Langt í að þeir nái sér að fullu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2024 19:47 Zak Nelson telur það kraftaverk að hann og unnusti hans séu á lífi. Við hittum hann á setustofu sjúklinga á Landspítalanum, þar sem hann hefur varið nær öllum sínum tíma síðustu viku. Vísir/Dúi Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. Zak Nelson og Elliot kærasti hans lentu á Íslandi snemma morguns föstudagsins 19. apríl. Þeir biðu ekki boðanna; náðu í bílaleigubíl og hófu ferðalag sitt. Stefnan var tekin á Suðurlandið. Þeir skoðuðu Strokk og Kerið, fengu sér pylsu og voru á leið á gististað sinn síðdegis þegar ósköpin dundu yfir. Á þjóðveginum rétt vestan við Hellu lentu þeir í harkalegum árekstri. „Allt í einu birtist bíll á minni akrein. Röð bíla kom á móti okkur og einn úr röðinni kom yfir á minn vegarhelming. Ég náði ekki að bregðast við, ég var á níutíu kílómetra hraða, hámarkshraða. Og...“ segir Zak og líkir eftir árekstri með látbragði, þar sem hann ræðir við fréttamann á setustofu sjúklinga á þriðju hæð á Landspítalanum við Hringbraut. „Ég heyri Elliot gráta lágt. Og ég er vankaður, við vorum á hliðinni þarna.“ Bíllinn sem Elliott og Zak voru á gjöreyðilagðist við áreksturinn. Þeir voru báðir fluttir með hraði á Landspítalann í Reykjavík. Þar kom í ljós að Elliott hafði slasast alvarlega, hlotið innvortis blæðingar, og var sendur í bráðaaðgerð þá og þegar. En rétt áður náði hann að bera upp mikilvæga spurningu. „Okkur var rúllað saman í rúmunum og hann lá þarna og ég brast í grát. Hann sneri sér að mér og sagði: Viltu giftast mér? Þarna á gjörgæslunni. Og ég svaraði: Já! Auðvitað!“ Zak og Elliot trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. Við tók erfið bið eftir því að Elliot kæmi úr aðgerðinni og því mikill léttir þegar í ljós kom að hún hafði gengið vel. Elliot liggur þó enn á Landspítalanum og ekki er útlit fyrir að hann verði útskrifaður fyrr en eftir eina til tvær vikur. „Ég var heppinn, marðist bara illa. Bílbeltið stóð fyrir sínu.“ Heldurðu að bílbeltið hafi bjargað ykkur? „Já. Marblettirnir voru afleiðing bílbeltisins en það blasir við að ef þess hefði ekki notið við væri ég ekki hér. Mjög margir hér á spítalanum hafa sagt okkur að við séum heppnir að vera enn á lífi.“ Áður en lagt var af stað í ferðina örlagaríku. Zak segir starfsfólk Landspítalans hafa reynst þeim ómetanlegt. Hann sé því óendanlega þakklátur fyrir að hafa bjargað ástinni í lífi hans. „Þú getur ekki vitað hvað ást er fyrr en tiltekna manneskju rekur á fjörur þínar. Elliot er sú manneskja. Og að halda að þú gætir misst hana er hryllilegt. Við eigum langan veg fyrir höndum. Ég held að það sé nokkuð langt í að við náum okkur að fullu andlega.“ Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Rangárþing ytra Tengdar fréttir Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Zak Nelson og Elliot kærasti hans lentu á Íslandi snemma morguns föstudagsins 19. apríl. Þeir biðu ekki boðanna; náðu í bílaleigubíl og hófu ferðalag sitt. Stefnan var tekin á Suðurlandið. Þeir skoðuðu Strokk og Kerið, fengu sér pylsu og voru á leið á gististað sinn síðdegis þegar ósköpin dundu yfir. Á þjóðveginum rétt vestan við Hellu lentu þeir í harkalegum árekstri. „Allt í einu birtist bíll á minni akrein. Röð bíla kom á móti okkur og einn úr röðinni kom yfir á minn vegarhelming. Ég náði ekki að bregðast við, ég var á níutíu kílómetra hraða, hámarkshraða. Og...“ segir Zak og líkir eftir árekstri með látbragði, þar sem hann ræðir við fréttamann á setustofu sjúklinga á þriðju hæð á Landspítalanum við Hringbraut. „Ég heyri Elliot gráta lágt. Og ég er vankaður, við vorum á hliðinni þarna.“ Bíllinn sem Elliott og Zak voru á gjöreyðilagðist við áreksturinn. Þeir voru báðir fluttir með hraði á Landspítalann í Reykjavík. Þar kom í ljós að Elliott hafði slasast alvarlega, hlotið innvortis blæðingar, og var sendur í bráðaaðgerð þá og þegar. En rétt áður náði hann að bera upp mikilvæga spurningu. „Okkur var rúllað saman í rúmunum og hann lá þarna og ég brast í grát. Hann sneri sér að mér og sagði: Viltu giftast mér? Þarna á gjörgæslunni. Og ég svaraði: Já! Auðvitað!“ Zak og Elliot trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. Við tók erfið bið eftir því að Elliot kæmi úr aðgerðinni og því mikill léttir þegar í ljós kom að hún hafði gengið vel. Elliot liggur þó enn á Landspítalanum og ekki er útlit fyrir að hann verði útskrifaður fyrr en eftir eina til tvær vikur. „Ég var heppinn, marðist bara illa. Bílbeltið stóð fyrir sínu.“ Heldurðu að bílbeltið hafi bjargað ykkur? „Já. Marblettirnir voru afleiðing bílbeltisins en það blasir við að ef þess hefði ekki notið við væri ég ekki hér. Mjög margir hér á spítalanum hafa sagt okkur að við séum heppnir að vera enn á lífi.“ Áður en lagt var af stað í ferðina örlagaríku. Zak segir starfsfólk Landspítalans hafa reynst þeim ómetanlegt. Hann sé því óendanlega þakklátur fyrir að hafa bjargað ástinni í lífi hans. „Þú getur ekki vitað hvað ást er fyrr en tiltekna manneskju rekur á fjörur þínar. Elliot er sú manneskja. Og að halda að þú gætir misst hana er hryllilegt. Við eigum langan veg fyrir höndum. Ég held að það sé nokkuð langt í að við náum okkur að fullu andlega.“
Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Rangárþing ytra Tengdar fréttir Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51