Aðalsöngvari The Commitments stígur á svið í Háskólabíói Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2024 20:00 Andrew Strong fór ungur að árum með aðalhlutverkið í The Commitments árið 1991. Hann segist hafa gripið tækifærið til að komast til Íslands þegar honum bauðst að syngja á heiðurstónleikum í Háskólabíói. Stöð 2/Arnar Það verður mikið fjör á tónleiksýningu í Háskólabíói þegar fjölmennur hópur íslenskra tónlistarmanna flytur lög úr kvikmyndinni The Commitments frá árinu 1991. Andrew Strong, sem var aðalleikari og söngvari kvikmyndarinnar, kemur fram á sýningunni. Fréttastofan leit við á lokaæfingu fjölskipaðrar sveitar íslenskra tónlistarmanna og Andrew Strong í dag. Nú eru liðin um 35 ár frá því kvikmyndin The Commitments í leikstjórn Alans Parkers kom út og gerði mikla lukku. Aðalsöngvarinn Andrew Strong segir tónlistina lifa eins og alla góða tónlist. Andrew Strong er hæstánægður með íslensku tónlistarmennina sem koma fram með honum.Stöð 2/Arnar „Já, hún er enn vinsæl. Ég var að tala um það áðan, hver hefði trúað því að fimmtugur væri ég enn að syngja þessi lög? Nei, en það er frábært að vera hérna," segir Gréta Salome er listrænn stjórnandi sýningarinnar. Hverju mega áhorfendur búast við annað kvöld? „Alveg ótrúlega miklu stuði. Fyrst og fremst alveg geggjaðri tónlist sem er tímalaus, klassísk og allir þekkja,“ segir Gréta. Andrew er mjög spenntur fyrir tónleikasýningunni. „Ég hef aldrei áður tekið þátt í svona sýningu. Þegar ég var beðinn um að vera með … var aðalaðdráttaraflið fyrir mig að koma til Íslands. Því ég hafði aldrei komið til Íslands svo mér fannst það frábært,” segir Andrew. Gréta Salome listrænn stjórnandi sýningarinnar lofar kröftugri tónleikasýningu.Stöð 2/Arnar Sýningin er einhvers konar óður til kvikmyndarinnar. „Við erum með Björn Stefánsson sem mun leiða okkur í gegnum sögu the Commitments. Líma sýninguna saman. En annars er þetta fyrst og fremst tónlistin. Tónlistin talar algerlega sínu máli í þessari sýningu,“ segir Gréta. Og sýningin verður líka ný upplifun fyrir Andrew. „Ég hef aldrei áður verið í sýningu til heiðurs The Commitments. Ég syng auðvitað Commitments-lög í minni eigin hljómsveit. Ég verð að syngja Mustang Sally og þess háttar því fólk dáir það lag og væntir þess að ég syngi það,” segir írski söngvarinn kampakátur með hljómsveitina. „Allir hljóma frábærlega og allir eru hlýir og vinalegir. Ég hlakka til að koma fram annað kvöld. Ef þú ert ekki með miða drífðu þig,” skoraði hann á áhorfendur kvöldfrétta. Tónleikar á Íslandi Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
Fréttastofan leit við á lokaæfingu fjölskipaðrar sveitar íslenskra tónlistarmanna og Andrew Strong í dag. Nú eru liðin um 35 ár frá því kvikmyndin The Commitments í leikstjórn Alans Parkers kom út og gerði mikla lukku. Aðalsöngvarinn Andrew Strong segir tónlistina lifa eins og alla góða tónlist. Andrew Strong er hæstánægður með íslensku tónlistarmennina sem koma fram með honum.Stöð 2/Arnar „Já, hún er enn vinsæl. Ég var að tala um það áðan, hver hefði trúað því að fimmtugur væri ég enn að syngja þessi lög? Nei, en það er frábært að vera hérna," segir Gréta Salome er listrænn stjórnandi sýningarinnar. Hverju mega áhorfendur búast við annað kvöld? „Alveg ótrúlega miklu stuði. Fyrst og fremst alveg geggjaðri tónlist sem er tímalaus, klassísk og allir þekkja,“ segir Gréta. Andrew er mjög spenntur fyrir tónleikasýningunni. „Ég hef aldrei áður tekið þátt í svona sýningu. Þegar ég var beðinn um að vera með … var aðalaðdráttaraflið fyrir mig að koma til Íslands. Því ég hafði aldrei komið til Íslands svo mér fannst það frábært,” segir Andrew. Gréta Salome listrænn stjórnandi sýningarinnar lofar kröftugri tónleikasýningu.Stöð 2/Arnar Sýningin er einhvers konar óður til kvikmyndarinnar. „Við erum með Björn Stefánsson sem mun leiða okkur í gegnum sögu the Commitments. Líma sýninguna saman. En annars er þetta fyrst og fremst tónlistin. Tónlistin talar algerlega sínu máli í þessari sýningu,“ segir Gréta. Og sýningin verður líka ný upplifun fyrir Andrew. „Ég hef aldrei áður verið í sýningu til heiðurs The Commitments. Ég syng auðvitað Commitments-lög í minni eigin hljómsveit. Ég verð að syngja Mustang Sally og þess háttar því fólk dáir það lag og væntir þess að ég syngi það,” segir írski söngvarinn kampakátur með hljómsveitina. „Allir hljóma frábærlega og allir eru hlýir og vinalegir. Ég hlakka til að koma fram annað kvöld. Ef þú ert ekki með miða drífðu þig,” skoraði hann á áhorfendur kvöldfrétta.
Tónleikar á Íslandi Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira