„Þeir voru bara miklu betri í kvöld og áttu sigurinn skilið“ Siggeir Ævarsson skrifar 29. apríl 2024 23:15 Finnur Freyr þarf að skerpa á ýmsum hlutum fyrir næsta leik Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ekki parsáttur með frammistöðu sinna manna þegar deildarmeistararnir lutu í gras á heimavelli gegn Njarðvík, 84-105, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Andri Már Eggertsson tók Finn tali eftir leik og byrjaði á einfaldri spurningu: Hvað útskýrir þessa miklu yfirburði Njarðvíkur í kvöld? „Hvar á maður að byrja? Þeir voru miklu betri og beittari í öllu. Þolinmóðari á boltann. Mjög beinskeittir í sínum aðgerðum. Toguðu okkur í sundur og bjuggu til gott skot nánast í hverri einustu sókn. Varnarleikurinn alveg bara frá raun og veru fyrstu mínutu bara slakur, kannski eitthvað sem ég hefði þurft að kippa í strax á fyrstu 2-3 mínútunum.“ Var Valsmönnum mögulega brugðið í byrjun þegar þeir lentu tíu stigum undir eftir fyrsta leikhluta? „Nei nei, við vorum að fá mikið af fínum „semi-lookum“ framan af leik sem við vorum ekki að nýta. Þeir bara héldu áfram en við vorum bara „soft“ og mjúkir meðan þeir voru miklu harðari og betri. Settu stóru skotin niður og þegar leið á leikinn bara héldu því áfram.“ Njarðvík endaði tvo leikhluta á að skora síðustu sjö stigin en Finnur tók það ekkert sérstaklega út fyrir sviga, allur leikur hans manna var einfaldlega ekki nógu góður. „Mér fannst það bara gegnumgangandi, hvort sem það var í endum leikhlutanna eða í miðjum þeirra. Það er vont náttúrulega að fara inn í leikhlutaskiptin þar sem andstæðingurinn skorar 2-3 körfur í röð. Mér fannst einhvern veginn öll „móment“ þar sem við vorum eitthvað aðeins að koma til baka, þá kom stór varnarmistök eða góð „play“ hjá þeim. „Kudos“ á Njarðvík en afspyrnuslakur leikur hjá okkur.“ Hann sagði jafnframt að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart í leik Njarðvíkur í kvöld. „Nei, í raun og veru ekki. Ég held að það séu bara frekar vonbrigði yfir því hvernig við spiluðum. Þeir hreyfðu boltann mjög vel og voru þolinmóðir. Nýttu sín vopn vel. Strax í byrjun í fyrri hálfleik voru Chaz og Milka og Dwayne komnir með mikið af stigum svo kemur Mario með góða syrpu og hinir strákarnir að gera vel líka. Þeir voru bara miklu betri í kvöld og áttu sigurinn skilið og rúmlega það.“ Dominykas Milka hefur farið mikinn gegn Valsmönnum í vetur en Finnur var þó ekki á því að hann væri einhverskonar kryptónít fyrir Valsvörnina. „Hann gerir vel. Hann er góður að hreyfa boltann og að finna þessar holur í kringum körfuna. Skorar mikið af mikilvægum körfum. Ekki það að það sé einhver einn leikmaður sem er góður. Frekar að hrósa liðinu í heild fyrir liðsframmistöðuna.“ Vörnin hefur verið aðalsmerki Valsmanna í vetur, er hún mögulega að svíkja á versta mögulega tíma? „Allavega í þessum leik en ég ætla rétt að vona að menn mæti grimmari til leiks og verði meira „proactive“ frekar en „reactive“ í okkar aðgerðum og reyni svolítið að setja tóninn snemma í staðinn fyrir að vera að reyna að bjarga rassgatinu á sjálfum sér þegar það er langt um liðið.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Sjá meira
Andri Már Eggertsson tók Finn tali eftir leik og byrjaði á einfaldri spurningu: Hvað útskýrir þessa miklu yfirburði Njarðvíkur í kvöld? „Hvar á maður að byrja? Þeir voru miklu betri og beittari í öllu. Þolinmóðari á boltann. Mjög beinskeittir í sínum aðgerðum. Toguðu okkur í sundur og bjuggu til gott skot nánast í hverri einustu sókn. Varnarleikurinn alveg bara frá raun og veru fyrstu mínutu bara slakur, kannski eitthvað sem ég hefði þurft að kippa í strax á fyrstu 2-3 mínútunum.“ Var Valsmönnum mögulega brugðið í byrjun þegar þeir lentu tíu stigum undir eftir fyrsta leikhluta? „Nei nei, við vorum að fá mikið af fínum „semi-lookum“ framan af leik sem við vorum ekki að nýta. Þeir bara héldu áfram en við vorum bara „soft“ og mjúkir meðan þeir voru miklu harðari og betri. Settu stóru skotin niður og þegar leið á leikinn bara héldu því áfram.“ Njarðvík endaði tvo leikhluta á að skora síðustu sjö stigin en Finnur tók það ekkert sérstaklega út fyrir sviga, allur leikur hans manna var einfaldlega ekki nógu góður. „Mér fannst það bara gegnumgangandi, hvort sem það var í endum leikhlutanna eða í miðjum þeirra. Það er vont náttúrulega að fara inn í leikhlutaskiptin þar sem andstæðingurinn skorar 2-3 körfur í röð. Mér fannst einhvern veginn öll „móment“ þar sem við vorum eitthvað aðeins að koma til baka, þá kom stór varnarmistök eða góð „play“ hjá þeim. „Kudos“ á Njarðvík en afspyrnuslakur leikur hjá okkur.“ Hann sagði jafnframt að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart í leik Njarðvíkur í kvöld. „Nei, í raun og veru ekki. Ég held að það séu bara frekar vonbrigði yfir því hvernig við spiluðum. Þeir hreyfðu boltann mjög vel og voru þolinmóðir. Nýttu sín vopn vel. Strax í byrjun í fyrri hálfleik voru Chaz og Milka og Dwayne komnir með mikið af stigum svo kemur Mario með góða syrpu og hinir strákarnir að gera vel líka. Þeir voru bara miklu betri í kvöld og áttu sigurinn skilið og rúmlega það.“ Dominykas Milka hefur farið mikinn gegn Valsmönnum í vetur en Finnur var þó ekki á því að hann væri einhverskonar kryptónít fyrir Valsvörnina. „Hann gerir vel. Hann er góður að hreyfa boltann og að finna þessar holur í kringum körfuna. Skorar mikið af mikilvægum körfum. Ekki það að það sé einhver einn leikmaður sem er góður. Frekar að hrósa liðinu í heild fyrir liðsframmistöðuna.“ Vörnin hefur verið aðalsmerki Valsmanna í vetur, er hún mögulega að svíkja á versta mögulega tíma? „Allavega í þessum leik en ég ætla rétt að vona að menn mæti grimmari til leiks og verði meira „proactive“ frekar en „reactive“ í okkar aðgerðum og reyni svolítið að setja tóninn snemma í staðinn fyrir að vera að reyna að bjarga rassgatinu á sjálfum sér þegar það er langt um liðið.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti