800 milljóna króna hreinsistöð byggð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. apríl 2024 08:06 Sveinn Ægir Birgisson, sem er formaður Eigna- og veitunefndar Árborgar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Árborgar ætlar sér stóra hluti þegar kemur að fráveitumálum en byggja á hreinsistöð, sem tekur allt skólp frá íbúum á Selfossi en í dag fer allt skólp óhreinsað í Ölfusá. Það er ekki hægt að segja að ástandið í fráveitumálum í Árborg hafi verið til fyrirmyndar síðustu ár, ekki síst á Selfossi þar sem skólpið hefur farið algjörlega óhreinsað í Ölfusá, sem er reyndar vatnsmesta á landsins, og gerir enn. Íbúum fjölgar og fjölgar enda byggt og byggt en á sama tíma eru fráveitumálin í algjörum ólestri, en það stendur þó allt til bóta. Sveinn Ægir Birgisson er formaður Eigna- og veitunefndar Árborgar. „Heyrðu, við erum að framkvæma og byggja nýja hreinsistöð, sem mun taka allt skólp frá Selfossi. Við buðum hana út 2020 en fengum engin tilboð en hófum jarðvegsvinnu og henni er lokið og núna erum við búin að bjóða út uppsteypu og velja búnað til að hreinsa allt skólp sem kemur,” segir Sveinn Ægir. Allt skólp frá Selfossi fer í dag óhreinsað í Ölfusá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn Ægir segir að nýja hreinsistöðin ætti að verði komin í notkun vorið 2026. En hvers konar hreinsistöð verður þetta? „Við byrjum á fyrsta þreps hreinsun og munum vera með fyrsta þreps hreinsun í eitt ár til að sjá í rauninni hvaða annars þrep búnað við munum þurfa að nota til að nýta hvað best hreinsun á skólpi frá Selfossi en svo munum við horfa fram á að fara í þriggja þrepa.” Hér sést hvar nýja hreinsistöðin verður staðsett þar sem rauði hringurinn er á myndinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Til útskýringar þá er fyrsta þreps hreinsun grófhreinsun á skólpi en með sérstökum þrepasíum í nýju hreinsistöðinni verður hreinsunin um 80 prósent með útrás í Ölfusá en þá er til dæmis átt við salernispappír og annað rusl. Tveggja þrepa hreinsun byggir alfarið á síun í stað líffræðilegs niðurbrots næringarefna, líka með útrás í Ölfusá og sé hreinsistöð þriggja þrepa má nánast drekka skólpið, hreinsunin hefur verið svo mikil og fín. „Og þetta er náttúrulega stærsta umhverfisframkvæmd, sem sveitarfélagið hefur ráðist í núna á seinni árum. Þetta mun líklega kosta sex hundruð til átta hundruð milljónir króna gæti ég trúað, hreinsistöðin, sem sagt þessi fasi, sem við erum í dag,” segir Sveinn Ægir og bætir við í lokin. Nýja hreinistöðin mun kosta 600 til 800 milljónir króna segir Sveinn Ægir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skólp Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Það er ekki hægt að segja að ástandið í fráveitumálum í Árborg hafi verið til fyrirmyndar síðustu ár, ekki síst á Selfossi þar sem skólpið hefur farið algjörlega óhreinsað í Ölfusá, sem er reyndar vatnsmesta á landsins, og gerir enn. Íbúum fjölgar og fjölgar enda byggt og byggt en á sama tíma eru fráveitumálin í algjörum ólestri, en það stendur þó allt til bóta. Sveinn Ægir Birgisson er formaður Eigna- og veitunefndar Árborgar. „Heyrðu, við erum að framkvæma og byggja nýja hreinsistöð, sem mun taka allt skólp frá Selfossi. Við buðum hana út 2020 en fengum engin tilboð en hófum jarðvegsvinnu og henni er lokið og núna erum við búin að bjóða út uppsteypu og velja búnað til að hreinsa allt skólp sem kemur,” segir Sveinn Ægir. Allt skólp frá Selfossi fer í dag óhreinsað í Ölfusá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn Ægir segir að nýja hreinsistöðin ætti að verði komin í notkun vorið 2026. En hvers konar hreinsistöð verður þetta? „Við byrjum á fyrsta þreps hreinsun og munum vera með fyrsta þreps hreinsun í eitt ár til að sjá í rauninni hvaða annars þrep búnað við munum þurfa að nota til að nýta hvað best hreinsun á skólpi frá Selfossi en svo munum við horfa fram á að fara í þriggja þrepa.” Hér sést hvar nýja hreinsistöðin verður staðsett þar sem rauði hringurinn er á myndinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Til útskýringar þá er fyrsta þreps hreinsun grófhreinsun á skólpi en með sérstökum þrepasíum í nýju hreinsistöðinni verður hreinsunin um 80 prósent með útrás í Ölfusá en þá er til dæmis átt við salernispappír og annað rusl. Tveggja þrepa hreinsun byggir alfarið á síun í stað líffræðilegs niðurbrots næringarefna, líka með útrás í Ölfusá og sé hreinsistöð þriggja þrepa má nánast drekka skólpið, hreinsunin hefur verið svo mikil og fín. „Og þetta er náttúrulega stærsta umhverfisframkvæmd, sem sveitarfélagið hefur ráðist í núna á seinni árum. Þetta mun líklega kosta sex hundruð til átta hundruð milljónir króna gæti ég trúað, hreinsistöðin, sem sagt þessi fasi, sem við erum í dag,” segir Sveinn Ægir og bætir við í lokin. Nýja hreinistöðin mun kosta 600 til 800 milljónir króna segir Sveinn Ægir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skólp Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira