Hafa tryggt útgáfu íslenska tölvuleiksins Island of Winds Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2024 11:22 Úr tölvuleiknum Island of Winds. Parity Íslenski tölvuleikurinn Island of Winds (Eyja vindanna) sem framleiddur er af Parity Games hefur tryggt sér útgáfu. Útgefandinn er fyrirtækið ESDigital Games. Mun leikurinn koma út á heimsvísu samtímis á PC, PlayStation 5 og Xbox X/S á fyrsta árshluta 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Parity. Þar segir að fyrirtækið leggi áherslu á jafnrétti og fjölbreytni. Aðalpersóna leiksins sé verndarvætturinn Brynhildur Hansdóttir, fjölkunnug sveitakona á miðjum aldri. Sögusviðið er svonefnd „eyja vindanna,“ en um er að ræða ævintýraheim sem svipar til Íslands á 17. öld. Parity sækir innblástur til íslenskrar náttúru, þjóðsagna og þjóðhátta. Leikurinn er einspilunarleikur og fjallar um söguhetjuna Brynhildi og hvernig hún rís upp til að vernda eyjuna sína og takast á við áskoranir lífsins þó vindar blási á móti. Parity hefur hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði og fjármögnun frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Þar að auki hefur endurgreiðsla rannsóknar- og þróunarkostnaðar reynst verkefninu vel og gert fyrirtækið samkeppnishæft við erlend fyrirtæki. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt frá því að vinna við leikinn hófst og Eyja vindanna stækkað að sama skapi svo um munar síðustu ár. Í leiknum má finna sjö ólík landsvæði og fjöldan allan af furðuverum sem allar byggja á íslenskum þjóðsögum. Leikmenn geta galdrað og leyst þrautir, kynnst sögu eyjunnar og íbúum hennar, og leitað leiða til að berjast gegn dularfullum seiðskratta sem raskað hefur ró landsins og komið umhverfinu úr jafnvægi. Bardagakerfið er sér á parti og byggir á samkennd umfram fjandsemi, þar sem markmið leiksins er frekar að hjálpa og lækna heldur en að meiða og deyða. „Þetta er risastór áfangi fyrir okkur og þýðir að leikurinn mun sannarlega koma út og það á enn stærri markað en við sáum fyrir í upphafi. Þetta eru spennandi tímar fyrir ungt, lítið leikjafyrirtæki þar sem áhersla hefur alltaf verið lögð á framlag kvenna til tölvuleikjagerðar. Parity er eitt fárra tölvuleikjafyrirtækja í heiminum þar sem konur og karlar eru í jöfnu hlutfalli og skapar sér þar með sérstöðu bæði hér á landi og erlendis svo eftir hefur verið tekið,“ segir María Guðmundsdóttir, forstjóri og stofnandi Parity Games. Leikjavísir Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Parity. Þar segir að fyrirtækið leggi áherslu á jafnrétti og fjölbreytni. Aðalpersóna leiksins sé verndarvætturinn Brynhildur Hansdóttir, fjölkunnug sveitakona á miðjum aldri. Sögusviðið er svonefnd „eyja vindanna,“ en um er að ræða ævintýraheim sem svipar til Íslands á 17. öld. Parity sækir innblástur til íslenskrar náttúru, þjóðsagna og þjóðhátta. Leikurinn er einspilunarleikur og fjallar um söguhetjuna Brynhildi og hvernig hún rís upp til að vernda eyjuna sína og takast á við áskoranir lífsins þó vindar blási á móti. Parity hefur hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði og fjármögnun frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Þar að auki hefur endurgreiðsla rannsóknar- og þróunarkostnaðar reynst verkefninu vel og gert fyrirtækið samkeppnishæft við erlend fyrirtæki. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt frá því að vinna við leikinn hófst og Eyja vindanna stækkað að sama skapi svo um munar síðustu ár. Í leiknum má finna sjö ólík landsvæði og fjöldan allan af furðuverum sem allar byggja á íslenskum þjóðsögum. Leikmenn geta galdrað og leyst þrautir, kynnst sögu eyjunnar og íbúum hennar, og leitað leiða til að berjast gegn dularfullum seiðskratta sem raskað hefur ró landsins og komið umhverfinu úr jafnvægi. Bardagakerfið er sér á parti og byggir á samkennd umfram fjandsemi, þar sem markmið leiksins er frekar að hjálpa og lækna heldur en að meiða og deyða. „Þetta er risastór áfangi fyrir okkur og þýðir að leikurinn mun sannarlega koma út og það á enn stærri markað en við sáum fyrir í upphafi. Þetta eru spennandi tímar fyrir ungt, lítið leikjafyrirtæki þar sem áhersla hefur alltaf verið lögð á framlag kvenna til tölvuleikjagerðar. Parity er eitt fárra tölvuleikjafyrirtækja í heiminum þar sem konur og karlar eru í jöfnu hlutfalli og skapar sér þar með sérstöðu bæði hér á landi og erlendis svo eftir hefur verið tekið,“ segir María Guðmundsdóttir, forstjóri og stofnandi Parity Games.
Leikjavísir Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira