Þurfti að eyða níu og hálfum tíma í leigubíl til að komast í burtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 08:31 Guðlaug Edda Hannesdóttir fagnar hér sigri á þríþrautarmótinu í Nepal um helgina. @eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir vann þríþrautarmót í Nepal um helgina. Mótið reyndi vissulega á okkar konu en aðalævintýrið var þó að komast aftur í burtu frá Nepal eftir keppnina. Sigur Guðlaugar Eddu var bæði glæsilegur og ánægjulegur eftir mikið mótlæti síðustu ára. Hún fékk líka mikilvæg stig í vasann. Stolt af seiglunni í sér „Ég er svo ánægð af því að þetta hefur verið svo krefjandi ferðalag að komast til baka og á svo mörgum af þessum dögum þá trúði ég því ekki að ég gæti komið til baka,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðilinn Instagram. @eddahannesd „Ég er stolt af seiglunni í mér og er líka tilfinningasöm yfir þessu,“ skrifaði Guðlaug Edda og þakkaði þeim sem hjálpuðu henni andlega í gegnum allt mótlætið. „Það er enn löng leið eftir til að komast þangað sem mig dreymir að vera en þetta var risaskref í rétta átt,“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda er nú á ferðinni um Asíu þar sem hún tekur þátt í þremur þríþrautarmótum á næstu vikum og reynir að ná í nauðsynleg stig til að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í París í sumar. Fluginu aflýst Eftir keppnina í Nepal lá leið hennar til Filippseyja þar sem næsta mótið hjá henni fer fram. Hún átti að fljúga þangað í gegnum Kúala Lúmpúr í Malasíu. Edda var að keppa í borginni Pokhara í Nepal en þurfti að komast til höfuðborgarinnar Kathmandu til að fljúga í burtu og áfram á leið sinni til Filippseyja. Slæmu fréttirnar komu hins vegar í gær. Í stað tuttugu mínútna flugs frá Pokhara til Kathmandu þá þurfti hún að fara þessa leið akandi. @eddahannesd) Öllu flugi frá Pokhara var aflýst vegna mikilla gróðurelda. Það var aftur á móti stutt í næstu flugferð frá Nepal og því var ekkert hægt að bíða eftir að hægt væri að fljúga frá Pokhara. Það þurfti að redda sér til Kathmandu og hún og þjálfari hennar Sigurður Örn Ragnarsson urðu því að taka leigubíl til að ná fluginu sínu. „Án jóks, ég dey“ Vegirnir í Nepal eru ekkert til að hrópa húrra fyrir og þetta tuttugu mínútna flug breyttist i níu og hálfs tíma bílferð með leigubílnum í gegnum fjalllendið í Nepal sem er náttúrulega í miðjum Himalæjafjöllunum. „Án jóks, ég dey. Ég held í alvörunni að ég deyi,“ sagði Guðlaug Edda þegar Sigurður þjálfari hennar sagði henni frá tíðindunum en hann sýndi myndbandið á samfélagsmiðlum þeirra. Þetta var náttúrulega daginn eftir mjög krefjandi keppni og langt frá því að vera boðleg endurheimt fyrir íþróttakonu í baráttu um Ólympíusæti. Endalaus hristingur og hægagangur Guðlaug Edda sýndi líka myndband af sér í leigubílnum sem sýndi svart á hvítu af hverju ferðalagið tók svo langan tíma. Vegirnir voru mjög ósléttir og illfærir og því varð þetta algjör martraðarferðalag með endalausum hristingi og hægagangi. Ferðalagið átti að vera sjö tímar en varð að lokum níu klukkutímar og hálftími betur. „Við erum komin. Ekki vorkenna okkur. Greyið leigubílstjórinn sem keyrði okkur alla þessa leið þarf núna að keyra alla leiðina til baka og það yfir nótt,“ skrifaði Sigurður Örn á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd) Þríþraut Nepal Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Sigur Guðlaugar Eddu var bæði glæsilegur og ánægjulegur eftir mikið mótlæti síðustu ára. Hún fékk líka mikilvæg stig í vasann. Stolt af seiglunni í sér „Ég er svo ánægð af því að þetta hefur verið svo krefjandi ferðalag að komast til baka og á svo mörgum af þessum dögum þá trúði ég því ekki að ég gæti komið til baka,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðilinn Instagram. @eddahannesd „Ég er stolt af seiglunni í mér og er líka tilfinningasöm yfir þessu,“ skrifaði Guðlaug Edda og þakkaði þeim sem hjálpuðu henni andlega í gegnum allt mótlætið. „Það er enn löng leið eftir til að komast þangað sem mig dreymir að vera en þetta var risaskref í rétta átt,“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda er nú á ferðinni um Asíu þar sem hún tekur þátt í þremur þríþrautarmótum á næstu vikum og reynir að ná í nauðsynleg stig til að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í París í sumar. Fluginu aflýst Eftir keppnina í Nepal lá leið hennar til Filippseyja þar sem næsta mótið hjá henni fer fram. Hún átti að fljúga þangað í gegnum Kúala Lúmpúr í Malasíu. Edda var að keppa í borginni Pokhara í Nepal en þurfti að komast til höfuðborgarinnar Kathmandu til að fljúga í burtu og áfram á leið sinni til Filippseyja. Slæmu fréttirnar komu hins vegar í gær. Í stað tuttugu mínútna flugs frá Pokhara til Kathmandu þá þurfti hún að fara þessa leið akandi. @eddahannesd) Öllu flugi frá Pokhara var aflýst vegna mikilla gróðurelda. Það var aftur á móti stutt í næstu flugferð frá Nepal og því var ekkert hægt að bíða eftir að hægt væri að fljúga frá Pokhara. Það þurfti að redda sér til Kathmandu og hún og þjálfari hennar Sigurður Örn Ragnarsson urðu því að taka leigubíl til að ná fluginu sínu. „Án jóks, ég dey“ Vegirnir í Nepal eru ekkert til að hrópa húrra fyrir og þetta tuttugu mínútna flug breyttist i níu og hálfs tíma bílferð með leigubílnum í gegnum fjalllendið í Nepal sem er náttúrulega í miðjum Himalæjafjöllunum. „Án jóks, ég dey. Ég held í alvörunni að ég deyi,“ sagði Guðlaug Edda þegar Sigurður þjálfari hennar sagði henni frá tíðindunum en hann sýndi myndbandið á samfélagsmiðlum þeirra. Þetta var náttúrulega daginn eftir mjög krefjandi keppni og langt frá því að vera boðleg endurheimt fyrir íþróttakonu í baráttu um Ólympíusæti. Endalaus hristingur og hægagangur Guðlaug Edda sýndi líka myndband af sér í leigubílnum sem sýndi svart á hvítu af hverju ferðalagið tók svo langan tíma. Vegirnir voru mjög ósléttir og illfærir og því varð þetta algjör martraðarferðalag með endalausum hristingi og hægagangi. Ferðalagið átti að vera sjö tímar en varð að lokum níu klukkutímar og hálftími betur. „Við erum komin. Ekki vorkenna okkur. Greyið leigubílstjórinn sem keyrði okkur alla þessa leið þarf núna að keyra alla leiðina til baka og það yfir nótt,“ skrifaði Sigurður Örn á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd)
Þríþraut Nepal Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira