Þurfti að eyða níu og hálfum tíma í leigubíl til að komast í burtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 08:31 Guðlaug Edda Hannesdóttir fagnar hér sigri á þríþrautarmótinu í Nepal um helgina. @eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir vann þríþrautarmót í Nepal um helgina. Mótið reyndi vissulega á okkar konu en aðalævintýrið var þó að komast aftur í burtu frá Nepal eftir keppnina. Sigur Guðlaugar Eddu var bæði glæsilegur og ánægjulegur eftir mikið mótlæti síðustu ára. Hún fékk líka mikilvæg stig í vasann. Stolt af seiglunni í sér „Ég er svo ánægð af því að þetta hefur verið svo krefjandi ferðalag að komast til baka og á svo mörgum af þessum dögum þá trúði ég því ekki að ég gæti komið til baka,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðilinn Instagram. @eddahannesd „Ég er stolt af seiglunni í mér og er líka tilfinningasöm yfir þessu,“ skrifaði Guðlaug Edda og þakkaði þeim sem hjálpuðu henni andlega í gegnum allt mótlætið. „Það er enn löng leið eftir til að komast þangað sem mig dreymir að vera en þetta var risaskref í rétta átt,“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda er nú á ferðinni um Asíu þar sem hún tekur þátt í þremur þríþrautarmótum á næstu vikum og reynir að ná í nauðsynleg stig til að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í París í sumar. Fluginu aflýst Eftir keppnina í Nepal lá leið hennar til Filippseyja þar sem næsta mótið hjá henni fer fram. Hún átti að fljúga þangað í gegnum Kúala Lúmpúr í Malasíu. Edda var að keppa í borginni Pokhara í Nepal en þurfti að komast til höfuðborgarinnar Kathmandu til að fljúga í burtu og áfram á leið sinni til Filippseyja. Slæmu fréttirnar komu hins vegar í gær. Í stað tuttugu mínútna flugs frá Pokhara til Kathmandu þá þurfti hún að fara þessa leið akandi. @eddahannesd) Öllu flugi frá Pokhara var aflýst vegna mikilla gróðurelda. Það var aftur á móti stutt í næstu flugferð frá Nepal og því var ekkert hægt að bíða eftir að hægt væri að fljúga frá Pokhara. Það þurfti að redda sér til Kathmandu og hún og þjálfari hennar Sigurður Örn Ragnarsson urðu því að taka leigubíl til að ná fluginu sínu. „Án jóks, ég dey“ Vegirnir í Nepal eru ekkert til að hrópa húrra fyrir og þetta tuttugu mínútna flug breyttist i níu og hálfs tíma bílferð með leigubílnum í gegnum fjalllendið í Nepal sem er náttúrulega í miðjum Himalæjafjöllunum. „Án jóks, ég dey. Ég held í alvörunni að ég deyi,“ sagði Guðlaug Edda þegar Sigurður þjálfari hennar sagði henni frá tíðindunum en hann sýndi myndbandið á samfélagsmiðlum þeirra. Þetta var náttúrulega daginn eftir mjög krefjandi keppni og langt frá því að vera boðleg endurheimt fyrir íþróttakonu í baráttu um Ólympíusæti. Endalaus hristingur og hægagangur Guðlaug Edda sýndi líka myndband af sér í leigubílnum sem sýndi svart á hvítu af hverju ferðalagið tók svo langan tíma. Vegirnir voru mjög ósléttir og illfærir og því varð þetta algjör martraðarferðalag með endalausum hristingi og hægagangi. Ferðalagið átti að vera sjö tímar en varð að lokum níu klukkutímar og hálftími betur. „Við erum komin. Ekki vorkenna okkur. Greyið leigubílstjórinn sem keyrði okkur alla þessa leið þarf núna að keyra alla leiðina til baka og það yfir nótt,“ skrifaði Sigurður Örn á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd) Þríþraut Nepal Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira
Sigur Guðlaugar Eddu var bæði glæsilegur og ánægjulegur eftir mikið mótlæti síðustu ára. Hún fékk líka mikilvæg stig í vasann. Stolt af seiglunni í sér „Ég er svo ánægð af því að þetta hefur verið svo krefjandi ferðalag að komast til baka og á svo mörgum af þessum dögum þá trúði ég því ekki að ég gæti komið til baka,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðilinn Instagram. @eddahannesd „Ég er stolt af seiglunni í mér og er líka tilfinningasöm yfir þessu,“ skrifaði Guðlaug Edda og þakkaði þeim sem hjálpuðu henni andlega í gegnum allt mótlætið. „Það er enn löng leið eftir til að komast þangað sem mig dreymir að vera en þetta var risaskref í rétta átt,“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda er nú á ferðinni um Asíu þar sem hún tekur þátt í þremur þríþrautarmótum á næstu vikum og reynir að ná í nauðsynleg stig til að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í París í sumar. Fluginu aflýst Eftir keppnina í Nepal lá leið hennar til Filippseyja þar sem næsta mótið hjá henni fer fram. Hún átti að fljúga þangað í gegnum Kúala Lúmpúr í Malasíu. Edda var að keppa í borginni Pokhara í Nepal en þurfti að komast til höfuðborgarinnar Kathmandu til að fljúga í burtu og áfram á leið sinni til Filippseyja. Slæmu fréttirnar komu hins vegar í gær. Í stað tuttugu mínútna flugs frá Pokhara til Kathmandu þá þurfti hún að fara þessa leið akandi. @eddahannesd) Öllu flugi frá Pokhara var aflýst vegna mikilla gróðurelda. Það var aftur á móti stutt í næstu flugferð frá Nepal og því var ekkert hægt að bíða eftir að hægt væri að fljúga frá Pokhara. Það þurfti að redda sér til Kathmandu og hún og þjálfari hennar Sigurður Örn Ragnarsson urðu því að taka leigubíl til að ná fluginu sínu. „Án jóks, ég dey“ Vegirnir í Nepal eru ekkert til að hrópa húrra fyrir og þetta tuttugu mínútna flug breyttist i níu og hálfs tíma bílferð með leigubílnum í gegnum fjalllendið í Nepal sem er náttúrulega í miðjum Himalæjafjöllunum. „Án jóks, ég dey. Ég held í alvörunni að ég deyi,“ sagði Guðlaug Edda þegar Sigurður þjálfari hennar sagði henni frá tíðindunum en hann sýndi myndbandið á samfélagsmiðlum þeirra. Þetta var náttúrulega daginn eftir mjög krefjandi keppni og langt frá því að vera boðleg endurheimt fyrir íþróttakonu í baráttu um Ólympíusæti. Endalaus hristingur og hægagangur Guðlaug Edda sýndi líka myndband af sér í leigubílnum sem sýndi svart á hvítu af hverju ferðalagið tók svo langan tíma. Vegirnir voru mjög ósléttir og illfærir og því varð þetta algjör martraðarferðalag með endalausum hristingi og hægagangi. Ferðalagið átti að vera sjö tímar en varð að lokum níu klukkutímar og hálftími betur. „Við erum komin. Ekki vorkenna okkur. Greyið leigubílstjórinn sem keyrði okkur alla þessa leið þarf núna að keyra alla leiðina til baka og það yfir nótt,“ skrifaði Sigurður Örn á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd)
Þríþraut Nepal Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira