er ekki það flókið embætti, ef við lítum á söguna þá virðist hver sem er geta sinnt því.“
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira