Vill skipa í ríkisstjórn eftir eigin höfði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. apríl 2024 19:04 Eiríkur Ingi skilaði undirskriftum í Hörpu í dag. vísir/rax Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður og forsetaframbjóðandi skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar í Hörpu í dag. Lítið hefur farið fyrir Eiríki í baráttunni sem safnaði nær öllum undirskriftum í eigin persónu og hefur háleit markmið um að breyta stjórnskipan landsins. „Þetta er búið að síast í mig í svona tuttugu ár, má segja,“ segir Eiríkur, spurður hvenær hann hafi tekið ákvörðun um framboð. „Því eldri sem maður verður og þroskaðri fer maður að kafa dýpra í þetta. Það var bara einhver tilfinning að nú skuli láta vaða, þó ég hefði viljað óska eftir betra árferði í þetta. En maður verður að sigla á þann sjó sem er.“ Til upprifjunar öðlaðist Eiríkur landsfrægð árið 2012 þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs og var valinn maður ársins á Bylgjunni og Rás 2. Hann er vélvirki og rafvirki að mennt og býr í Árbænum. „Ég gerði þetta nánast allt í eigin persónu,“ segir Eiríkur um undirskriftirnar sem allar eru á pappír á gamla mátann. Hvert verður þitt erindi á Bessastöðum? „Mig langar, númer eitt, tvö og þrjú að auka lýðræði á Íslandi og aðskilja framkvæmdavaldið frá löggjafavaldinu. Það er löngu tímabært að við förum að vinna eftir þeirri stjórnarskrá sem við höfum, og það hvílir allt á herðum forsetans að gera svo.“ Heldurðu að forseti geti breytt því, þarf ekki Alþingi að gera breytingar á stjórnarskrá? „Það er forseti sem raðar í ríkisráð, með því er hann búinn að aðskilja það.“ Þannig þú myndir bara skipa eftir eigin höfði í ríkisstjórn? „Maður leitar sér nú alltaf ráða, þú ferð aldrei einvalda með svona völd,“ segir Eiríkur að lokum. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
„Þetta er búið að síast í mig í svona tuttugu ár, má segja,“ segir Eiríkur, spurður hvenær hann hafi tekið ákvörðun um framboð. „Því eldri sem maður verður og þroskaðri fer maður að kafa dýpra í þetta. Það var bara einhver tilfinning að nú skuli láta vaða, þó ég hefði viljað óska eftir betra árferði í þetta. En maður verður að sigla á þann sjó sem er.“ Til upprifjunar öðlaðist Eiríkur landsfrægð árið 2012 þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs og var valinn maður ársins á Bylgjunni og Rás 2. Hann er vélvirki og rafvirki að mennt og býr í Árbænum. „Ég gerði þetta nánast allt í eigin persónu,“ segir Eiríkur um undirskriftirnar sem allar eru á pappír á gamla mátann. Hvert verður þitt erindi á Bessastöðum? „Mig langar, númer eitt, tvö og þrjú að auka lýðræði á Íslandi og aðskilja framkvæmdavaldið frá löggjafavaldinu. Það er löngu tímabært að við förum að vinna eftir þeirri stjórnarskrá sem við höfum, og það hvílir allt á herðum forsetans að gera svo.“ Heldurðu að forseti geti breytt því, þarf ekki Alþingi að gera breytingar á stjórnarskrá? „Það er forseti sem raðar í ríkisráð, með því er hann búinn að aðskilja það.“ Þannig þú myndir bara skipa eftir eigin höfði í ríkisstjórn? „Maður leitar sér nú alltaf ráða, þú ferð aldrei einvalda með svona völd,“ segir Eiríkur að lokum.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira