Milljónir hafa horft á stikluna fyrir Snertingu Lovísa Arnardóttir skrifar 27. apríl 2024 11:38 Kvikmyndin segir sögu Kristófers, eldri manns sem stendur á tímamótum og leitar svara við áleitnum spurningum úr fortíð sinni. Mynd/Lilja Jóns fyrir RVK Studios Stikla fyrir kvikmyndina Snertingu var heimsfrumsýnd í vikunni og hafa frá því nærri átta milljónir horft á stikluna, þar af tæpar fimm milljónir á YouTube og rest á samfélagsmiðlunum X, Facebook og Instagram. Þá hefur íslenska útgáfan af stiklunni fengið yfir tvö hundruð þúsund spilanir. Til samanburðar horfðu um fimm milljónir á stikluna fyrir Dýrið þegar hún kom út árið 2021. Í tilkynningu um málið kemur fram viðbrögð við stiklunni hafi verið afar jákvæð og að merkja megi mikinn áhuga meðal kvikmyndaáhugamanna og almennings, sem nefna helst fallega sjónræna veislu og tónlist ásamt því að fólk deilir spennu yfir „tilfinningaþrunginni“ og „grípandi“ ástarsögu. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem var mest selda bókin á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Hún verður heimsfrumsýnd á Íslandi í Smárabíó, Laugarásbíó og völdum kvikmyndahúsum á landsbyggðinni 29.maí næstkomandi. Einnig verður myndin sýnd í Bíó Paradís, með enskum texta eða sjónlýsingu fyrir sjónskerta og blinda. Baltasar Kormákur leikstýrir og RVK Studios er framleiðandi. Kvikmyndin segir sögu Kristófers, eldri manns sem stendur á tímamótum og leitar svara við áleitnum spurningum úr fortíð sinni. Hvað varð um stúlkuna sem hvarf sporlaust úr lífi hans fimmtíu árum áður? Sagan teygir sig víða um heim og ferðalag Kristófer ber hann þvert yfir hnöttinn. Á leið sinni rifjar hann upp sælar minningar frá sumrinu sínu í London 1969. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið sem Kristófer. Focus Features og Universal hafa tryggt sér sýningarréttinn á heimsvísu og verður hún frumsýnd í Bandaríkjunum þann 12. júlí næstkomandi og í framhaldinu um allan heim Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Hollywood Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr Snertingu Stikla úr kvikmyndinni Snerting eftir Baltasar Kormák er komin út. Baltasar segist alltaf hafa verið meiri kitlumaður frekar en stiklumaður. Hann segist ekki geta beðið eftir að landsmenn fái loksins að bera myndina augum. 24. apríl 2024 15:02 Fyrsta plakatið og önnur kitlan úr Snertingu Snerting, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á Íslandi 29. maí næstkomandi. Önnur kitlan úr myndinni er komin í loftið. 16. apríl 2024 13:46 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Til samanburðar horfðu um fimm milljónir á stikluna fyrir Dýrið þegar hún kom út árið 2021. Í tilkynningu um málið kemur fram viðbrögð við stiklunni hafi verið afar jákvæð og að merkja megi mikinn áhuga meðal kvikmyndaáhugamanna og almennings, sem nefna helst fallega sjónræna veislu og tónlist ásamt því að fólk deilir spennu yfir „tilfinningaþrunginni“ og „grípandi“ ástarsögu. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem var mest selda bókin á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Hún verður heimsfrumsýnd á Íslandi í Smárabíó, Laugarásbíó og völdum kvikmyndahúsum á landsbyggðinni 29.maí næstkomandi. Einnig verður myndin sýnd í Bíó Paradís, með enskum texta eða sjónlýsingu fyrir sjónskerta og blinda. Baltasar Kormákur leikstýrir og RVK Studios er framleiðandi. Kvikmyndin segir sögu Kristófers, eldri manns sem stendur á tímamótum og leitar svara við áleitnum spurningum úr fortíð sinni. Hvað varð um stúlkuna sem hvarf sporlaust úr lífi hans fimmtíu árum áður? Sagan teygir sig víða um heim og ferðalag Kristófer ber hann þvert yfir hnöttinn. Á leið sinni rifjar hann upp sælar minningar frá sumrinu sínu í London 1969. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið sem Kristófer. Focus Features og Universal hafa tryggt sér sýningarréttinn á heimsvísu og verður hún frumsýnd í Bandaríkjunum þann 12. júlí næstkomandi og í framhaldinu um allan heim
Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Hollywood Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr Snertingu Stikla úr kvikmyndinni Snerting eftir Baltasar Kormák er komin út. Baltasar segist alltaf hafa verið meiri kitlumaður frekar en stiklumaður. Hann segist ekki geta beðið eftir að landsmenn fái loksins að bera myndina augum. 24. apríl 2024 15:02 Fyrsta plakatið og önnur kitlan úr Snertingu Snerting, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á Íslandi 29. maí næstkomandi. Önnur kitlan úr myndinni er komin í loftið. 16. apríl 2024 13:46 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr Snertingu Stikla úr kvikmyndinni Snerting eftir Baltasar Kormák er komin út. Baltasar segist alltaf hafa verið meiri kitlumaður frekar en stiklumaður. Hann segist ekki geta beðið eftir að landsmenn fái loksins að bera myndina augum. 24. apríl 2024 15:02
Fyrsta plakatið og önnur kitlan úr Snertingu Snerting, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á Íslandi 29. maí næstkomandi. Önnur kitlan úr myndinni er komin í loftið. 16. apríl 2024 13:46